Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2024 16:18 Ísraelskir hermenn í Líbanon. Yfirlýsingar hersins gefa til kynna að umfang innrásarinnar gæti aukist. IDF Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. Markmið Ísraela er að þeirra sögn að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon til að tryggja það að um sextíu þúsund Ísraelar sem þurftu að flýja heimili sín í norðanverðu Ísrael fyrir tæpu ári, geti snúið aftur. Yfirvöld í Líbanon segja að um 1,2 milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín þar í landi vegna árása Ísraela og að nærri því tvö þúsund manns hafi fallið á síðasta ári. Þar af flestir á síðustu tveimur vikum. Ísraelar segja að nærri því tvö hundruð eldflaugum hafi verið skotið frá Líbanon í dag og nokkrum sjálfsprengidrónum hafi einnig verið flogið yfir landamærin. Herinn birti í dag myndefni af hermönnum úr varaliði landsins í Líbanon og er það í fyrsta sinn sem staðfest er að varalið komi að árásinni. Nokkur stórfylki af varaliði hafa verið kölluð út og send að landamærum Líbanon á undanförnum dögum. חטיבת ׳עציוני׳ (6) נכנסו ביממה האחרונה ללחימה בדרום לבנון לאחר שנה בה החטיבה פעלה להגנה על ישובי הצפון.בשנה האחרונה, כוחות החטיבה גיוסו לשירות מספר פעמים, התאמנו והעלו את כשירותם לפעולה קרקעית בלבנון>> pic.twitter.com/pF4KSiE8Lc— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) October 3, 2024 Hingað til hafa ísraelskir hermenn í Líbanon haldið sig nærri landamærum Ísrael og hafa loftárásir verið gerðar norðar í landinu. Ein þeirra er sögð hafa beinst að fjölmiðladeild Hezbollah-samtakanna í Beirút. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimi Hezbollah að enginn hafi fallið í árásinni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í einni loftárás Ísraela í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Þá hefur komið til átaka milli ísraelskra hermanna og meðlima Hezbollah í suðurhluta Líbanon og virðist það hafa fyrst gert í dag, síðan Ísraelar hófu innrásina. Ísraelar segja að átta hermenn hafi fallið og þar af fimm sérsveitarmenn, í átökum við vígamenn sem eiga að hafa átt sér stað í miklu návígi, samkvæmt New York Times. Engar árásir væntanlegar í dag Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að ekki væri von á því í dag að Ísraelar gerðu árásir á Íran, eftir að Íranar skutu um tvö hundruð skotflaugum. Fregnir hafa borist af því að Ísraelar væru að íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkurannsóknarstöðar í Íran. Sjá einnig: Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Biden sagði fyrr í dag að hann væri ekki hlynntur árásum á kjarnorkustöðvar en seinna þegar hann ræddi við blaðamenn sagði hann að embættismenn í Ísrael og í Bandaríkjunum væru að ræða árásir á olíuvinnslur en forsetinn virtist ekki hlynntur því. „Við erum að ræða það. Ég held að það væri...en allavega,“ sagði Biden. Here what Biden said:(Vídeo: @faisalislam) https://t.co/pm8USsmGfR pic.twitter.com/sY80ZjZ8eS— Javier Blas (@JavierBlas) October 3, 2024 Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59 Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Markmið Ísraela er að þeirra sögn að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon til að tryggja það að um sextíu þúsund Ísraelar sem þurftu að flýja heimili sín í norðanverðu Ísrael fyrir tæpu ári, geti snúið aftur. Yfirvöld í Líbanon segja að um 1,2 milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín þar í landi vegna árása Ísraela og að nærri því tvö þúsund manns hafi fallið á síðasta ári. Þar af flestir á síðustu tveimur vikum. Ísraelar segja að nærri því tvö hundruð eldflaugum hafi verið skotið frá Líbanon í dag og nokkrum sjálfsprengidrónum hafi einnig verið flogið yfir landamærin. Herinn birti í dag myndefni af hermönnum úr varaliði landsins í Líbanon og er það í fyrsta sinn sem staðfest er að varalið komi að árásinni. Nokkur stórfylki af varaliði hafa verið kölluð út og send að landamærum Líbanon á undanförnum dögum. חטיבת ׳עציוני׳ (6) נכנסו ביממה האחרונה ללחימה בדרום לבנון לאחר שנה בה החטיבה פעלה להגנה על ישובי הצפון.בשנה האחרונה, כוחות החטיבה גיוסו לשירות מספר פעמים, התאמנו והעלו את כשירותם לפעולה קרקעית בלבנון>> pic.twitter.com/pF4KSiE8Lc— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) October 3, 2024 Hingað til hafa ísraelskir hermenn í Líbanon haldið sig nærri landamærum Ísrael og hafa loftárásir verið gerðar norðar í landinu. Ein þeirra er sögð hafa beinst að fjölmiðladeild Hezbollah-samtakanna í Beirút. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimi Hezbollah að enginn hafi fallið í árásinni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í einni loftárás Ísraela í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Þá hefur komið til átaka milli ísraelskra hermanna og meðlima Hezbollah í suðurhluta Líbanon og virðist það hafa fyrst gert í dag, síðan Ísraelar hófu innrásina. Ísraelar segja að átta hermenn hafi fallið og þar af fimm sérsveitarmenn, í átökum við vígamenn sem eiga að hafa átt sér stað í miklu návígi, samkvæmt New York Times. Engar árásir væntanlegar í dag Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að ekki væri von á því í dag að Ísraelar gerðu árásir á Íran, eftir að Íranar skutu um tvö hundruð skotflaugum. Fregnir hafa borist af því að Ísraelar væru að íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkurannsóknarstöðar í Íran. Sjá einnig: Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Biden sagði fyrr í dag að hann væri ekki hlynntur árásum á kjarnorkustöðvar en seinna þegar hann ræddi við blaðamenn sagði hann að embættismenn í Ísrael og í Bandaríkjunum væru að ræða árásir á olíuvinnslur en forsetinn virtist ekki hlynntur því. „Við erum að ræða það. Ég held að það væri...en allavega,“ sagði Biden. Here what Biden said:(Vídeo: @faisalislam) https://t.co/pm8USsmGfR pic.twitter.com/sY80ZjZ8eS— Javier Blas (@JavierBlas) October 3, 2024
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59 Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59
Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01
Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25