Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2024 09:03 Bidzina Ivanishvili ávarpaði kosningafund Georgíska draumsins í gær. Hann sést sjaldan opinberlega en er talinn halda um valdaþræði á bak við tjöldin í Georgíu. Vísir/EPA Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. Hörð barátta á sér nú stað í Georgíu um framtíðarstefnu landsins. Georgía fékk stöðu umsóknarríkis um Evrópusambandsaðild í fyrra en samskipti georgísku ríkisstjórnarinnar undir forystu Georgíska draumsins við sambandið hefur hrakað mjög að undanförnu. Sérstaklega voru það lög um útsendara erlendra ríkja sem eru í anda rússneskra laga hefur verið beitt til þess að bæla niður gagnrýnisraddir á stjórnvöld sem mældust illa fyrir hjá vestrænum bandamönnum Georgíu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, var hluti af sendinefnd frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, og ávarpaði mótmælendur laganna umdeildu í Tblisi í maí. Á móti stjórninni stendur Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, en embætti hennar er að mestu leyti táknrænt. Hún hefur verið ötull talsmaður Evrópusambandsaðildar landsins og reyndi að beita neitunarvaldi gegn „rússnesku lögunum“ eins og þau voru nefnd. Aukin harka virðist hafa færst í baráttu andstæðra póla. Bidzina Ivanishvili, auðkýfingurinn sem stofnaði Georgíska drauminn og fyrrverandi forsætisráðherra, hét því á kosningafundi í Tblisi í gær að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar fyrir „stríðsglæpi“ sem hún ætti að hafa framið gegn þjóðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Hann tilgreindi þó ekki hverjir þeir meintu glæpir ættu að vera. Ivanishvili hefur áður hótað að láta banna stjórnarandstöðuna. Milljarðamæringurinn hefur áður sakað vestræn ríki um að reyna egna til átaka á milli Georgíu og Rússlands. Georgíski draumurinn mælist enn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum þótt fylgi hans sé ekki í sömu hæðum og þegar hann hlaut tæpan helming atkvæða og nauman þingmeirihluta. Georgía Utanríkismál Tengdar fréttir Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Hörð barátta á sér nú stað í Georgíu um framtíðarstefnu landsins. Georgía fékk stöðu umsóknarríkis um Evrópusambandsaðild í fyrra en samskipti georgísku ríkisstjórnarinnar undir forystu Georgíska draumsins við sambandið hefur hrakað mjög að undanförnu. Sérstaklega voru það lög um útsendara erlendra ríkja sem eru í anda rússneskra laga hefur verið beitt til þess að bæla niður gagnrýnisraddir á stjórnvöld sem mældust illa fyrir hjá vestrænum bandamönnum Georgíu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, var hluti af sendinefnd frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, og ávarpaði mótmælendur laganna umdeildu í Tblisi í maí. Á móti stjórninni stendur Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, en embætti hennar er að mestu leyti táknrænt. Hún hefur verið ötull talsmaður Evrópusambandsaðildar landsins og reyndi að beita neitunarvaldi gegn „rússnesku lögunum“ eins og þau voru nefnd. Aukin harka virðist hafa færst í baráttu andstæðra póla. Bidzina Ivanishvili, auðkýfingurinn sem stofnaði Georgíska drauminn og fyrrverandi forsætisráðherra, hét því á kosningafundi í Tblisi í gær að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar fyrir „stríðsglæpi“ sem hún ætti að hafa framið gegn þjóðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Hann tilgreindi þó ekki hverjir þeir meintu glæpir ættu að vera. Ivanishvili hefur áður hótað að láta banna stjórnarandstöðuna. Milljarðamæringurinn hefur áður sakað vestræn ríki um að reyna egna til átaka á milli Georgíu og Rússlands. Georgíski draumurinn mælist enn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum þótt fylgi hans sé ekki í sömu hæðum og þegar hann hlaut tæpan helming atkvæða og nauman þingmeirihluta.
Georgía Utanríkismál Tengdar fréttir Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32