Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2024 10:19 Ísraelskur hermaður kemur úr göngum Hamas-liða á Gasaströndinni. AP/Ariel Schalit Ísraelskir hermenn hafa ítrekað notað óbreytta Palestínumenn sem handsamaðir eru á Gasaströndinni sem mennska skildi, meðal annars með því að þvinga þá til að fara inn í byggingar og leita að sprengjum og gildrum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi. Þessu er haldið fram í grein New York Times, þar sem fram kemur að blaðamenn hafi uppgötvað að minnsta kosti tíu hersveitir sem hafi þvingað Palestínumenn til hættulegra starfa í minnst fimm borgum á Gasaströndinni. Oft hafa starfsmenn leyniþjónusta Ísraels einnig komið að þessum meintu brotum á bæði ísraelskum lögum og alþjóðlegum sáttmálum. Frétt NYT byggir á viðtölum við Palestínumenn og ísraelska hermenn. Ekki fundust dæmi um að Palestínumann hefði sakað en einn hermaður var skotinn til bana eftir að maður sem hafði verið handsamaður og sendur inn í byggingu tók ekki eftir, eða sagði ekki frá, vígamanni þar inni. Notaður „eins og hundur“ Í einu tilfelli var hinn sautján ára gamli Mohammed Shubeir handsamaður af ísraelskum hermönnum í mars. Honum var haldið í tíu daga áður en honum var sleppt án þess að hann hafi verið sakaður um glæp eða einhverskonar brot. Á þeim tíma var hann sendur inn rústir húsa í Khan Younis, þar sem hermenn töldu að Hamas-liðar hefðu komið fyrir sprengjum og gildrum. Hermennirnir vildu forðast að setja sjálfa sig í hættu og sendu hann því þar inn. Í einu húsinu gekk hann að sprengju. Í samtali við NYT sagði hann hermennina hafa notað sig eins og hund og að hann hafi verið viss um að hann myndi deyja. Hamas-samtökin birtu á dögunum myndband sem sýnir vígamenn samtakanna koma stórri sprengju fyrir í rústum húss á Gasaströndinni. Myndbandið sýnir einnig ísraelska hermenn sem sagðir eru hafa farið inn í húsið og er sprengjan sprengd í kjölfarið af manni með fjarstýringu. Samtökin hafa einnig birt myndbönd þar sem hermenn eru sagðir hafa verið sprengdir upp inn í göngum sem byggð voru af Hamas undir Gasa. Skjáskot úr einu myndbandi Hamas sem sýnir vígamenn koma sprengju fyrir í húsi. Hamas-liðar beita ítrekað sprengjum og gildrum með þessum hætti og ísraelskir hermenn hafa notað dróna og hunda til að leita að sprengjum. Þeir hafa þó einnig notað fólk, þegar drónar eða hundar eru ekki í boði. Í einhverjum tilfellum hafa hermenn þvingað Palestínumenn til að fara inn í göng sem talið er að Hamas-liðar haldi til í eða hafi komið fyrir sprengjum í og látið þá taka ferðina upp. Mönnunum hefur einnig verið gert að lyfta og færa hluti sem hermenn hafa talið að væri búið að gera að gildrum. Þá sögðu hermenn frá því að hópur Palestínumanna hafi verið látinn ganga á undan ísraelskum hermönnum er þeir sóttu fram að húsi sem talið var að vígamenn væru í. Þegar að húsinu var komið ruddust hermenn þar inn og börðust við vígamennina. Eftir á var hópnum sleppt. Ósáttir hermenn Hermenn sem rætt var við og höfðu komið að því að nota Palestínumenn með þessum hætti, eða vissu af því, sögðu þetta algengt og útbreitt innan hersins á Gasa. Handsamaðir Palestínumenn væru jafnvel fluttir milli hersveita með vitund yfirmanna úr leyniþjónustum Ísrael og háttsettra manna innan hersins. Margir af hermönnunum sem ræddu við blaðamenn NYT gerðu það í mótmælaskyni, þar sem þeir sögðust mótfallnir því að nota fólk með þessum hætti. Í yfirlýsingu ísraelska