Tókst á við einmanaleikann með vinnu í Valsheimilinu Valur Páll Eiríksson skrifar 25. október 2024 08:55 Birkir Már Sævarsson skilur sáttur við ferilinn á morgun. Hann flýgur beint til fjölskyldunnar í Svíþjóð eftir helgi. Vísir/Einar Eftir grasekkilslíf og húsvarðastörf samhliða fótboltanum síðustu mánuði hlakkar Birki Má Sævarsson til tímamóta helgarinnar þegar hann leikur sinn síðasta leik fyrir Val. Við tekur strangheiðarleg atvinnuleit í Stokkhólmi strax eftir helgi. Valur mætir ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 16:15 að Hlíðarenda á morgun. Það verður 314. og síðasti leikur Birkis fyrri Valsmenn. Birkir Már er 39 ára gamall og spilaði fyrstu deildarleikina fyrir Val fyrir tuttugu árum síðan. Síðan þá hefur hann spilað yfir hundrað landsleiki og á að baki áratug í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð. Hann íhugaði að hætta í fyrra en segir þetta nú komið gott. Janfvel þó bróðir hans, Aron Elí Sævarsson, sé á leið í Bestu deildina sem fyrirliði Aftureldingar á næsta ári. „Ég náttúrulega spilaði á móti honum í sumar [í Mjólkurbikarnum] og vann hann. Þannig að það er fínt að hafa það bara einn leik og einn sigur og gefa honum ekkert séns á að breyta því neitt. Ég er búinn að ákveða fyrir svolitlu síðan að þetta sé síðasta tímabilið. Hann fær ekki ósk sína uppfyllta að fá að vinna mig. Ég hætti á toppnum hvað það varðar,“ segir Birkir Már léttur. Keyptu sama húsið í Stokkhólmi Ástæða þess að Birkir íhugaði að hætta fyrir tímabilið í ár er sú að fjölskylda hans flutti aftur til Stokkhólms í desember í fyrra. Þau hjónin Birkir og Stefanía ákváðu að slá til þegar húsið sem þau höfðu búið í tæpum áratugi fyrr - þegar Birkir Már lék með Hammarby í Stokkhólmi - var sett á sölu. „Þegar við vorum farin að tala um þetta að flytja út þá dúkkaði húsið okkar gamla upp hjá fasteignasölunni úti. Ætli við höfum ekki tekið því sem einhverju merki um að það væri kominn tími til að fara aftur út núna,“ segir Birkir Már. Konan er úti í Svíþjóð með börnin. Hefur þetta ekki verið einmanalegt líf hér á klakanum? „Þetta er búið að vera hundleiðinlegt. Ég er vanur því að vera á fullri ferð allan daginn með strákana í fótbolta og handbolta út um allt. Þetta er búið að vera hálfeinmanalegt. En í staðinn fékk ég mér vinnu hérna í Valsheimilinu og er búinn að vera að hanga hérna alla daga, í stað þess að hanga heima,“ segir Birkir Már. Þvær æfingafatnað liðsfélaganna Það tekur því við vakt í Valsheimilinu strax að æfingum loknum. „Mér finnst þetta mjög fínt. Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég fer í þvottahúsið að þvo æfingafötin af strákunum í staðinn fyrir að fara heim að horfa á sjónvarpið,“ segir Birkir Már. Eftir grasekkilslíf sumarsins hlakkar Birki því til að skjótast til Stokkhólms þar sem strangheiðarleg atvinnuleit tekur við. „Ég á flug bara á mánudagsmorgun. Ég klára það sem ég þarf að gera á sunnudaginn og ætla að drífa mig til fjölskyldunnar á mánudaginn og fara að leita mér að vinnu eins og venjulegt fólk gerir,“ segir Birkir Már að endingu. Valur þarf að forðast tap í leiknum við ÍA á morgun til að tryggja Evrópusæti en Valsmenn eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna sem er í fjórða sæti og mætir FH. Aðeins efstu þrjú veita keppnisrétt í Evrópu að ári. Leikir Vals og ÍA og FH við Stjörnuna hefjast klukkan 16:15 á morgun og verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Valur Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
Valur mætir ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 16:15 að Hlíðarenda á morgun. Það verður 314. og síðasti leikur Birkis fyrri Valsmenn. Birkir Már er 39 ára gamall og spilaði fyrstu deildarleikina fyrir Val fyrir tuttugu árum síðan. Síðan þá hefur hann spilað yfir hundrað landsleiki og á að baki áratug í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð. Hann íhugaði að hætta í fyrra en segir þetta nú komið gott. Janfvel þó bróðir hans, Aron Elí Sævarsson, sé á leið í Bestu deildina sem fyrirliði Aftureldingar á næsta ári. „Ég náttúrulega spilaði á móti honum í sumar [í Mjólkurbikarnum] og vann hann. Þannig að það er fínt að hafa það bara einn leik og einn sigur og gefa honum ekkert séns á að breyta því neitt. Ég er búinn að ákveða fyrir svolitlu síðan að þetta sé síðasta tímabilið. Hann fær ekki ósk sína uppfyllta að fá að vinna mig. Ég hætti á toppnum hvað það varðar,“ segir Birkir Már léttur. Keyptu sama húsið í Stokkhólmi Ástæða þess að Birkir íhugaði að hætta fyrir tímabilið í ár er sú að fjölskylda hans flutti aftur til Stokkhólms í desember í fyrra. Þau hjónin Birkir og Stefanía ákváðu að slá til þegar húsið sem þau höfðu búið í tæpum áratugi fyrr - þegar Birkir Már lék með Hammarby í Stokkhólmi - var sett á sölu. „Þegar við vorum farin að tala um þetta að flytja út þá dúkkaði húsið okkar gamla upp hjá fasteignasölunni úti. Ætli við höfum ekki tekið því sem einhverju merki um að það væri kominn tími til að fara aftur út núna,“ segir Birkir Már. Konan er úti í Svíþjóð með börnin. Hefur þetta ekki verið einmanalegt líf hér á klakanum? „Þetta er búið að vera hundleiðinlegt. Ég er vanur því að vera á fullri ferð allan daginn með strákana í fótbolta og handbolta út um allt. Þetta er búið að vera hálfeinmanalegt. En í staðinn fékk ég mér vinnu hérna í Valsheimilinu og er búinn að vera að hanga hérna alla daga, í stað þess að hanga heima,“ segir Birkir Már. Þvær æfingafatnað liðsfélaganna Það tekur því við vakt í Valsheimilinu strax að æfingum loknum. „Mér finnst þetta mjög fínt. Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég fer í þvottahúsið að þvo æfingafötin af strákunum í staðinn fyrir að fara heim að horfa á sjónvarpið,“ segir Birkir Már. Eftir grasekkilslíf sumarsins hlakkar Birki því til að skjótast til Stokkhólms þar sem strangheiðarleg atvinnuleit tekur við. „Ég á flug bara á mánudagsmorgun. Ég klára það sem ég þarf að gera á sunnudaginn og ætla að drífa mig til fjölskyldunnar á mánudaginn og fara að leita mér að vinnu eins og venjulegt fólk gerir,“ segir Birkir Már að endingu. Valur þarf að forðast tap í leiknum við ÍA á morgun til að tryggja Evrópusæti en Valsmenn eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna sem er í fjórða sæti og mætir FH. Aðeins efstu þrjú veita keppnisrétt í Evrópu að ári. Leikir Vals og ÍA og FH við Stjörnuna hefjast klukkan 16:15 á morgun og verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport.
Valur Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira