Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 08:50 Það var ekki bjart yfir Shigeru Ishiba forsætisráðherra Japans þegar hann ræddi við blaðamenn um úrslit þingkosninganna í gær. AP/Kyodo News Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. Frjálslyndi lýðræðisflokkur (LDP), sem hefur verið við völd nánast óslitið frá 1955, hefur átt í vök að verjast vegna fjármálahneykslismála undanfarið. Hneykslið er talið ástæða þess að samsteypustjórn Ishiba og Komeito-flokksins tapaði 64 þingsætum og meirihluta í neðri deild japanska þingsins í kosningunum um helgina. Það eru verstu úrslit stjórnarinnar frá því að hún tapaði völdum til skamms tíma árið 2009, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrslitin gætu þvingað Ishiba til þess að finna þriðja flokkinn til að taka inn í samsteypustjórnina. Hann segir að LDP ætli áfram að leiða samsteypustjórn og sé opinn fyrir því að vinna með stjórnarandstöðuflokkum. „Til þessa hafa úrslitin verið afar slæm og við tökum þeim mjög alvarlega. Ég tel að kjósendur séu að segja okkur að líta meira inn á við og að verða flokkur sem uppfyllir væntingar þeirra,“ sagði Ishiba við ríkisútvarpið NHK í gærkvöldi. Ishiba tók við embætti forsætisráðherra 1. október og boðaði strax til kosningana í von um að endurnýja umboð stjórnarinnar eftir að Fumio Kishida, forvera hans í embætti, mistókst að lægja öldurnar eftir hneykslismálin. Hátt settir þingmenn og ráðherrar frá LDP urðu uppvísir að því að stinga undan ágóða úr fjáröflun flokksins. Í sumum tilfellum fengu fulltrúar flokksins jafnvirði milljóna króna í eigin vasa án þessa að greiða af þeim skatt. Þessar leynilegu og ólöglegu sporslur mæltust sérstaklega illa fyrir hjá almenningi sem glímir nú við verðbólgu, dýrtíð og stöðnuð laun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Japan Tengdar fréttir Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Frjálslyndi lýðræðisflokkur (LDP), sem hefur verið við völd nánast óslitið frá 1955, hefur átt í vök að verjast vegna fjármálahneykslismála undanfarið. Hneykslið er talið ástæða þess að samsteypustjórn Ishiba og Komeito-flokksins tapaði 64 þingsætum og meirihluta í neðri deild japanska þingsins í kosningunum um helgina. Það eru verstu úrslit stjórnarinnar frá því að hún tapaði völdum til skamms tíma árið 2009, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrslitin gætu þvingað Ishiba til þess að finna þriðja flokkinn til að taka inn í samsteypustjórnina. Hann segir að LDP ætli áfram að leiða samsteypustjórn og sé opinn fyrir því að vinna með stjórnarandstöðuflokkum. „Til þessa hafa úrslitin verið afar slæm og við tökum þeim mjög alvarlega. Ég tel að kjósendur séu að segja okkur að líta meira inn á við og að verða flokkur sem uppfyllir væntingar þeirra,“ sagði Ishiba við ríkisútvarpið NHK í gærkvöldi. Ishiba tók við embætti forsætisráðherra 1. október og boðaði strax til kosningana í von um að endurnýja umboð stjórnarinnar eftir að Fumio Kishida, forvera hans í embætti, mistókst að lægja öldurnar eftir hneykslismálin. Hátt settir þingmenn og ráðherrar frá LDP urðu uppvísir að því að stinga undan ágóða úr fjáröflun flokksins. Í sumum tilfellum fengu fulltrúar flokksins jafnvirði milljóna króna í eigin vasa án þessa að greiða af þeim skatt. Þessar leynilegu og ólöglegu sporslur mæltust sérstaklega illa fyrir hjá almenningi sem glímir nú við verðbólgu, dýrtíð og stöðnuð laun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Japan Tengdar fréttir Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52