Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 14:33 Breiðablik hefur þegar horft á eftir einum stórum titli í hendur Vals í sumar, í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. vísir/Anton Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. Breiðabliki nægir jafntefli í leiknum, sem hefst á Hlíðarenda klukkan 16:15. Vegleg útsending verður á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 15:45. „Ég held að það sé enginn í Breiðabliki að pæla í þessu jafntefli. Þær eru búnar að vera á rosalegu „rönni“ en á sama tíma held ég að þær séu mjög meðvitaðar um að í síðustu tveimur leikjum gegn Val, á Valsvellinum og í bikarúrslitaleiknum, hefur Valur haft mjög góð tök á leiknum,“ segir Jóhannes Karl en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir úrslitadaginn Miklu skiptir fyrir Val að Katie Cousins geti beitt sér sem mest í leiknum: „Maður hefur heyrt að hún sé svolítið tæp en Adda [aðstoðarþjálfari Vals] sagði í viðtali við mig í gær að hún myndi spila. Maður hefur á tilfinningunni að ef hún getur labbað þá muni hún byrja leikinn,“ sagði Guðmundur. „Hún bossaði síðasta deildarleik liðanna. Ef að Valur ætlar að hafa yfirhöndina þá er þetta lykilkonan í þeirra leik,“ bætti Mist við. Valur og Breiðablik hafa þegar mæst í fimm leikjum á þessu ári og hafa ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals haft betur í fjórum þeirra. „Þær eru búnar að sýna síðustu árin að þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið, og urðu bikarmeistarar fyrr í sumar. Þær elska þessa stóru leiki, og nú þurfa Blikarnir að sýna að þær elski þá líka,“ sagði Guðmundur en þáttinn má sjá hér að ofan. Einnig spilað um þriðja og fimmta sæti Leikurinn um titilinn vekur auðvitað langmesta athygli en áður en að honum kemur fara tveir leikir fram klukkan 14. Þór/KA og Víkingur spila um 3. sætið og í Hafnarfirði spila Þróttur og FH um 5. sætið. Allir leikir eru að sjálfsögðu á Sportrásum Stöðvar 2. Staðan og lokaumferðin í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Breiðablik Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Breiðabliki nægir jafntefli í leiknum, sem hefst á Hlíðarenda klukkan 16:15. Vegleg útsending verður á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 15:45. „Ég held að það sé enginn í Breiðabliki að pæla í þessu jafntefli. Þær eru búnar að vera á rosalegu „rönni“ en á sama tíma held ég að þær séu mjög meðvitaðar um að í síðustu tveimur leikjum gegn Val, á Valsvellinum og í bikarúrslitaleiknum, hefur Valur haft mjög góð tök á leiknum,“ segir Jóhannes Karl en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir úrslitadaginn Miklu skiptir fyrir Val að Katie Cousins geti beitt sér sem mest í leiknum: „Maður hefur heyrt að hún sé svolítið tæp en Adda [aðstoðarþjálfari Vals] sagði í viðtali við mig í gær að hún myndi spila. Maður hefur á tilfinningunni að ef hún getur labbað þá muni hún byrja leikinn,“ sagði Guðmundur. „Hún bossaði síðasta deildarleik liðanna. Ef að Valur ætlar að hafa yfirhöndina þá er þetta lykilkonan í þeirra leik,“ bætti Mist við. Valur og Breiðablik hafa þegar mæst í fimm leikjum á þessu ári og hafa ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals haft betur í fjórum þeirra. „Þær eru búnar að sýna síðustu árin að þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið, og urðu bikarmeistarar fyrr í sumar. Þær elska þessa stóru leiki, og nú þurfa Blikarnir að sýna að þær elski þá líka,“ sagði Guðmundur en þáttinn má sjá hér að ofan. Einnig spilað um þriðja og fimmta sæti Leikurinn um titilinn vekur auðvitað langmesta athygli en áður en að honum kemur fara tveir leikir fram klukkan 14. Þór/KA og Víkingur spila um 3. sætið og í Hafnarfirði spila Þróttur og FH um 5. sætið. Allir leikir eru að sjálfsögðu á Sportrásum Stöðvar 2. Staðan og lokaumferðin í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Breiðablik Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira