Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2024 07:52 Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum og setið á japanska þinginu frá 1986. EPA Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. Breska ríkisútvarpið segir frá því að aldrei áður hafi jafn margir, eða níu, sóst eftir því að verða formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins sem hefur haft tögl og haldir í japönskum stjórnmálum allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þingi er ljóst að nýr formaður flokksins verður jafnframt næsti forsætisráðherra. Þetta er í fimmta sinn sem hinn 67 ára Ishiba gerir atlögu að formannsembættinu í flokknum, en hann mun nú taka við forsætisráðherraembættinu næstkomandi þriðjudag. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Sanae Takaichi var mjög náinn samstarfskona forsætisráðherrans fyrrverandi, Shinzo Abe, sem ráðinn var af dögum 2022.EPA Formannskjörið fór fram í tveimur umferðum þar sem kosið var milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni í þeirri síðari. Kosið var milli Ishiba og hinnar 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferðinni, en hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins. Hún hefur farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast ráðherra efnahagsmála, og þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Ishiba þykir hins vegar um margt frjálslyndur stjórnmálamaður og hefur meðal annars talað því að konur ættu að geta verið Japanskeistarar, ólíkt Takaichi. Málið er mjög umdeilt í Japan og innan Frjálslynda lýðræðisflokksins þar sem stór hluti er andvígur slíkri breytingu. Japan Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir frá því að aldrei áður hafi jafn margir, eða níu, sóst eftir því að verða formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins sem hefur haft tögl og haldir í japönskum stjórnmálum allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þingi er ljóst að nýr formaður flokksins verður jafnframt næsti forsætisráðherra. Þetta er í fimmta sinn sem hinn 67 ára Ishiba gerir atlögu að formannsembættinu í flokknum, en hann mun nú taka við forsætisráðherraembættinu næstkomandi þriðjudag. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Sanae Takaichi var mjög náinn samstarfskona forsætisráðherrans fyrrverandi, Shinzo Abe, sem ráðinn var af dögum 2022.EPA Formannskjörið fór fram í tveimur umferðum þar sem kosið var milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni í þeirri síðari. Kosið var milli Ishiba og hinnar 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferðinni, en hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins. Hún hefur farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast ráðherra efnahagsmála, og þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Ishiba þykir hins vegar um margt frjálslyndur stjórnmálamaður og hefur meðal annars talað því að konur ættu að geta verið Japanskeistarar, ólíkt Takaichi. Málið er mjög umdeilt í Japan og innan Frjálslynda lýðræðisflokksins þar sem stór hluti er andvígur slíkri breytingu.
Japan Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12