Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 15:15 Jürgen Klopp ræðir hér við David Coote á leik Liverpool gegn Southampton í maí 2022. Coote hefur sinnt dómarastörfum í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018. Getty/Robin Jones Myndband sem virðist sýna David Coote, dómara í ensku úrvalsdeildinni, tala með afar niðrandi hætti um Liverpool og þáverandi stjóra liðsins, Jürgen Klopp, er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Uppfært klukkan 15.28: Ensku dómarasamtökin, PGMOL, segja að Coote sé nú kominn í ótímabundið bann á meðan að málið sé rannsakað. PGMOL: “David Coote has been suspended with immediate effect pending a full investigation. PGMOL will be making no further comment until that process is complete.”More @MirrorFootball https://t.co/KeZvkTJt1w— Darren Lewis (@MirrorDarren) November 11, 2024 Enskir miðlar segja að ensku dómarasamtökin hafi nýhafið rannsókn vegna myndbandsins og Daily Mail bendir á þann möguleika að það sé falsað eða útbúið með notkun gervigreindar. Sé myndbandið hins vegar ekta er ljóst að Coote, sem nú síðast dæmdi 2-0 sigur Liverpool gegn Aston Villa um helgina, gæti verið í afar vondum málum. Recorded footage of David Coote calling Liverpool “sh*t” and Jurgen Klopp a “c*nt”.😳 pic.twitter.com/Kqc7SR8niW— Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 11, 2024 Myndbandið virðist vera frá tímum kórónuveirufaraldursins en á meðal þess sem Coote virðist segja í því, við félaga sinn, er að Liverpool hafi verið „skítlélegt“ í leik sem hann var fjórði dómari á, og að Klopp sé „algjör kunta“. Klopp hafi sakað hann um lygar og látið hann heyra það á leik gegn Burnley, sem endaði 1-1 árið 2020: „Ég hef engan áhuga á að tala við einhvern sem er svona fokking hrokafullur. Svo ég reyni mitt besta til að tala ekkert við hann,“ virðist Coote segja áður en hann hrósar James Milner og segist eiga í góðum samskiptum við hann. Á öðru myndbandi virðist félagi Coote segja fólki að það megi alls ekki dreifa myndböndunum. Eins og fyrr segir eru ensku dómarasamtökin sögð meðvituð um myndbandið og er málið til rannsóknar. Coote hefur verið dómari í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Uppfært klukkan 15.28: Ensku dómarasamtökin, PGMOL, segja að Coote sé nú kominn í ótímabundið bann á meðan að málið sé rannsakað. PGMOL: “David Coote has been suspended with immediate effect pending a full investigation. PGMOL will be making no further comment until that process is complete.”More @MirrorFootball https://t.co/KeZvkTJt1w— Darren Lewis (@MirrorDarren) November 11, 2024 Enskir miðlar segja að ensku dómarasamtökin hafi nýhafið rannsókn vegna myndbandsins og Daily Mail bendir á þann möguleika að það sé falsað eða útbúið með notkun gervigreindar. Sé myndbandið hins vegar ekta er ljóst að Coote, sem nú síðast dæmdi 2-0 sigur Liverpool gegn Aston Villa um helgina, gæti verið í afar vondum málum. Recorded footage of David Coote calling Liverpool “sh*t” and Jurgen Klopp a “c*nt”.😳 pic.twitter.com/Kqc7SR8niW— Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 11, 2024 Myndbandið virðist vera frá tímum kórónuveirufaraldursins en á meðal þess sem Coote virðist segja í því, við félaga sinn, er að Liverpool hafi verið „skítlélegt“ í leik sem hann var fjórði dómari á, og að Klopp sé „algjör kunta“. Klopp hafi sakað hann um lygar og látið hann heyra það á leik gegn Burnley, sem endaði 1-1 árið 2020: „Ég hef engan áhuga á að tala við einhvern sem er svona fokking hrokafullur. Svo ég reyni mitt besta til að tala ekkert við hann,“ virðist Coote segja áður en hann hrósar James Milner og segist eiga í góðum samskiptum við hann. Á öðru myndbandi virðist félagi Coote segja fólki að það megi alls ekki dreifa myndböndunum. Eins og fyrr segir eru ensku dómarasamtökin sögð meðvituð um myndbandið og er málið til rannsóknar. Coote hefur verið dómari í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira