Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 11:53 Verðlag hefur hækkað mjög í Rússlandi á milli ára. AP/Dmitri Lovetsky Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. Moscow Times segir sérfræðinga hafa búist við eins prósentustigs hækkun, þar sem verðbólga er enn mjög mikil og vaxandi í Rússlandi, en að tvö prósentustig hafi komið á óvart. Stýrivextir hafa ítrekað verið hækkaðir á þessu ári. Þá segir stjórnin þörf á frekari aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá stjórn seðlabankans segir einnig að atvinnuleysi sé gífurlega lítið og að víða í hagkerfinu sé skortur á vinnuafli. Laun hafi því hækkað umfram framleiðni. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafa stýrivextir ekki verið hærri í Rússlandi frá árinu 2013. Þeir voru tuttugu prósent í febrúar 2022. Næsta ákvörðun um stýrivexti verður tekin í desember og er mögulegt að vextirnir verði hækkaðir enn meira þá. Russia's Central Bank hikes its key rate to 21%.It's the highest rate of the Putin era.https://t.co/PuptHPoM9v pic.twitter.com/DpD0NpsqiA— Janis Kluge (@jakluge) October 25, 2024 Hærri stýrivextir ólíklegir til árangurs Verðlag í Rússlandi hækkaði um 9,8 prósent í september, borið saman við september í fyrra, en í ágúst var sama hækkun 7,5 prósent. Verðbólga var 9,1 prósent í september og 7,7 prósent í ágúst. Rússland hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar í Úkraínu og á sama tíma hafa útgjöld til varnarmála og hergagnaframleiðslu aukist til muna. Áætlað er að útgjöldin þetta árið verði nærri því níu prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands á, sem er hlutfall sem hefur ekki sést frá dögum Sovétríkjanna, samkvæmt frétt Moscow Times. Þá hefur miðilinn eftir sérfræðingum að þar sem aukin eyðsla er að svo miklu leyti keyrð áfram af ríkinu, sem er ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir, séu vextirnir ekki mjög skilvirkt tól gegn verðbólgu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Moscow Times segir sérfræðinga hafa búist við eins prósentustigs hækkun, þar sem verðbólga er enn mjög mikil og vaxandi í Rússlandi, en að tvö prósentustig hafi komið á óvart. Stýrivextir hafa ítrekað verið hækkaðir á þessu ári. Þá segir stjórnin þörf á frekari aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá stjórn seðlabankans segir einnig að atvinnuleysi sé gífurlega lítið og að víða í hagkerfinu sé skortur á vinnuafli. Laun hafi því hækkað umfram framleiðni. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafa stýrivextir ekki verið hærri í Rússlandi frá árinu 2013. Þeir voru tuttugu prósent í febrúar 2022. Næsta ákvörðun um stýrivexti verður tekin í desember og er mögulegt að vextirnir verði hækkaðir enn meira þá. Russia's Central Bank hikes its key rate to 21%.It's the highest rate of the Putin era.https://t.co/PuptHPoM9v pic.twitter.com/DpD0NpsqiA— Janis Kluge (@jakluge) October 25, 2024 Hærri stýrivextir ólíklegir til árangurs Verðlag í Rússlandi hækkaði um 9,8 prósent í september, borið saman við september í fyrra, en í ágúst var sama hækkun 7,5 prósent. Verðbólga var 9,1 prósent í september og 7,7 prósent í ágúst. Rússland hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar í Úkraínu og á sama tíma hafa útgjöld til varnarmála og hergagnaframleiðslu aukist til muna. Áætlað er að útgjöldin þetta árið verði nærri því níu prósent af vergri landsframleiðslu Rússlands á, sem er hlutfall sem hefur ekki sést frá dögum Sovétríkjanna, samkvæmt frétt Moscow Times. Þá hefur miðilinn eftir sérfræðingum að þar sem aukin eyðsla er að svo miklu leyti keyrð áfram af ríkinu, sem er ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir, séu vextirnir ekki mjög skilvirkt tól gegn verðbólgu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44
Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25. október 2024 06:53
Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03