Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2024 23:01 Hakeem Jeffries og Mike Johnson, leiðtogar þingflokka Demókrata og Repúblikana í fulltrúadeildinni. Báðir vonast eftir því að ná meirihluta þar. Enn er óljóst með hvor flokkurinn, Repúblikanar eða Demókratar, muni vera með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikil spenna ríkir í síðustu kjördæmunum þar sem úrslit liggja ekki fyrir en gífurlega mikið er í húfi. Nú þegar hafa Repúblikanar tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þeir hafa náð 53 sætum gegn 45 hjá Demókrötum en hverjir sitja í tveimur sætum er óljóst, enn sem komið er. Nái Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni eru þeim allir vegir opnir næstu tvö árin, takist leiðtogum þingflokksins að halda aga meðal þingmanna, en á hinn bóginn gjóa Demókratar vonaraugum til fulltrúadeildarinnar. Þeir vonast eftir því að ná meirihluta og þannig geta haldið aftur af Donald Trump í Hvíta húsinu. Repúblikanar í aðeins betri stöðu Repúblikanar voru fyrir kosningarnar með fjögurra sæta meirihluta í fulltrúadeildinni og hefur síðasta kjörtímabil einkennst af gífurlegri óreglu í fulltrúadeildinni. Hópur verulega íhaldssamra þingmanna Repúblikanaflokksins, hefur leikið Mike Johnson, tiltölulega óreyndar forseta þingsins, mjög grátt á köflum. Sjá einnig: Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Samkvæmt AP fréttaveitunni er mögulegt að meirihluti næsta kjörtímabils, sama hvoru megin hann verður, verði mjög smár. Þá er ekki víst að ljóst verði hver flokkurinn verði með meirihluta fyrr en í næstu viku. Það er vegna þess að mörg kjördæmanna þar sem atkvæði eru ótalin eru í Kaliforníu en þar geta utankjörfundaratkvæði borist í pósti langt eftir kjördag. Einnig þykir staðan mjög jöfn í nokkrum kjördæmum í Omaha, Nebraska og Alaska. Þegar þetta er skrifað er „staðan“ í fulltrúadeildinni 210 – 198 Repúblikönum í vil. Til að mynda meirihluta þarf 218 sæti en einungis 27 sæti eru laus, ef svo má segja. Staðan þykir aðeins betri fyrir Repúblikana sökum þess að af þessum 27 lausu sætum þurfa Demókratar að vinna fimmtán en Repúblikanar bara átta, til að ná meirihluta. Vilja „koma böndum“ á alríkið. Mike Johnson segist nokkuð borubrattur um að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni og þar með fullu húsi, ef svo má segja. Með stjórn á báðum deildum þings og Hvíta húsinu segir Johnson að Repúblikanar ætli sér stóra hluti. Hann segir hundrað daga áætlun í vinnslu og að Donald Trump sé að hugsa mikið um arfleifð sína. Meðal þess sem er efst á lista Repúblikana er að fara í skattalækkanir, grípa til aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og fella niður fjölda reglugerða á alríkissviðinu. Þeir vilja einnig flytja alríkisstofnanir úr Washington DC, reka fjölda opinberra starfsmanna og ráða inn nýja með því markmiði að „koma böndum“ á alríkið, eins og Johnson hefur orðað það. Þá hefur Trump sjálfur heitið því að vísa miklum fjölda innflytjenda sem eru ólöglega í Bandaríkjunum úr landi og refsa meintum óvinum sínum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. 6. nóvember 2024 10:44 Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir enga furðu að verkalýðsstéttin hafi snúið baki við Demókrataflokknum í nýafstöðnum forseta- og þingkosningum í Bandaríkjunum. Slíkt gerist þegar flokkurinn snúi baki við verkalýðsstéttinni. 7. nóvember 2024 08:48 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Nú þegar hafa Repúblikanar tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þeir hafa náð 53 sætum gegn 45 hjá Demókrötum en hverjir sitja í tveimur sætum er óljóst, enn sem komið er. Nái Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni eru þeim allir vegir opnir næstu tvö árin, takist leiðtogum þingflokksins að halda aga meðal þingmanna, en á hinn bóginn gjóa Demókratar vonaraugum til fulltrúadeildarinnar. Þeir vonast eftir því að ná meirihluta og þannig geta haldið aftur af Donald Trump í Hvíta húsinu. Repúblikanar í aðeins betri stöðu Repúblikanar voru fyrir kosningarnar með fjögurra sæta meirihluta í fulltrúadeildinni og hefur síðasta kjörtímabil einkennst af gífurlegri óreglu í fulltrúadeildinni. Hópur verulega íhaldssamra þingmanna Repúblikanaflokksins, hefur leikið Mike Johnson, tiltölulega óreyndar forseta þingsins, mjög grátt á köflum. Sjá einnig: Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Samkvæmt AP fréttaveitunni er mögulegt að meirihluti næsta kjörtímabils, sama hvoru megin hann verður, verði mjög smár. Þá er ekki víst að ljóst verði hver flokkurinn verði með meirihluta fyrr en í næstu viku. Það er vegna þess að mörg kjördæmanna þar sem atkvæði eru ótalin eru í Kaliforníu en þar geta utankjörfundaratkvæði borist í pósti langt eftir kjördag. Einnig þykir staðan mjög jöfn í nokkrum kjördæmum í Omaha, Nebraska og Alaska. Þegar þetta er skrifað er „staðan“ í fulltrúadeildinni 210 – 198 Repúblikönum í vil. Til að mynda meirihluta þarf 218 sæti en einungis 27 sæti eru laus, ef svo má segja. Staðan þykir aðeins betri fyrir Repúblikana sökum þess að af þessum 27 lausu sætum þurfa Demókratar að vinna fimmtán en Repúblikanar bara átta, til að ná meirihluta. Vilja „koma böndum“ á alríkið. Mike Johnson segist nokkuð borubrattur um að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni og þar með fullu húsi, ef svo má segja. Með stjórn á báðum deildum þings og Hvíta húsinu segir Johnson að Repúblikanar ætli sér stóra hluti. Hann segir hundrað daga áætlun í vinnslu og að Donald Trump sé að hugsa mikið um arfleifð sína. Meðal þess sem er efst á lista Repúblikana er að fara í skattalækkanir, grípa til aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og fella niður fjölda reglugerða á alríkissviðinu. Þeir vilja einnig flytja alríkisstofnanir úr Washington DC, reka fjölda opinberra starfsmanna og ráða inn nýja með því markmiði að „koma böndum“ á alríkið, eins og Johnson hefur orðað það. Þá hefur Trump sjálfur heitið því að vísa miklum fjölda innflytjenda sem eru ólöglega í Bandaríkjunum úr landi og refsa meintum óvinum sínum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. 6. nóvember 2024 10:44 Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir enga furðu að verkalýðsstéttin hafi snúið baki við Demókrataflokknum í nýafstöðnum forseta- og þingkosningum í Bandaríkjunum. Slíkt gerist þegar flokkurinn snúi baki við verkalýðsstéttinni. 7. nóvember 2024 08:48 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11
Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. 6. nóvember 2024 10:44
Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir enga furðu að verkalýðsstéttin hafi snúið baki við Demókrataflokknum í nýafstöðnum forseta- og þingkosningum í Bandaríkjunum. Slíkt gerist þegar flokkurinn snúi baki við verkalýðsstéttinni. 7. nóvember 2024 08:48