Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 06:40 Efnt var til mótmæla í borginni Sidon í Líbanon í gær, af því tilefni að ár er liðið frá því að átökin á svæðinu brutust út í kjölfar árásar Hamas. AP/Mohammed Zaatari Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. Á sama tíma skutu Hezbollah um 190 eldflaugum í átt að skotmörkum í Ísrael, flestum nyrst í landinu en samtökin sögðu einnig hafa ráðist gegn hernaðarinnviðum umhverfis Tel Aviv. Ísraelsher hefur gefið út fjölda viðvarana vegna átakanna, bæði til íbúa í norðurhluta Ísrael en einnig til íbúa í suðurhluta Líbanon. Engu að síður hafa 1.400 látist frá því að herinn hóf aðgerðir sínar og réðist inn í landið, þeirra á meðal almennir borgarar og heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefur fjöldi viðbragðsaðila dáið, þeirra á meðal tíu slökkviliðsmenn sem létust í árás á sunnudag. Ísraelsher hefur einnig gefið út viðvörun til íbúa í norðurhluta Gasa um að forða sér og er sagður hafa umkringt Jabalia flóttamannabúðirnar. „Við erum í nýjum fasa stríðsins,“ sagði á blöðum sem dreift var á svæðinu. „Þessi svæði eru hættuleg átakasvæði.“ Stjórnvöld í Ísrael minntust þess í gær að ár var liðið frá árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael, sem urðu til þess að Ísrael ákvað að ráðast inn á Gasa. Forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hét því í ávarpi að halda ótrauður áfram og koma í veg fyrir fleiri árásir gegn þjóðinni. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas komu saman við aðsetur Netanyahu í Jerúsalem í mótmælaskyni. Talið er að 97 gíslar séu enn á Gasa, þar af 34 sem Ísraelsher telur látna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Isaac Herzog, forseta Ísrael, í gær og fordæmdi bæði árás Hamas 7. október 2023 og aukna fordóma gegn gyðingum í Bandaríkjunum. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Á sama tíma skutu Hezbollah um 190 eldflaugum í átt að skotmörkum í Ísrael, flestum nyrst í landinu en samtökin sögðu einnig hafa ráðist gegn hernaðarinnviðum umhverfis Tel Aviv. Ísraelsher hefur gefið út fjölda viðvarana vegna átakanna, bæði til íbúa í norðurhluta Ísrael en einnig til íbúa í suðurhluta Líbanon. Engu að síður hafa 1.400 látist frá því að herinn hóf aðgerðir sínar og réðist inn í landið, þeirra á meðal almennir borgarar og heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefur fjöldi viðbragðsaðila dáið, þeirra á meðal tíu slökkviliðsmenn sem létust í árás á sunnudag. Ísraelsher hefur einnig gefið út viðvörun til íbúa í norðurhluta Gasa um að forða sér og er sagður hafa umkringt Jabalia flóttamannabúðirnar. „Við erum í nýjum fasa stríðsins,“ sagði á blöðum sem dreift var á svæðinu. „Þessi svæði eru hættuleg átakasvæði.“ Stjórnvöld í Ísrael minntust þess í gær að ár var liðið frá árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael, sem urðu til þess að Ísrael ákvað að ráðast inn á Gasa. Forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hét því í ávarpi að halda ótrauður áfram og koma í veg fyrir fleiri árásir gegn þjóðinni. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas komu saman við aðsetur Netanyahu í Jerúsalem í mótmælaskyni. Talið er að 97 gíslar séu enn á Gasa, þar af 34 sem Ísraelsher telur látna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Isaac Herzog, forseta Ísrael, í gær og fordæmdi bæði árás Hamas 7. október 2023 og aukna fordóma gegn gyðingum í Bandaríkjunum.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira