Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 08:16 Musk er sagður einn helsti ráðgjafi Trump um þessar mundir en síðarnefndi hefur verið iðinn við tilnefningar í embætti síðustu daga. AP/Alex Brandon Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum. Musk hefur tekið sér stöðu sem einn helsti ráðgjafi og stuðningsmaður Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Samskiptastjóri Trump sagðist hins vegar ekki vilja tjá sig um einkafund sem hefði eða hefði ekki átt sér stað. Musk svaraði ekki fyrirspurnum NY Times um málið. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins fór fundurinn fram á leynilegum stað en hann snérist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Íran. Heimildarmennirnir segja fundinn hafa verið „jákvæðan“ og „góðar fréttir“ Musk er sagður hafa óskað eftir fundinum en sendiherrann valið fundarstaðinn. Trump var nokkuð harður í garð Íran á fyrra kjörtímabili sínu; dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamkomulaginu frá 2015, lagði auknar viðskiptaþvinganir á landið og fyrirskipaði morðið á hershöfðingjanum Qassim Suleimani. Íranir neituðu í kjölfarið að eiga nokkur samskipti við stjórn Trumps og þá kom fram í dómskjölum í síðustu viku að Íranir hefðu haft í hyggju að ráða Trump af dögum í aðdraganda forsetakosninganna. Stjórnvöld í Íran eru hins vegar sögð skoða þann möguleika að freista þess að miðla málum, þar sem Trump sé þekktur fyrir að vera áhugasamur um að ná góðum samningum. Möguglega gætu þeir samið við forsetann um afléttingu viðskiptaþvingana, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Íran Elon Musk Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Musk hefur tekið sér stöðu sem einn helsti ráðgjafi og stuðningsmaður Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Samskiptastjóri Trump sagðist hins vegar ekki vilja tjá sig um einkafund sem hefði eða hefði ekki átt sér stað. Musk svaraði ekki fyrirspurnum NY Times um málið. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins fór fundurinn fram á leynilegum stað en hann snérist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Íran. Heimildarmennirnir segja fundinn hafa verið „jákvæðan“ og „góðar fréttir“ Musk er sagður hafa óskað eftir fundinum en sendiherrann valið fundarstaðinn. Trump var nokkuð harður í garð Íran á fyrra kjörtímabili sínu; dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamkomulaginu frá 2015, lagði auknar viðskiptaþvinganir á landið og fyrirskipaði morðið á hershöfðingjanum Qassim Suleimani. Íranir neituðu í kjölfarið að eiga nokkur samskipti við stjórn Trumps og þá kom fram í dómskjölum í síðustu viku að Íranir hefðu haft í hyggju að ráða Trump af dögum í aðdraganda forsetakosninganna. Stjórnvöld í Íran eru hins vegar sögð skoða þann möguleika að freista þess að miðla málum, þar sem Trump sé þekktur fyrir að vera áhugasamur um að ná góðum samningum. Möguglega gætu þeir samið við forsetann um afléttingu viðskiptaþvingana, svo eitthvað sé nefnt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Íran Elon Musk Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira