Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 10:32 Rodri var besti leikmaður heims á síðustu leiktíð en ekki einn af átta bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Carl Recine Rodri fékk í gær Gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti knattspyrnumaður ársins. Spænski miðjumaðurinn átti magnað ár og hafði betur í baráttunni við Vinícius Júnior. Rodri varð enskur meistari með Manchester City og svo Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Hann varð aftur á móti fyrir því óláni að slíta krossband í byrjun þessarar leiktíðar. Rodri tók því við við Gullhnettinum á hækjum. Vinícius Júnior og félagar hans í Real Madrid voru sannfærðir um sigur síns manns og fóru í fýlu þegar þeir fréttu af úrslitunum. Ákváðu þeir þá að skrópa á hófið. Rodri hefur lengi verið í hópi allra bestu miðjumanna heims og síðustu ár hafa verið frábær hjá honum. Mörgum þykir líka kominn tími til að einhver annar en framherji fá verðlaun sem þessi. Það er jafnframt mjög athyglisvert að sá besti í heimi á síðasta ári var ekki einu sinni tilnefndur sem einn af besti leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Leikmennirnir sem voru tilnefndir sem besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð voru nefnilega eftirtaldir: Phil Foden (Man City), Erling Haaland (Man City), Alexander Isak (Newcastle), Martin Ödegaard (Arsenal), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal), Virgil van Dijk (Liverpool) og Ollie Watkins (Aston Villa). Rodri var því ekki meðal átta bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar og bara sá þriðji besti í sínu liði á eftir þeim Foden og Haaland. Hann fékk samt að fara með Gullhnöttinn heim í stofu. Það var síðan Phil Foden sem var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann endaði í ellefta sæti í kjörinu um Gullhnöttinn. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira
Rodri varð enskur meistari með Manchester City og svo Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Hann varð aftur á móti fyrir því óláni að slíta krossband í byrjun þessarar leiktíðar. Rodri tók því við við Gullhnettinum á hækjum. Vinícius Júnior og félagar hans í Real Madrid voru sannfærðir um sigur síns manns og fóru í fýlu þegar þeir fréttu af úrslitunum. Ákváðu þeir þá að skrópa á hófið. Rodri hefur lengi verið í hópi allra bestu miðjumanna heims og síðustu ár hafa verið frábær hjá honum. Mörgum þykir líka kominn tími til að einhver annar en framherji fá verðlaun sem þessi. Það er jafnframt mjög athyglisvert að sá besti í heimi á síðasta ári var ekki einu sinni tilnefndur sem einn af besti leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Leikmennirnir sem voru tilnefndir sem besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð voru nefnilega eftirtaldir: Phil Foden (Man City), Erling Haaland (Man City), Alexander Isak (Newcastle), Martin Ödegaard (Arsenal), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal), Virgil van Dijk (Liverpool) og Ollie Watkins (Aston Villa). Rodri var því ekki meðal átta bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar og bara sá þriðji besti í sínu liði á eftir þeim Foden og Haaland. Hann fékk samt að fara með Gullhnöttinn heim í stofu. Það var síðan Phil Foden sem var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann endaði í ellefta sæti í kjörinu um Gullhnöttinn. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira