Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. október 2024 21:02 Útsýnið af svölum Erlu Maríu Huttunen kennara á Spáni eftir hamfaraflóð í gærkvöld. Aðsend Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 95 hið minnsta eru látin og fjölmargra er enn leitað í Valensía-héraði eftir hamfaraflóð sem gekk yfir í gærkvöld. Filippus sjötti Spánarkonungur sagði fyrr í dag að eyðileggingin væri mikil og að hugur hans væri hjá þeim sem misst hafi nákomna í hamförunum. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg. Sást síðast við bílakjallarann „Við vorum búin að sjá einhver skilaboð og þá áttuðum við á okkur að þetta væri bara rétt hjá okkur og sáum þvílíkt mikið af vatni. Svo nokkrum mínútum seinna er þetta vatn að koma hingað. Innan við klukkutíma er þetta komið upp að hnjám.“ Þetta segir Erla María Huttunen kennari sem býr ásamt fjölskyldu sinni á því svæði sem fór hvað verst úr flóðunum. Hún tekur fram að þau fengu rafmagnið aftur á klukkan 13:00 í dag en bætir við að þau séu búin að vera vatnslaus síðan í gærkvöldi. Hún segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast við bílakjallara byggingarinnar í gær. „Því miður. Við höldum því miður það versta. Maðurinn minn og aðrir nágrannar sem voru með honum í gærkvöldi þegar þau byrjuðu að loka fyrir bílskúrinn og innganginn að blokkinni. Þeir opnuðu fyrir hlera í gólfinu ofan í bílakjallaranum. Þá var hann þar með þeim og svo bara fóru allir heim en hann sagðist ætla vera eftir en hann var ekki alveg hvað hann ætlaði að gera. Við vitum ekki meir.“ Öðrum nágranna bjargað með lökum og sængurveri Þá hafi allt verið á floti á jarðhæðinni. „Það eru nágrannar á jarðhæðinni sjálfri. Það þurfti að bjarga einni konu þar, því að vatnið var farið að ná það hátt. Hún komst ekki neitt og eina leiðin var að nágrannar sem bjuggu fyrir ofan hana á fyrstu hæðinni gátu hent til hennar einhverjum lökum eða sængurveri eða eitthvað og hún náði að komast upp þannig.“ Bílarnir gjörónýtir eftir flóðið Báðir bílar Erlu og eiginmanns hennar eru gjörónýtir. „Við vorum með einn bíl í bílakjallaranum sem er örugglega ekki mikið eftir af. Síðan erum við með annan lítinn sem að eiginmaður minn lagði hérna í næstu götu þegar hann kom heim í gær. Við héldum að við myndum alrdei finna hann. Hann var síðan á svipuðum stað en gluggarnir voru komnir niður og hann var rennandi blautur og drullugur.“ Í gær hafi bílar í götunni farið á flot og safnast saman hver ofan á öðrum. „Það sem að ég sé eru bara bílar ofan á bílum og bílar á hvolfi. Tré hér og þar, tré ofan á bílum, tré undir bílum. Ég er að horfa núna, það er bara einn, tveir, þrír, fjórir, fimm sex, það eru allavega þrjátíu bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér.“ Ástandið súrrealískt Snædís Logadóttir dýralæknanemi sem býr í um tuttugu mínútna fjarlægð frá miðbæ Valensía segir ástandið súrrealískt. „Á milli sjö og átta koma tilkynningar á hópspjallið okkar í bekknum þá er verið að senda endalaust af myndskeiðum af smábæjunum hérna í kring og hérna fyrir neðan, þar sem það var stórtjón og flóð út um allt og alveg hræðilegt að horfa á þetta. Brýr að fara í sundur og rosa mikið frá dýraathvörfum sem voru að kalla eftir hjálp.“ Viðvaranir hrönnuðust í síma Snædísar í nótt, sem hún segir hafa verið ógnvekjandi. Lestarkerfið sé í lamasessi og flest allir staðir lokaðir. „Manni líður einhvern veginn eins og maður sé í draumi og mér líður í rauninni meira í dag eins og ég eigi að undirbúa mig fyrir eitthvað hræðilegt. Kærasti minn hann æfir körfubolta þar sem að mesta tjónið að mér sýnist varð, mjög undarlegt að sjá þeta allt á floti. Hann var að fá endalaust af skilaboðum frá körfuboltaliðinu. Það er allt að flæða og lítur ekki út fyrir að við séum að fara vera hér á næstunni.“ Minnir á tíma heimsfaraldursins Hún segir ástandið í bænum hennar í dag minna mikið á tíma kórónuveirufaraldursins. „Það er mjög undarleg stemmning yfir öllum. Maður finnur að það liggur ákveðinn þungi yfir bænum í dag. Það eru allir mjög rólegir og yfirvegaðir og í svolitlu áfalli held ég. Um sjö í morgun kom tilkynning þar sem fólk var beðið um að halda sig heima. Yfirvöld í Valensía gáfu út að allt yrði lagt niður í dag, það yrði engin skólastarfsemi í dag. Eins og er er fólk að fara í matvörubúðir og hamstra vatn til öryggis og byrgja sig inni. Pínu Covid-stemmning yfir þessu öllu saman.“ @vickyciliberto5 Asi esta un Mercadona en Valencia capital ahora mismo 😱 #valencia #inundaciones #mercadona #super ♬ 321GO - The Mondays & LiTTiE Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
95 hið minnsta eru látin og fjölmargra er enn leitað í Valensía-héraði eftir hamfaraflóð sem gekk yfir í gærkvöld. Filippus sjötti Spánarkonungur sagði fyrr í dag að eyðileggingin væri mikil og að hugur hans væri hjá þeim sem misst hafi nákomna í hamförunum. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg. Sást síðast við bílakjallarann „Við vorum búin að sjá einhver skilaboð og þá áttuðum við á okkur að þetta væri bara rétt hjá okkur og sáum þvílíkt mikið af vatni. Svo nokkrum mínútum seinna er þetta vatn að koma hingað. Innan við klukkutíma er þetta komið upp að hnjám.“ Þetta segir Erla María Huttunen kennari sem býr ásamt fjölskyldu sinni á því svæði sem fór hvað verst úr flóðunum. Hún tekur fram að þau fengu rafmagnið aftur á klukkan 13:00 í dag en bætir við að þau séu búin að vera vatnslaus síðan í gærkvöldi. Hún segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast við bílakjallara byggingarinnar í gær. „Því miður. Við höldum því miður það versta. Maðurinn minn og aðrir nágrannar sem voru með honum í gærkvöldi þegar þau byrjuðu að loka fyrir bílskúrinn og innganginn að blokkinni. Þeir opnuðu fyrir hlera í gólfinu ofan í bílakjallaranum. Þá var hann þar með þeim og svo bara fóru allir heim en hann sagðist ætla vera eftir en hann var ekki alveg hvað hann ætlaði að gera. Við vitum ekki meir.“ Öðrum nágranna bjargað með lökum og sængurveri Þá hafi allt verið á floti á jarðhæðinni. „Það eru nágrannar á jarðhæðinni sjálfri. Það þurfti að bjarga einni konu þar, því að vatnið var farið að ná það hátt. Hún komst ekki neitt og eina leiðin var að nágrannar sem bjuggu fyrir ofan hana á fyrstu hæðinni gátu hent til hennar einhverjum lökum eða sængurveri eða eitthvað og hún náði að komast upp þannig.“ Bílarnir gjörónýtir eftir flóðið Báðir bílar Erlu og eiginmanns hennar eru gjörónýtir. „Við vorum með einn bíl í bílakjallaranum sem er örugglega ekki mikið eftir af. Síðan erum við með annan lítinn sem að eiginmaður minn lagði hérna í næstu götu þegar hann kom heim í gær. Við héldum að við myndum alrdei finna hann. Hann var síðan á svipuðum stað en gluggarnir voru komnir niður og hann var rennandi blautur og drullugur.“ Í gær hafi bílar í götunni farið á flot og safnast saman hver ofan á öðrum. „Það sem að ég sé eru bara bílar ofan á bílum og bílar á hvolfi. Tré hér og þar, tré ofan á bílum, tré undir bílum. Ég er að horfa núna, það er bara einn, tveir, þrír, fjórir, fimm sex, það eru allavega þrjátíu bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér.“ Ástandið súrrealískt Snædís Logadóttir dýralæknanemi sem býr í um tuttugu mínútna fjarlægð frá miðbæ Valensía segir ástandið súrrealískt. „Á milli sjö og átta koma tilkynningar á hópspjallið okkar í bekknum þá er verið að senda endalaust af myndskeiðum af smábæjunum hérna í kring og hérna fyrir neðan, þar sem það var stórtjón og flóð út um allt og alveg hræðilegt að horfa á þetta. Brýr að fara í sundur og rosa mikið frá dýraathvörfum sem voru að kalla eftir hjálp.“ Viðvaranir hrönnuðust í síma Snædísar í nótt, sem hún segir hafa verið ógnvekjandi. Lestarkerfið sé í lamasessi og flest allir staðir lokaðir. „Manni líður einhvern veginn eins og maður sé í draumi og mér líður í rauninni meira í dag eins og ég eigi að undirbúa mig fyrir eitthvað hræðilegt. Kærasti minn hann æfir körfubolta þar sem að mesta tjónið að mér sýnist varð, mjög undarlegt að sjá þeta allt á floti. Hann var að fá endalaust af skilaboðum frá körfuboltaliðinu. Það er allt að flæða og lítur ekki út fyrir að við séum að fara vera hér á næstunni.“ Minnir á tíma heimsfaraldursins Hún segir ástandið í bænum hennar í dag minna mikið á tíma kórónuveirufaraldursins. „Það er mjög undarleg stemmning yfir öllum. Maður finnur að það liggur ákveðinn þungi yfir bænum í dag. Það eru allir mjög rólegir og yfirvegaðir og í svolitlu áfalli held ég. Um sjö í morgun kom tilkynning þar sem fólk var beðið um að halda sig heima. Yfirvöld í Valensía gáfu út að allt yrði lagt niður í dag, það yrði engin skólastarfsemi í dag. Eins og er er fólk að fara í matvörubúðir og hamstra vatn til öryggis og byrgja sig inni. Pínu Covid-stemmning yfir þessu öllu saman.“ @vickyciliberto5 Asi esta un Mercadona en Valencia capital ahora mismo 😱 #valencia #inundaciones #mercadona #super ♬ 321GO - The Mondays & LiTTiE
Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira