„Þá er ég mjög heimskur þjálfari“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2024 13:45 Slot var hress á blaðamannafundi fyrir leik morgundagsins. Carl Recine/Getty Images Liverpool á fyrir höndum enn einn hádegisleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni er það sækir Crystal Palace heim á Selhurst Park á morgun. Jurgen Klopp kvartaði gjarnan undan því við fjölmiðla en eftirmaður hans í starfi nálgast það öðruvísi. Klopp var gjarn á að kvarta yfir því að eiga leik í hádegi á laugardegi sem gerðist reglulega þegar Liverpool hafði spilað Evrópuleik í miðri viku. TNT Sport (áður BT Sport) er rásin sem á réttinn á hádegisleikjum á Bretlandi og getur pantað þá leiki sem stöðin vill og virðist Liverpool oft hafa orðið fyrir valinu. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar segja til um að lið sem spiluðu útileik í Evrópukeppni megi ekki spila í hádegi á laugardegi og TNT því heimilt að velja Liverpool í hvert skipti sem félagið leikur á Anfield í miðri viku. „Almennt er það þannig í hollensku deildinni, þar sem ég var, að menn eru meðvitaðri um þetta og reyna að hjálpa liðunum meira en hér. En sanngirninnar vegna gagnvart enska knattspyrnusambandinu er leikjaálagið meira hér en þar,“ segir Slot um málið. „Ég held líka að þetta hafi með fjölmiðlana að gera. Það er ástæðan fyrir því að við spilum oft í hádeginu því sjónvarpsstöðvarnar geta valið sér lið og í níu af hverjum tíu skiptum velja menn Liverpool,“ bætir hann við. Útivellirnir málið fremur en tímasetningin Gengi Púllara hefur verið misjafnt í hádegisleikjunum en þá leiki spilar liðið gjarnan á útivelli. Slot segir það hafa meira að gera en tímasetninguna. „Við unnum aðeins 10 af 18 útileikjum á síðasta tímabili. Það er hægt að tala um að illa gangi þegar leikirnir eru í hádeginu eða að það sé erfitt að spila á útivelli. Ég held það hafi með það síðarnefnda að gera í þessari sterku deild,“ „Ef 12:30 væri erfiður tími til að sýna sitt rétta andlit, þá er ég mjög heimskur þjálfari vegna þess að við æfum klukkan 12 á hverjum degi! Ég sé ekki pælinguna á bakvið það að erfiðara sé að gera vel á þessum tíma,“ segir Slot. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Klopp var gjarn á að kvarta yfir því að eiga leik í hádegi á laugardegi sem gerðist reglulega þegar Liverpool hafði spilað Evrópuleik í miðri viku. TNT Sport (áður BT Sport) er rásin sem á réttinn á hádegisleikjum á Bretlandi og getur pantað þá leiki sem stöðin vill og virðist Liverpool oft hafa orðið fyrir valinu. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar segja til um að lið sem spiluðu útileik í Evrópukeppni megi ekki spila í hádegi á laugardegi og TNT því heimilt að velja Liverpool í hvert skipti sem félagið leikur á Anfield í miðri viku. „Almennt er það þannig í hollensku deildinni, þar sem ég var, að menn eru meðvitaðri um þetta og reyna að hjálpa liðunum meira en hér. En sanngirninnar vegna gagnvart enska knattspyrnusambandinu er leikjaálagið meira hér en þar,“ segir Slot um málið. „Ég held líka að þetta hafi með fjölmiðlana að gera. Það er ástæðan fyrir því að við spilum oft í hádeginu því sjónvarpsstöðvarnar geta valið sér lið og í níu af hverjum tíu skiptum velja menn Liverpool,“ bætir hann við. Útivellirnir málið fremur en tímasetningin Gengi Púllara hefur verið misjafnt í hádegisleikjunum en þá leiki spilar liðið gjarnan á útivelli. Slot segir það hafa meira að gera en tímasetninguna. „Við unnum aðeins 10 af 18 útileikjum á síðasta tímabili. Það er hægt að tala um að illa gangi þegar leikirnir eru í hádeginu eða að það sé erfitt að spila á útivelli. Ég held það hafi með það síðarnefnda að gera í þessari sterku deild,“ „Ef 12:30 væri erfiður tími til að sýna sitt rétta andlit, þá er ég mjög heimskur þjálfari vegna þess að við æfum klukkan 12 á hverjum degi! Ég sé ekki pælinguna á bakvið það að erfiðara sé að gera vel á þessum tíma,“ segir Slot.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira