Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 07:18 Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt land, sem breytast í appelsínugult fyrir norðan uppúr hádegi. Veðurstofan Veðurfræðingar vara við enn verra veðri í dag heldur en gert var ráð fyrir í fyrstu spám í gær. Kröpp og dýpkandi lægð, skammt suðvestur af Reykjanesi, hreyfist norður á bóginn og gengur þá á með hvassri sunnanátt eða stormi, rigningu og hlýindum, en þurrt að kalla á Norður - og Austurlandi. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um mestallt land. Á vef Veðurstofunnar segir að þegar lægðin fari skammt undan Vestfjörðum, gangi í suðvestanstorm eða -rok á norðanverðu landinu, jafn vel staðbundið ofsaveður norðvestantil, með skúrum eða éljum. Reikna megi með hríðarveðri á Vestfjörðum og Ströndum um tíma eftir hádegi og því ekkert ferðaveður á þeim slóðum. „Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt land, sem breytast í appelsínugult fyrir norðan uppúr hádegi. Talsvert hægara og dálitlar skúrir syðra, en lægir um land allt og rofar til seint í kvöld og nótt. Víða varasamt ferðaveður í dag og er fólk því hvatt til að sýna aðgát, tryggja lausamuni og helst fresta ferðalögum norðanlands síðdegis, ef hægt er. Suðaustankaldi, víða skúrir og milt veður á morgun, en yfirleitt bjartviðri og nálægt frostmarki á Norður- og Ausutrlandi. Útlit helgarinnar sveiflukennt, væta með köflum og milt á laugardag, en órólegt veður og kólnandi á sunnudag, jafnvel slydda eða snjókoma til fjalla.“ Spákort fyrir hádegi í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðlæg átt, 5-13 m/s og Sstöku skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hvessir um kvöldið og fer að rigna suðaustantil. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á laugardag: Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti víða 5 til 10 stig. Á sunnudag: Snýst í allhvassa vestanátt með rigningu eða slyddu og snjókomu til fjalla, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir stífa sunnanátt með rigningu og hlýindum. Á miðvikudag: Snýst líklega í svuðestanátt með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri. Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að þegar lægðin fari skammt undan Vestfjörðum, gangi í suðvestanstorm eða -rok á norðanverðu landinu, jafn vel staðbundið ofsaveður norðvestantil, með skúrum eða éljum. Reikna megi með hríðarveðri á Vestfjörðum og Ströndum um tíma eftir hádegi og því ekkert ferðaveður á þeim slóðum. „Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt land, sem breytast í appelsínugult fyrir norðan uppúr hádegi. Talsvert hægara og dálitlar skúrir syðra, en lægir um land allt og rofar til seint í kvöld og nótt. Víða varasamt ferðaveður í dag og er fólk því hvatt til að sýna aðgát, tryggja lausamuni og helst fresta ferðalögum norðanlands síðdegis, ef hægt er. Suðaustankaldi, víða skúrir og milt veður á morgun, en yfirleitt bjartviðri og nálægt frostmarki á Norður- og Ausutrlandi. Útlit helgarinnar sveiflukennt, væta með köflum og milt á laugardag, en órólegt veður og kólnandi á sunnudag, jafnvel slydda eða snjókoma til fjalla.“ Spákort fyrir hádegi í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðlæg átt, 5-13 m/s og Sstöku skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hvessir um kvöldið og fer að rigna suðaustantil. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á laugardag: Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti víða 5 til 10 stig. Á sunnudag: Snýst í allhvassa vestanátt með rigningu eða slyddu og snjókomu til fjalla, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir stífa sunnanátt með rigningu og hlýindum. Á miðvikudag: Snýst líklega í svuðestanátt með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri.
Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Sjá meira