Auðkýfingurinn ekki lengur grunaður um dauða eiginkonunnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2024 10:04 Tom Hagen var handtekinn og sakaður um morð á Anne-Elisabeth en málið hefur nú verið látið niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. EPA/Torbjørn Olsen Saksóknarar í Noregi hafa fellt niður rannsókn á Tom Hagen, auðkýfingi, sem var sakaður um að myrða eiginkonu sína, Anne-Elisabeth Hagen. Engar sannanir hafi komið fram um að Hagen hafi borið ábyrgð á hvarfi hennar fyrir sex árum. Hagen hefur alla tíð neitað sök en aldrei hefur fundist tangur né tetur af eiginkonu hans. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hans segir að ákvöðun saksóknara sé alger uppreist æru fyrir hann. Á blaðamannafundi í morgun sagði lögreglan að rannsóknin hafi verið ein sú stærsta sem hún hefði unnið að á undanförnum árum. Teknar hafa verið um 700 vitnaskýrslur og farið yfir um sex þúsund klukkustundir af upptökum úr öryggismyndavélum. Þá bárust lögreglu um 26.000 ábendingar vegna málsins. Niðurstaða lögreglunnar eftir allt þetta er að engar vísbendingar séu um að Tom Hagen hafi átt þátt í hvarfi eiginkonu sinnar, að sögn Vibeke Schøyen, yfirmanns ákærusviðs lögreglunnar. Lögmenn Hagen hafa einnig boðað til fundar klukkan ellefu. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í úthverfi Oslóar 31. október árið 2018. Hagen var handtekinn og sakaður um að myrða hana eða eiga hlutdeild í morði í apríl 2020. Hann hélt því fram að hann hefði fundið hótunarbréf í húsinu þar sem hann var krafinn um lausnargjald sem hann ætti að greiða með rafmyntum. Ríkissaksóknari sagði síðast í desember að líkur væri á að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Tveir aðrir hafa stöðu sakbornings í málinu en þeir neita báðir sök. Fréttin hefur verið uppfærð. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Erlend sakamál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Hagen hefur alla tíð neitað sök en aldrei hefur fundist tangur né tetur af eiginkonu hans. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hans segir að ákvöðun saksóknara sé alger uppreist æru fyrir hann. Á blaðamannafundi í morgun sagði lögreglan að rannsóknin hafi verið ein sú stærsta sem hún hefði unnið að á undanförnum árum. Teknar hafa verið um 700 vitnaskýrslur og farið yfir um sex þúsund klukkustundir af upptökum úr öryggismyndavélum. Þá bárust lögreglu um 26.000 ábendingar vegna málsins. Niðurstaða lögreglunnar eftir allt þetta er að engar vísbendingar séu um að Tom Hagen hafi átt þátt í hvarfi eiginkonu sinnar, að sögn Vibeke Schøyen, yfirmanns ákærusviðs lögreglunnar. Lögmenn Hagen hafa einnig boðað til fundar klukkan ellefu. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í úthverfi Oslóar 31. október árið 2018. Hagen var handtekinn og sakaður um að myrða hana eða eiga hlutdeild í morði í apríl 2020. Hann hélt því fram að hann hefði fundið hótunarbréf í húsinu þar sem hann var krafinn um lausnargjald sem hann ætti að greiða með rafmyntum. Ríkissaksóknari sagði síðast í desember að líkur væri á að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Tveir aðrir hafa stöðu sakbornings í málinu en þeir neita báðir sök. Fréttin hefur verið uppfærð.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Erlend sakamál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira