Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2024 11:47 Halldór Árnason samgleðst kvennaliði Breiðabliks og vonast til að leika afrek þeirra eftir. Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, segir sína menn klára í slaginn fyrir stórleik kvöldsins við Val á Kópavogsvelli í 25. umferð Bestu deildar karla. Kvennalið sömu félaga mættust í gær þar sem Breiðablik stóð uppi sem Íslandsmeistari. „Það var frábært að fylgjast með þessu og ég óska liðinu innilega til hamingju með verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil,“ segir Halldór í samtali við íþróttadeild. Unnið hafi verið gott starf kvennamegin í allt sumar. „Ég náði að fylgjast vel með Nik, hans liði og þjálfarateymi í allt sumar og allan vetur. Þau hafa unnið hörðum höndum, lagt mikið á sig og eru að uppskera eftir því. Liðið hefur spilað frábæran sóknarbolta í allt sumar og innilegar hamingju óskir á kvennalið Breiðabliks,“ segir Halldór. Sækir karlaliðið þá ekki innblástur til kvennanna eftir sigur gærdagsins? „Engin spurning. Þegar maður sá stelpurnar fagna í gær, þá er þetta tilfinning sem flestir í liðinu þekkja og vilja fá að upplifa aftur. Þess vegna þurfum við að eiga okkar bestu frammistöður áfram,“ segir Halldór. Mikið undir fyrir bæði lið Karlalið Breiðabliks og Vals eigast við í kvöld. Breiðablik er sem fyrr jafnt Víkingi að stigum á toppi Bestu deildar karla þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal mætast þau innbyrðis í lokaumferðinni. Valsmenn hafa einnig að miklu að keppa og eru aðeins stigi á undan Stjörnunni sem sækir að þriðja sætinu, Evrópusæti. „Þetta verður vafalítið hörkuleikur. Valsliðið er auðvitað gríðarlega vel mannað og ég geri bara ráð fyrir að sjúkraþjálfarateymi Vals hafi unnið hörðum höndum frá því í síðasta leik og þeir mæti fullskipaðir í kvöld,“ „Við ætlum að verja heimavöllinn og taka hart á móti þeim. Það er ekkert sem kemur til greina að okkar hálfu annað en að vinna leikinn,“ segir Halldór. Stjarnan og Víkingur eigast einmitt við klukkan 17:00 í dag og gætu línur því skýrst eftir leiki dagsins, eða bara alls ekki. Halldór segir leikmenn þá meðvitaða um stöðuna á toppnum, mikilvægi hvers leiks, en fari ekki fram úr sér. „Menn vita nákvæmlega hvernig staðan er og óþarfi að ræða þetta daglega í klefanum daglega eða eitthvað slíkt. Menn eru auðvitað meðvitaðir um mikilvægi hvers leiks og hvers stigs. En við höfum tekið þetta einn dag í einu sem hefur reynst okkur vel hingað til,“ segir Halldór. Leikur Breiðabliks og Vals fer fram klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þar verða leikir í Bestu deild karla í allan dag á dagskrá, frá klukkan 14:00 allt til loka kvöldleiksins en þá verður farið yfir alla leiki dagsins í Ísey-tilþrifunum kl. 21:20. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD) Besta deild karla Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Það var frábært að fylgjast með þessu og ég óska liðinu innilega til hamingju með verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil,“ segir Halldór í samtali við íþróttadeild. Unnið hafi verið gott starf kvennamegin í allt sumar. „Ég náði að fylgjast vel með Nik, hans liði og þjálfarateymi í allt sumar og allan vetur. Þau hafa unnið hörðum höndum, lagt mikið á sig og eru að uppskera eftir því. Liðið hefur spilað frábæran sóknarbolta í allt sumar og innilegar hamingju óskir á kvennalið Breiðabliks,“ segir Halldór. Sækir karlaliðið þá ekki innblástur til kvennanna eftir sigur gærdagsins? „Engin spurning. Þegar maður sá stelpurnar fagna í gær, þá er þetta tilfinning sem flestir í liðinu þekkja og vilja fá að upplifa aftur. Þess vegna þurfum við að eiga okkar bestu frammistöður áfram,“ segir Halldór. Mikið undir fyrir bæði lið Karlalið Breiðabliks og Vals eigast við í kvöld. Breiðablik er sem fyrr jafnt Víkingi að stigum á toppi Bestu deildar karla þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal mætast þau innbyrðis í lokaumferðinni. Valsmenn hafa einnig að miklu að keppa og eru aðeins stigi á undan Stjörnunni sem sækir að þriðja sætinu, Evrópusæti. „Þetta verður vafalítið hörkuleikur. Valsliðið er auðvitað gríðarlega vel mannað og ég geri bara ráð fyrir að sjúkraþjálfarateymi Vals hafi unnið hörðum höndum frá því í síðasta leik og þeir mæti fullskipaðir í kvöld,“ „Við ætlum að verja heimavöllinn og taka hart á móti þeim. Það er ekkert sem kemur til greina að okkar hálfu annað en að vinna leikinn,“ segir Halldór. Stjarnan og Víkingur eigast einmitt við klukkan 17:00 í dag og gætu línur því skýrst eftir leiki dagsins, eða bara alls ekki. Halldór segir leikmenn þá meðvitaða um stöðuna á toppnum, mikilvægi hvers leiks, en fari ekki fram úr sér. „Menn vita nákvæmlega hvernig staðan er og óþarfi að ræða þetta daglega í klefanum daglega eða eitthvað slíkt. Menn eru auðvitað meðvitaðir um mikilvægi hvers leiks og hvers stigs. En við höfum tekið þetta einn dag í einu sem hefur reynst okkur vel hingað til,“ segir Halldór. Leikur Breiðabliks og Vals fer fram klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þar verða leikir í Bestu deild karla í allan dag á dagskrá, frá klukkan 14:00 allt til loka kvöldleiksins en þá verður farið yfir alla leiki dagsins í Ísey-tilþrifunum kl. 21:20. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Besta deild karla Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira