Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2024 18:01 Matthijs de Ligt bendir David Coote dómara á það að boltinn fór í hendi Danny Ings áður en hann fiskaði vítið. Getty/James Gill Howard Webb, yfirmaður dómara í enska fótboltanum, hefur viðurkennt það að myndbandsdómarar gerðu mistök í leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í vetur. West Ham vann 2-1 sigur á United 27. október en Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var rekinn daginn eftir þetta tap. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að myndbandsdómarar kölluðu á David Coote dómara í skjáinn. Myndbandsdómarinn var Michael Oliver. Eftir að hafa farið í skjáinn þá dæmdi Coote víti á Matthijs de Ligt fyrir brot á Danny Ings. Jarrod Bowen skoraði úr vítinu og endaði um leið stjóraferil Ten Hag á Old Trafford. „Það var ekki rétt metið hjá VAR að kalla á hann í skjáinn,“ sagði Howard Webb í þættinum Mic'd Up á Sky Sports. „VAR er vanalega með allt á hreinu og traustsins vert en þarna fara menn að einblína á fótinn á De Ligt. Það að fótur hans hafi farið í Danny Ings en ekki farið í boltann. Boltinn er þegar farinn framhjá De Ligt þegar hann sparkar í Danny Ings,“ sagði Webb. „VAR sér brotið. Þeir voru bara of mikið að skoða þennan hluta af því sem var í gangi. Ég tel að þeir hafi ekki átt að skipta sér að þessu,“ sagði Webb. „Þetta er dæmi um það þegar ákvörðunin á vellinum á að standa, sama hvað sé dæmt. Mér sjálfum finnst þetta ekki vera víti,“ sagði Webb. 🙅 It was the wrong decision, says Howard Webb. pic.twitter.com/0tJwJ4KscK— Match of the Day (@BBCMOTD) November 13, 2024 Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
West Ham vann 2-1 sigur á United 27. október en Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var rekinn daginn eftir þetta tap. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að myndbandsdómarar kölluðu á David Coote dómara í skjáinn. Myndbandsdómarinn var Michael Oliver. Eftir að hafa farið í skjáinn þá dæmdi Coote víti á Matthijs de Ligt fyrir brot á Danny Ings. Jarrod Bowen skoraði úr vítinu og endaði um leið stjóraferil Ten Hag á Old Trafford. „Það var ekki rétt metið hjá VAR að kalla á hann í skjáinn,“ sagði Howard Webb í þættinum Mic'd Up á Sky Sports. „VAR er vanalega með allt á hreinu og traustsins vert en þarna fara menn að einblína á fótinn á De Ligt. Það að fótur hans hafi farið í Danny Ings en ekki farið í boltann. Boltinn er þegar farinn framhjá De Ligt þegar hann sparkar í Danny Ings,“ sagði Webb. „VAR sér brotið. Þeir voru bara of mikið að skoða þennan hluta af því sem var í gangi. Ég tel að þeir hafi ekki átt að skipta sér að þessu,“ sagði Webb. „Þetta er dæmi um það þegar ákvörðunin á vellinum á að standa, sama hvað sé dæmt. Mér sjálfum finnst þetta ekki vera víti,“ sagði Webb. 🙅 It was the wrong decision, says Howard Webb. pic.twitter.com/0tJwJ4KscK— Match of the Day (@BBCMOTD) November 13, 2024
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira