Slot skýrir stöðu Chiesa: „Ég vorkenni honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 17:31 Chiesa hefur aðeins spilað í 78 mínútur fyrir Rauða herinn frá skiptum hans í sumar. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Arne Slot sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðs hans Liverpool við RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skýrði út stöðu Ítalans Federico Chiesa hjá liðinu. Chiesa hefur verið inn og út úr hóp hjá enska liðinu frá skiptum hans til Bítlaborgarinnar í sumar. Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool frá því að félagið keypti hann frá Juventus á Ítalíu í sumar. Þar var hann úti í kuldanum hjá Thiago Motta, sem tók við Túrínarfélaginu í sumar, og æfði lítið með liðinu á undirbúningstímabilinu. Slot segir það skýra stöðu Ítalans, að mestu. „Hann missti af heilu undirbúningstímabili, ég sagði þetta margoft. Hann er að fara í deild þar sem hraðinn er jafnvel meiri en í ítölsku deildinni. Við erum búnir að mæta ítölsku liðunum tveimur svo ég get sagt þetta núna,“ sagði Slot á blaðamannafundi í aðdraganda leik Liverpool við Leipzig í kvöld. Slot stýrir sínum mönnum gegn Leipzig í kvöld. Óvíst er hvort Chiesa verði í leikmannahópnum en hann var utan hóps gegn Chelsea í deildinni um helgina.Carl Recine/Getty Images „Þannig að það gerir það erfitt fyrir hann að stíga skrefið í átt að því formi og hraða sem restin af liðinu er á í augnablikinu. Það hefur ekki svo mikið með ítölsku deildina eða ensku úrvalsdeildina að gera. Það hefur meira að gera með að hann missir af heilu undirbúningstímabili og það er svo erfitt fyrir alla leikmenn – þegar leikirnir eru svona reglulega – að byggja þá upp í átt að því stigi sem aðrir leikmenn eru á,“ segir Slot. Hann finnur til með Chiesa vegna þess eltingaleiks sem hann sé lentur í. Slot vonast þó til að hann komist á stig annarra leikmanna og þá sé tímabil eftir þetta. „Það eru mikil vonbrigði fyrir hann að hann sé að fara inn og út af æfingum ítrekað. Ég vorkenni honum,“ segir Slot og bætir við: „En hann skrifaði undir langtímasamning svo við munum sjá hvað hann færir okkur. Í augnablikinu, því miður fyrir hann, hefur hann aðeins verið einu sinni eða tvisvar í hópnum og ekki meira en það.“ Leikur Liverpool og Leipzig er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Honum verður einnig fylgt eftir í beinni í Meistaradeildarmessunni, ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins, sem hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool frá því að félagið keypti hann frá Juventus á Ítalíu í sumar. Þar var hann úti í kuldanum hjá Thiago Motta, sem tók við Túrínarfélaginu í sumar, og æfði lítið með liðinu á undirbúningstímabilinu. Slot segir það skýra stöðu Ítalans, að mestu. „Hann missti af heilu undirbúningstímabili, ég sagði þetta margoft. Hann er að fara í deild þar sem hraðinn er jafnvel meiri en í ítölsku deildinni. Við erum búnir að mæta ítölsku liðunum tveimur svo ég get sagt þetta núna,“ sagði Slot á blaðamannafundi í aðdraganda leik Liverpool við Leipzig í kvöld. Slot stýrir sínum mönnum gegn Leipzig í kvöld. Óvíst er hvort Chiesa verði í leikmannahópnum en hann var utan hóps gegn Chelsea í deildinni um helgina.Carl Recine/Getty Images „Þannig að það gerir það erfitt fyrir hann að stíga skrefið í átt að því formi og hraða sem restin af liðinu er á í augnablikinu. Það hefur ekki svo mikið með ítölsku deildina eða ensku úrvalsdeildina að gera. Það hefur meira að gera með að hann missir af heilu undirbúningstímabili og það er svo erfitt fyrir alla leikmenn – þegar leikirnir eru svona reglulega – að byggja þá upp í átt að því stigi sem aðrir leikmenn eru á,“ segir Slot. Hann finnur til með Chiesa vegna þess eltingaleiks sem hann sé lentur í. Slot vonast þó til að hann komist á stig annarra leikmanna og þá sé tímabil eftir þetta. „Það eru mikil vonbrigði fyrir hann að hann sé að fara inn og út af æfingum ítrekað. Ég vorkenni honum,“ segir Slot og bætir við: „En hann skrifaði undir langtímasamning svo við munum sjá hvað hann færir okkur. Í augnablikinu, því miður fyrir hann, hefur hann aðeins verið einu sinni eða tvisvar í hópnum og ekki meira en það.“ Leikur Liverpool og Leipzig er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Honum verður einnig fylgt eftir í beinni í Meistaradeildarmessunni, ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins, sem hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira