Ætlar ekki að leyfa Úkraínu að eignast kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 15:31 Vladimír Pútín, forseti Rúslsands, á BRICS-fundi í Moskvu í dag. AP/Vyacheslav Prokofyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að hann muni ekki leyfa Úkraínumönnum að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Líkti hann ummælum ráðamanna í Úkraínu um að slíkt kæmi til greina sem „ögrun“ og hét hann því að sigra Úkraínumenn. Pútín sagði ómögulegt að sigra Rússa á vígvellinum og kallaði rússneska herinn einn þann öflugasta í heimi. Þetta sagði Pútín á fundi BRICS ríkjanna sem stendur nú yfir í Moskvu í Rússlandi. Hann er eini þjóðarleiðtoginn á fundinum en erindrekar annarra ríkja eru þar, auk blaðamanna. Pútín ávarpaði fundinn og svaraði síðan spurningum blaðamanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði ráðamenn í Úkraínu óða og staðhæfði að þeir myndu ekki eignast kjarnorkuvopn. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín sjálfur, hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna frá því innrásin í Úkraínu hófst. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í vikunni að ef ríkið fengi ekki inngöngu í Atlantshafsbandalagið þyrftu forsvarsmenn þess að finna aðrar leiðir til að reyna að koma í veg fyrir aðra innrás Rússa í framtíðinni. Þar kæmu kjarnorkuvopn til greina. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Selenskí sagði kjarnorkuvopn koma til greina en aðrir ráðamenn í Úkraínu hafa sagt að þeir gætu þróað kjarnorkuvopn á tiltölulega stuttum tíma. Sérfræðingar segja það þó hæpið og að mjög erfitt sé að gera það á laun. Kallaði eftir fjárfestingu Á fundinum í Moskvu kallaði Pútín eftir því að hin BRICS-ríkin fjárfestu í Rússlandi. Í frétt Moscow Times segir að í síðustu skýrslu sem Seðlabanki Rússlands hafi gefið út opinberlega um erlenda fjárfestingu, sem var í janúar 2022, hafi hin BRICS-ríkin fjárfest í Rússlandi fyrir um 3,8 milljarða dala. Það var minna en eitt prósent af allri erlendri fjárfestingu í landinu. Mikið mannfall Fregnir hafa borist af því að Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent sérsveitarmenn til Rússlands, þar sem þeir eru nú sagðir í þjálfun áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Kim er einnig sagður ætlað að senda um tólf þúsund hermenn til viðbótar til Rússlands. Sjá einnig: Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Blaðamenn BBC í Rússlandi og blaðamenn rússneska útlagamiðilsins Mediazona hafa lengi vaktað dánargreinar og önnur opin gögn sem varpað geta ljósi á mannfall meðal rússneskra hermanna í Úkraínu. Þeir hafa staðfest dauða að minnsta kosti 74.014 hermanna. Þá segja þeir að mikil fjölgun hafi orðið á dánargreinum á undanförnum vikum. Undanfarnar þrjár vikur hafi greinar um um það bil þúsund fallna hermenn verið birtar á viku, að meðaltali. Fregnir hafa borist af miklu mannfalli hjá Rússum á undanförnum mánuðum, þar sem þeir hafa staðið í linnulausum árásum og sóknum gegn Úkraínumönnum í austurhluta Úkraínu. Í heildina áætla áðurnefndir blaðamenn að 134.900 til 188.000 rússneskir hermenn hafi fallið frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar eru meðtaldir menn frá Lúhansk og Dónetsk í Úkraínu. Séu alvarlega særðir taldir með sé fjöldinn á bilinu 404.700 til 564 þúsund. Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49 Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 15. október 2024 14:14 Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Pútín sagði ómögulegt að sigra Rússa á vígvellinum og kallaði rússneska herinn einn þann öflugasta í heimi. Þetta sagði Pútín á fundi BRICS ríkjanna sem stendur nú yfir í Moskvu í Rússlandi. Hann er eini þjóðarleiðtoginn á fundinum en erindrekar annarra ríkja eru þar, auk blaðamanna. Pútín ávarpaði fundinn og svaraði síðan spurningum blaðamanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði ráðamenn í Úkraínu óða og staðhæfði að þeir myndu ekki eignast kjarnorkuvopn. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín sjálfur, hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna frá því innrásin í Úkraínu hófst. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í vikunni að ef ríkið fengi ekki inngöngu í Atlantshafsbandalagið þyrftu forsvarsmenn þess að finna aðrar leiðir til að reyna að koma í veg fyrir aðra innrás Rússa í framtíðinni. Þar kæmu kjarnorkuvopn til greina. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Selenskí sagði kjarnorkuvopn koma til greina en aðrir ráðamenn í Úkraínu hafa sagt að þeir gætu þróað kjarnorkuvopn á tiltölulega stuttum tíma. Sérfræðingar segja það þó hæpið og að mjög erfitt sé að gera það á laun. Kallaði eftir fjárfestingu Á fundinum í Moskvu kallaði Pútín eftir því að hin BRICS-ríkin fjárfestu í Rússlandi. Í frétt Moscow Times segir að í síðustu skýrslu sem Seðlabanki Rússlands hafi gefið út opinberlega um erlenda fjárfestingu, sem var í janúar 2022, hafi hin BRICS-ríkin fjárfest í Rússlandi fyrir um 3,8 milljarða dala. Það var minna en eitt prósent af allri erlendri fjárfestingu í landinu. Mikið mannfall Fregnir hafa borist af því að Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent sérsveitarmenn til Rússlands, þar sem þeir eru nú sagðir í þjálfun áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Kim er einnig sagður ætlað að senda um tólf þúsund hermenn til viðbótar til Rússlands. Sjá einnig: Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Blaðamenn BBC í Rússlandi og blaðamenn rússneska útlagamiðilsins Mediazona hafa lengi vaktað dánargreinar og önnur opin gögn sem varpað geta ljósi á mannfall meðal rússneskra hermanna í Úkraínu. Þeir hafa staðfest dauða að minnsta kosti 74.014 hermanna. Þá segja þeir að mikil fjölgun hafi orðið á dánargreinum á undanförnum vikum. Undanfarnar þrjár vikur hafi greinar um um það bil þúsund fallna hermenn verið birtar á viku, að meðaltali. Fregnir hafa borist af miklu mannfalli hjá Rússum á undanförnum mánuðum, þar sem þeir hafa staðið í linnulausum árásum og sóknum gegn Úkraínumönnum í austurhluta Úkraínu. Í heildina áætla áðurnefndir blaðamenn að 134.900 til 188.000 rússneskir hermenn hafi fallið frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar eru meðtaldir menn frá Lúhansk og Dónetsk í Úkraínu. Séu alvarlega særðir taldir með sé fjöldinn á bilinu 404.700 til 564 þúsund.
Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49 Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 15. október 2024 14:14 Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49
Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 15. október 2024 14:14
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00
Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“