Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 08:16 Musk er sagður einn helsti ráðgjafi Trump um þessar mundir en síðarnefndi hefur verið iðinn við tilnefningar í embætti síðustu daga. AP/Alex Brandon Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum. Musk hefur tekið sér stöðu sem einn helsti ráðgjafi og stuðningsmaður Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Samskiptastjóri Trump sagðist hins vegar ekki vilja tjá sig um einkafund sem hefði eða hefði ekki átt sér stað. Musk svaraði ekki fyrirspurnum NY Times um málið. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins fór fundurinn fram á leynilegum stað en hann snérist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Íran. Heimildarmennirnir segja fundinn hafa verið „jákvæðan“ og „góðar fréttir“ Musk er sagður hafa óskað eftir fundinum en sendiherrann valið fundarstaðinn. Trump var nokkuð harður í garð Íran á fyrra kjörtímabili sínu; dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamkomulaginu frá 2015, lagði auknar viðskiptaþvinganir á landið og fyrirskipaði morðið á hershöfðingjanum Qassim Suleimani. Íranir neituðu í kjölfarið að eiga nokkur samskipti við stjórn Trumps og þá kom fram í dómskjölum í síðustu viku að Íranir hefðu haft í hyggju að ráða Trump af dögum í aðdraganda forsetakosninganna. Stjórnvöld í Íran eru hins vegar sögð skoða þann möguleika að freista þess að miðla málum, þar sem Trump sé þekktur fyrir að vera áhugasamur um að ná góðum samningum. Möguglega gætu þeir samið við forsetann um afléttingu viðskiptaþvingana, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Íran Elon Musk Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Musk hefur tekið sér stöðu sem einn helsti ráðgjafi og stuðningsmaður Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Samskiptastjóri Trump sagðist hins vegar ekki vilja tjá sig um einkafund sem hefði eða hefði ekki átt sér stað. Musk svaraði ekki fyrirspurnum NY Times um málið. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins fór fundurinn fram á leynilegum stað en hann snérist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Íran. Heimildarmennirnir segja fundinn hafa verið „jákvæðan“ og „góðar fréttir“ Musk er sagður hafa óskað eftir fundinum en sendiherrann valið fundarstaðinn. Trump var nokkuð harður í garð Íran á fyrra kjörtímabili sínu; dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamkomulaginu frá 2015, lagði auknar viðskiptaþvinganir á landið og fyrirskipaði morðið á hershöfðingjanum Qassim Suleimani. Íranir neituðu í kjölfarið að eiga nokkur samskipti við stjórn Trumps og þá kom fram í dómskjölum í síðustu viku að Íranir hefðu haft í hyggju að ráða Trump af dögum í aðdraganda forsetakosninganna. Stjórnvöld í Íran eru hins vegar sögð skoða þann möguleika að freista þess að miðla málum, þar sem Trump sé þekktur fyrir að vera áhugasamur um að ná góðum samningum. Möguglega gætu þeir samið við forsetann um afléttingu viðskiptaþvingana, svo eitthvað sé nefnt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Íran Elon Musk Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira