Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2024 09:03 Bidzina Ivanishvili ávarpaði kosningafund Georgíska draumsins í gær. Hann sést sjaldan opinberlega en er talinn halda um valdaþræði á bak við tjöldin í Georgíu. Vísir/EPA Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. Hörð barátta á sér nú stað í Georgíu um framtíðarstefnu landsins. Georgía fékk stöðu umsóknarríkis um Evrópusambandsaðild í fyrra en samskipti georgísku ríkisstjórnarinnar undir forystu Georgíska draumsins við sambandið hefur hrakað mjög að undanförnu. Sérstaklega voru það lög um útsendara erlendra ríkja sem eru í anda rússneskra laga hefur verið beitt til þess að bæla niður gagnrýnisraddir á stjórnvöld sem mældust illa fyrir hjá vestrænum bandamönnum Georgíu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, var hluti af sendinefnd frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, og ávarpaði mótmælendur laganna umdeildu í Tblisi í maí. Á móti stjórninni stendur Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, en embætti hennar er að mestu leyti táknrænt. Hún hefur verið ötull talsmaður Evrópusambandsaðildar landsins og reyndi að beita neitunarvaldi gegn „rússnesku lögunum“ eins og þau voru nefnd. Aukin harka virðist hafa færst í baráttu andstæðra póla. Bidzina Ivanishvili, auðkýfingurinn sem stofnaði Georgíska drauminn og fyrrverandi forsætisráðherra, hét því á kosningafundi í Tblisi í gær að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar fyrir „stríðsglæpi“ sem hún ætti að hafa framið gegn þjóðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Hann tilgreindi þó ekki hverjir þeir meintu glæpir ættu að vera. Ivanishvili hefur áður hótað að láta banna stjórnarandstöðuna. Milljarðamæringurinn hefur áður sakað vestræn ríki um að reyna egna til átaka á milli Georgíu og Rússlands. Georgíski draumurinn mælist enn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum þótt fylgi hans sé ekki í sömu hæðum og þegar hann hlaut tæpan helming atkvæða og nauman þingmeirihluta. Georgía Utanríkismál Tengdar fréttir Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Hörð barátta á sér nú stað í Georgíu um framtíðarstefnu landsins. Georgía fékk stöðu umsóknarríkis um Evrópusambandsaðild í fyrra en samskipti georgísku ríkisstjórnarinnar undir forystu Georgíska draumsins við sambandið hefur hrakað mjög að undanförnu. Sérstaklega voru það lög um útsendara erlendra ríkja sem eru í anda rússneskra laga hefur verið beitt til þess að bæla niður gagnrýnisraddir á stjórnvöld sem mældust illa fyrir hjá vestrænum bandamönnum Georgíu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, var hluti af sendinefnd frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, og ávarpaði mótmælendur laganna umdeildu í Tblisi í maí. Á móti stjórninni stendur Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, en embætti hennar er að mestu leyti táknrænt. Hún hefur verið ötull talsmaður Evrópusambandsaðildar landsins og reyndi að beita neitunarvaldi gegn „rússnesku lögunum“ eins og þau voru nefnd. Aukin harka virðist hafa færst í baráttu andstæðra póla. Bidzina Ivanishvili, auðkýfingurinn sem stofnaði Georgíska drauminn og fyrrverandi forsætisráðherra, hét því á kosningafundi í Tblisi í gær að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar fyrir „stríðsglæpi“ sem hún ætti að hafa framið gegn þjóðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Hann tilgreindi þó ekki hverjir þeir meintu glæpir ættu að vera. Ivanishvili hefur áður hótað að láta banna stjórnarandstöðuna. Milljarðamæringurinn hefur áður sakað vestræn ríki um að reyna egna til átaka á milli Georgíu og Rússlands. Georgíski draumurinn mælist enn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum þótt fylgi hans sé ekki í sömu hæðum og þegar hann hlaut tæpan helming atkvæða og nauman þingmeirihluta.
Georgía Utanríkismál Tengdar fréttir Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32