Auðkýfingurinn ekki lengur grunaður um dauða eiginkonunnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2024 10:04 Tom Hagen var handtekinn og sakaður um morð á Anne-Elisabeth en málið hefur nú verið látið niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. EPA/Torbjørn Olsen Saksóknarar í Noregi hafa fellt niður rannsókn á Tom Hagen, auðkýfingi, sem var sakaður um að myrða eiginkonu sína, Anne-Elisabeth Hagen. Engar sannanir hafi komið fram um að Hagen hafi borið ábyrgð á hvarfi hennar fyrir sex árum. Hagen hefur alla tíð neitað sök en aldrei hefur fundist tangur né tetur af eiginkonu hans. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hans segir að ákvöðun saksóknara sé alger uppreist æru fyrir hann. Á blaðamannafundi í morgun sagði lögreglan að rannsóknin hafi verið ein sú stærsta sem hún hefði unnið að á undanförnum árum. Teknar hafa verið um 700 vitnaskýrslur og farið yfir um sex þúsund klukkustundir af upptökum úr öryggismyndavélum. Þá bárust lögreglu um 26.000 ábendingar vegna málsins. Niðurstaða lögreglunnar eftir allt þetta er að engar vísbendingar séu um að Tom Hagen hafi átt þátt í hvarfi eiginkonu sinnar, að sögn Vibeke Schøyen, yfirmanns ákærusviðs lögreglunnar. Lögmenn Hagen hafa einnig boðað til fundar klukkan ellefu. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í úthverfi Oslóar 31. október árið 2018. Hagen var handtekinn og sakaður um að myrða hana eða eiga hlutdeild í morði í apríl 2020. Hann hélt því fram að hann hefði fundið hótunarbréf í húsinu þar sem hann var krafinn um lausnargjald sem hann ætti að greiða með rafmyntum. Ríkissaksóknari sagði síðast í desember að líkur væri á að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Tveir aðrir hafa stöðu sakbornings í málinu en þeir neita báðir sök. Fréttin hefur verið uppfærð. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Erlend sakamál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Hagen hefur alla tíð neitað sök en aldrei hefur fundist tangur né tetur af eiginkonu hans. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hans segir að ákvöðun saksóknara sé alger uppreist æru fyrir hann. Á blaðamannafundi í morgun sagði lögreglan að rannsóknin hafi verið ein sú stærsta sem hún hefði unnið að á undanförnum árum. Teknar hafa verið um 700 vitnaskýrslur og farið yfir um sex þúsund klukkustundir af upptökum úr öryggismyndavélum. Þá bárust lögreglu um 26.000 ábendingar vegna málsins. Niðurstaða lögreglunnar eftir allt þetta er að engar vísbendingar séu um að Tom Hagen hafi átt þátt í hvarfi eiginkonu sinnar, að sögn Vibeke Schøyen, yfirmanns ákærusviðs lögreglunnar. Lögmenn Hagen hafa einnig boðað til fundar klukkan ellefu. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í úthverfi Oslóar 31. október árið 2018. Hagen var handtekinn og sakaður um að myrða hana eða eiga hlutdeild í morði í apríl 2020. Hann hélt því fram að hann hefði fundið hótunarbréf í húsinu þar sem hann var krafinn um lausnargjald sem hann ætti að greiða með rafmyntum. Ríkissaksóknari sagði síðast í desember að líkur væri á að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Tveir aðrir hafa stöðu sakbornings í málinu en þeir neita báðir sök. Fréttin hefur verið uppfærð.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Erlend sakamál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira