Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 17:58 Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Beirút. AP/Bilal Hussein Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. Árásin var þá sögð beinast gegn Safieddine. Herinn segir einnig að enn einn af leiðtogum samtakanna hafi verið felldur í árás í Beirút í dag. Sá hét Suhail Husseini og er sagður hafa komið að daglegri stjórn samtakanna, fjármálum þeirra og annarskonar skipulagningu. Reuters hefur eftir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, að Hezbollah séu höfuðlaus samtök. Nasrallah hafi verið felldur og nú hafi arftaki hans einnig líklega verið felldur. Fregnir hafa einnig borist af því að háttsettur íranskur herforingi hafi fallið í sömu árás. Ekkert hefur frést af Esmail Qaani, yfirmanns Quds-sveitar íranska byltingarvarðarins, frá því árásin var gerð. Yfirvöld í Íran segja hann við góða heilsu en hafa ekki gert tilraun til að staðfesta það. Þegar kemur að örlögum Safiddine hefur lítið sem ekkert heyrst frá Hezbollah. Ekkert hefur heyrst af Safieddine frá því í síðustu viku en hann hafði lengi verið undir væng Nasrallah og stýrði framkvæmdastjórn hryðjuverkasamtakanna. Þar hefur hann stýrt Hezbollah á pólitíska sviðinu en hann sat einnig í stríðsráði Hezbollah. Fyrr í dag gaf Naim Qassem, sem er formlega næstráðandi Hezbollah, út yfirlýsingu um að hann væri tilbúinn til viðræðna um vopnahlé. Hann nefndi ekki að vopnahlé á Gasaströndinni væri skilyrði fyrir vopnahléi í Líbanon. Þá sagði Qassem að hernaðarleg geta Hezbollah væri enn ósködduð, þrátt fyrir fjölmargar árásir Ísraela og dauða margra af helstu leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum. Naim Qassem, formlegur næstráðandi Hezbollah.AP/Bilal Hussein Bað líbönsku þjóðina um að losa sig við Hezbollah Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, birti einnig ávarp í dag sem hann beindi til Líbönsku þjóðarinnar. Þar sagði hann að dauði Nasrallah og dauði Safieddine, auk þess sem þúsundir meðlimir Hezbollah hefðu verið felldir eða þeir særst, fæli í sér tækifæri fyrir Líbanon til að losa sig við Hezbollah. Samtökin hefðu ekki verið í jafn veikri stöðu um árabil. „Nú standið þið, líbanska þjóðin, á mikilvægum krossgötum. Valið er ykkar,“ sagði Netanjahú samkvæmt Times of Israel. Hann sagði þjóðina geta tekið landið sitt aftur og stýrt því í átt að friði og velmegun. Ef Hezbollah yrði ekki komið frá myndu meðlimir samtakanna halda áfram að berjast og skýla sér bakvið íbúa landsins. „Frelsið landið ykkar frá Hezbollah svo ríkið geti blómstrað aftur, svo framtíðarkynslóðir líbanskra og ísraelskra barna þurfi ekki að búa við stríð eða blóðsúthellingar. Svo við getum loksins búið saman í friði.“ ראש הממשלה נתניהו בפנייה ישירה לאזרחי לבנון: "עומדת בפניכם הזדמנות להציל את לבנון - לפני שתיפול לתוך תהום של הרס וסבל בדומה לעזה" pic.twitter.com/2X8TC2Ep5F— ישראל היום (@IsraelHayomHeb) October 8, 2024 Þrettán hundruð liggja í valnum Forsvarsmenn ísraelska hersins sendu í dag fleiri hermenn inn í Líbanon. Nú hafa fjórar herdeildir verið sendar inn í Líbanon en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur herinn ekki sótt dýpra inn í landið. Þess í stað hafa hermenn varið lengra með landamærunum en áður. Þá segir herinn að meðlimir Hezbollah hafi skotið rúmlega 170 eldflaugum að Ísrael í dag. Ísraelar hafa á undanförnum dögum og vikum gert fjölmargar og umfangsmiklar loftárásir í Líbanon. Rúmlega 1.300 manns hafa fallið í þessum árásum og meira en milljón hefur þurft að flýja heimili sín. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Lýsa nóttinni sem skelfilegri Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. 6. október 2024 18:50 Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár. 6. október 2024 12:23 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Árásin var þá sögð beinast gegn Safieddine. Herinn segir einnig að enn einn af leiðtogum samtakanna hafi verið felldur í árás í Beirút í dag. Sá hét Suhail Husseini og er sagður hafa komið að daglegri stjórn samtakanna, fjármálum þeirra og annarskonar skipulagningu. Reuters hefur eftir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, að Hezbollah séu höfuðlaus samtök. Nasrallah hafi verið felldur og nú hafi arftaki hans einnig líklega verið felldur. Fregnir hafa einnig borist af því að háttsettur íranskur herforingi hafi fallið í sömu árás. Ekkert hefur frést af Esmail Qaani, yfirmanns Quds-sveitar íranska byltingarvarðarins, frá því árásin var gerð. Yfirvöld í Íran segja hann við góða heilsu en hafa ekki gert tilraun til að staðfesta það. Þegar kemur að örlögum Safiddine hefur lítið sem ekkert heyrst frá Hezbollah. Ekkert hefur heyrst af Safieddine frá því í síðustu viku en hann hafði lengi verið undir væng Nasrallah og stýrði framkvæmdastjórn hryðjuverkasamtakanna. Þar hefur hann stýrt Hezbollah á pólitíska sviðinu en hann sat einnig í stríðsráði Hezbollah. Fyrr í dag gaf Naim Qassem, sem er formlega næstráðandi Hezbollah, út yfirlýsingu um að hann væri tilbúinn til viðræðna um vopnahlé. Hann nefndi ekki að vopnahlé á Gasaströndinni væri skilyrði fyrir vopnahléi í Líbanon. Þá sagði Qassem að hernaðarleg geta Hezbollah væri enn ósködduð, þrátt fyrir fjölmargar árásir Ísraela og dauða margra af helstu leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum. Naim Qassem, formlegur næstráðandi Hezbollah.AP/Bilal Hussein Bað líbönsku þjóðina um að losa sig við Hezbollah Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, birti einnig ávarp í dag sem hann beindi til Líbönsku þjóðarinnar. Þar sagði hann að dauði Nasrallah og dauði Safieddine, auk þess sem þúsundir meðlimir Hezbollah hefðu verið felldir eða þeir særst, fæli í sér tækifæri fyrir Líbanon til að losa sig við Hezbollah. Samtökin hefðu ekki verið í jafn veikri stöðu um árabil. „Nú standið þið, líbanska þjóðin, á mikilvægum krossgötum. Valið er ykkar,“ sagði Netanjahú samkvæmt Times of Israel. Hann sagði þjóðina geta tekið landið sitt aftur og stýrt því í átt að friði og velmegun. Ef Hezbollah yrði ekki komið frá myndu meðlimir samtakanna halda áfram að berjast og skýla sér bakvið íbúa landsins. „Frelsið landið ykkar frá Hezbollah svo ríkið geti blómstrað aftur, svo framtíðarkynslóðir líbanskra og ísraelskra barna þurfi ekki að búa við stríð eða blóðsúthellingar. Svo við getum loksins búið saman í friði.“ ראש הממשלה נתניהו בפנייה ישירה לאזרחי לבנון: "עומדת בפניכם הזדמנות להציל את לבנון - לפני שתיפול לתוך תהום של הרס וסבל בדומה לעזה" pic.twitter.com/2X8TC2Ep5F— ישראל היום (@IsraelHayomHeb) October 8, 2024 Þrettán hundruð liggja í valnum Forsvarsmenn ísraelska hersins sendu í dag fleiri hermenn inn í Líbanon. Nú hafa fjórar herdeildir verið sendar inn í Líbanon en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur herinn ekki sótt dýpra inn í landið. Þess í stað hafa hermenn varið lengra með landamærunum en áður. Þá segir herinn að meðlimir Hezbollah hafi skotið rúmlega 170 eldflaugum að Ísrael í dag. Ísraelar hafa á undanförnum dögum og vikum gert fjölmargar og umfangsmiklar loftárásir í Líbanon. Rúmlega 1.300 manns hafa fallið í þessum árásum og meira en milljón hefur þurft að flýja heimili sín.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Lýsa nóttinni sem skelfilegri Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. 6. október 2024 18:50 Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár. 6. október 2024 12:23 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40
Lýsa nóttinni sem skelfilegri Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. 6. október 2024 18:50
Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár. 6. október 2024 12:23