hersins til NYT segir að þessi tilvik sem miðillinn vísar til verði rannsökuð til hlítar. Reglur hersins banni það að nota óbreytta borgara með þessum hætti. Þá banna alþjóðlegir sáttmálar það að nota óbreytta borgara sem skildi og þvinga þá til að setja sig í hættu með þessum hætti. Í upphafi fyrsta áratugs þessarar aldar gerðist það reglulega á bæði Gasaströndinni og Vesturbakkanum að hermenn sendu óbreytta borgara að húsum meintra vígamanna til að tala við þá og reyna að fá þá til að gefast upp. Þetta var bannað af Hæstarétti Ísrael árið 2005. Árásir Ísraela á Gasaströndina hafa staðið yfir í rúmt ár og hafa tugir þúsunda fallið í þeim árásum. Ráðamenn í Ísraela hafa ítrekað sakað Hamas-liða um að skýla sér bakvið óbreytta borgara og það hafi meðal annars leitt til mikils mannfalls óbreyttra borgara. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Fjórir létust og sjö særðust alvarlega í árás á ísraelska herstöð Fjórir hermenn Ísraelshers létust og sjö særðust alvarlega í drónaárás Hezbollah á herstöð nærri Binyamina í gær. Um var að ræða hefndarárás vegna árása Ísraels á Beirút á fimmtudag, þar sem 22 létu lífið. 14. október 2024 06:48 Vill friðargæsluliðið út úr Suður-Líbanon strax Forsætisráðherra Ísraels krefst þess að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna dragi friðargæslulið þeirra frá Líbanon nú þegar. Tugir ríkja hafa fordæmt árásir Ísraela á friðargæsluliðana undanfarna daga. 13. október 2024 13:15 Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. 13. október 2024 08:20 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Þessu er haldið fram í grein New York Times, þar sem fram kemur að blaðamenn hafi uppgötvað að minnsta kosti tíu hersveitir sem hafi þvingað Palestínumenn til hættulegra starfa í minnst fimm borgum á Gasaströndinni. Oft hafa starfsmenn leyniþjónusta Ísraels einnig komið að þessum meintu brotum á bæði ísraelskum lögum og alþjóðlegum sáttmálum. Frétt NYT byggir á viðtölum við Palestínumenn og ísraelska hermenn. Ekki fundust dæmi um að Palestínumann hefði sakað en einn hermaður var skotinn til bana eftir að maður sem hafði verið handsamaður og sendur inn í byggingu tók ekki eftir, eða sagði ekki frá, vígamanni þar inni. Notaður „eins og hundur“ Í einu tilfelli var hinn sautján ára gamli Mohammed Shubeir handsamaður af ísraelskum hermönnum í mars. Honum var haldið í tíu daga áður en honum var sleppt án þess að hann hafi verið sakaður um glæp eða einhverskonar brot. Á þeim tíma var hann sendur inn rústir húsa í Khan Younis, þar sem hermenn töldu að Hamas-liðar hefðu komið fyrir sprengjum og gildrum. Hermennirnir vildu forðast að setja sjálfa sig í hættu og sendu hann því þar inn. Í einu húsinu gekk hann að sprengju. Í samtali við NYT sagði hann hermennina hafa notað sig eins og hund og að hann hafi verið viss um að hann myndi deyja. Hamas-samtökin birtu á dögunum myndband sem sýnir vígamenn samtakanna koma stórri sprengju fyrir í rústum húss á Gasaströndinni. Myndbandið sýnir einnig ísraelska hermenn sem sagðir eru hafa farið inn í húsið og er sprengjan sprengd í kjölfarið af manni með fjarstýringu. Samtökin hafa einnig birt myndbönd þar sem hermenn eru sagðir hafa verið sprengdir upp inn í göngum sem byggð voru af Hamas undir Gasa. Skjáskot úr einu myndbandi Hamas sem sýnir vígamenn koma sprengju fyrir í húsi. Hamas-liðar beita ítrekað sprengjum og gildrum með þessum hætti og ísraelskir hermenn hafa notað dróna og hunda til að leita að sprengjum. Þeir hafa þó einnig notað fólk, þegar drónar eða hundar eru ekki í boði. Í einhverjum tilfellum hafa hermenn þvingað Palestínumenn til að fara inn í göng sem talið er að Hamas-liðar haldi til í eða hafi komið fyrir sprengjum í og látið þá taka ferðina upp. Mönnunum hefur einnig verið gert að lyfta og færa hluti sem hermenn hafa talið að væri búið að gera að gildrum. Þá sögðu hermenn frá því að hópur Palestínumanna hafi verið látinn ganga á undan ísraelskum hermönnum er þeir sóttu fram að húsi sem talið var að vígamenn væru í. Þegar að húsinu var komið ruddust hermenn þar inn og börðust við vígamennina. Eftir á var hópnum sleppt. Ósáttir hermenn Hermenn sem rætt var við og höfðu komið að því að nota Palestínumenn með þessum hætti, eða vissu af því, sögðu þetta algengt og útbreitt innan hersins á Gasa. Handsamaðir Palestínumenn væru jafnvel fluttir milli hersveita með vitund yfirmanna úr leyniþjónustum Ísrael og háttsettra manna innan hersins. Margir af hermönnunum sem ræddu við blaðamenn NYT gerðu það í mótmælaskyni, þar sem þeir sögðust mótfallnir því að nota fólk með þessum hætti. Í yfirlýsingu ísraelska hersins til NYT segir að þessi tilvik sem miðillinn vísar til verði rannsökuð til hlítar. Reglur hersins banni það að nota óbreytta borgara með þessum hætti. Þá banna alþjóðlegir sáttmálar það að nota óbreytta borgara sem skildi og þvinga þá til að setja sig í hættu með þessum hætti. Í upphafi fyrsta áratugs þessarar aldar gerðist það reglulega á bæði Gasaströndinni og Vesturbakkanum að hermenn sendu óbreytta borgara að húsum meintra vígamanna til að tala við þá og reyna að fá þá til að gefast upp. Þetta var bannað af Hæstarétti Ísrael árið 2005. Árásir Ísraela á Gasaströndina hafa staðið yfir í rúmt ár og hafa tugir þúsunda fallið í þeim árásum. Ráðamenn í Ísraela hafa ítrekað sakað Hamas-liða um að skýla sér bakvið óbreytta borgara og það hafi meðal annars leitt til mikils mannfalls óbreyttra borgara.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Fjórir létust og sjö særðust alvarlega í árás á ísraelska herstöð Fjórir hermenn Ísraelshers létust og sjö særðust alvarlega í drónaárás Hezbollah á herstöð nærri Binyamina í gær. Um var að ræða hefndarárás vegna árása Ísraels á Beirút á fimmtudag, þar sem 22 létu lífið. 14. október 2024 06:48 Vill friðargæsluliðið út úr Suður-Líbanon strax Forsætisráðherra Ísraels krefst þess að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna dragi friðargæslulið þeirra frá Líbanon nú þegar. Tugir ríkja hafa fordæmt árásir Ísraela á friðargæsluliðana undanfarna daga. 13. október 2024 13:15 Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. 13. október 2024 08:20 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Fjórir létust og sjö særðust alvarlega í árás á ísraelska herstöð Fjórir hermenn Ísraelshers létust og sjö særðust alvarlega í drónaárás Hezbollah á herstöð nærri Binyamina í gær. Um var að ræða hefndarárás vegna árása Ísraels á Beirút á fimmtudag, þar sem 22 létu lífið. 14. október 2024 06:48
Vill friðargæsluliðið út úr Suður-Líbanon strax Forsætisráðherra Ísraels krefst þess að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna dragi friðargæslulið þeirra frá Líbanon nú þegar. Tugir ríkja hafa fordæmt árásir Ísraela á friðargæsluliðana undanfarna daga. 13. október 2024 13:15
Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. 13. október 2024 08:20