Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 08:48 Bernie Sanders náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont í kosningunum á þriðjudag. Hann hefur setið á þinginu frá árinu 2007. AP Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir enga furðu að verkalýðsstéttin hafi snúið baki við Demókrataflokknum í nýafstöðnum forseta- og þingkosningum í Bandaríkjunum. Slíkt gerist þegar flokkurinn snúi baki við verkalýðsstéttinni. Þetta sagði Sanders í færslu á samfélagsmiðlinum X skömmu eftir að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata ávarpaði stuðningsmenn sína í Washington DC í gærkvöldi. Sanders hefur setið sem öldungadeildarþingmaður Vermont frá árinu 2007 og náði endurkjöri á þriðjudag. Hann er óháður þingmaður en hefur áður sóst eftir að verða forsetaefni Demókrata. Donald Trump vann afgerandi sigur á Demókratanum Harris í forsetakosningunum á þriðjudag og þá tryggðu Repúblikanar sér meirihluta í öldungadeildinni. Margt bendir sömuleiðis til að Repúblikanar muni halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. It should come as no great surprise that a Democratic Party which has abandoned working class people would find that the working class has abandoned them.While the Democratic leadership defends the status quo, the American people are angry and want change.And they’re right. pic.twitter.com/lM2gSJmQFL— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 6, 2024 Sanders segir alveg ljóst að gera þurfi róttækar breytingar innan Demókrataflokksins og að kosningabarátta flokksins hafi í raun verið „hörmuleg“. Fyrst hafi flokkurinn misst frá sér hvíta kjósendur með verkalýðsbakgrunn og svo hafi þeir misst frá sér svarta kjósendur og þá að rómönskum uppruna. „Á sama tíma og leiðtogar flokksins verja óbreytt ástand er bandaríska þjóðin reið og vill breytingar,“ segir Sanders. „Næstu vikurnar og mánuðina munu þau okkar sem hafa áhyggjur af grasrótarlýðræði og efnahagslegu réttlæti þurfa að eiga alvarleg, pólitísk samtöl. Fylgist með áfram.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29 „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Þetta sagði Sanders í færslu á samfélagsmiðlinum X skömmu eftir að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata ávarpaði stuðningsmenn sína í Washington DC í gærkvöldi. Sanders hefur setið sem öldungadeildarþingmaður Vermont frá árinu 2007 og náði endurkjöri á þriðjudag. Hann er óháður þingmaður en hefur áður sóst eftir að verða forsetaefni Demókrata. Donald Trump vann afgerandi sigur á Demókratanum Harris í forsetakosningunum á þriðjudag og þá tryggðu Repúblikanar sér meirihluta í öldungadeildinni. Margt bendir sömuleiðis til að Repúblikanar muni halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. It should come as no great surprise that a Democratic Party which has abandoned working class people would find that the working class has abandoned them.While the Democratic leadership defends the status quo, the American people are angry and want change.And they’re right. pic.twitter.com/lM2gSJmQFL— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 6, 2024 Sanders segir alveg ljóst að gera þurfi róttækar breytingar innan Demókrataflokksins og að kosningabarátta flokksins hafi í raun verið „hörmuleg“. Fyrst hafi flokkurinn misst frá sér hvíta kjósendur með verkalýðsbakgrunn og svo hafi þeir misst frá sér svarta kjósendur og þá að rómönskum uppruna. „Á sama tíma og leiðtogar flokksins verja óbreytt ástand er bandaríska þjóðin reið og vill breytingar,“ segir Sanders. „Næstu vikurnar og mánuðina munu þau okkar sem hafa áhyggjur af grasrótarlýðræði og efnahagslegu réttlæti þurfa að eiga alvarleg, pólitísk samtöl. Fylgist með áfram.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29 „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29
„Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30