Fyrirliðinn segir Íslendingaliðið of gott fyrir C-deildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2024 07:03 Fyrirliðinn Krystian Bielik tekur enga fanga. Catherine Ivill/Getty Images Krystian Bielik, fyrirliði enska C-deildarliðsins Birmingham City, er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Hann segir sína menn alltof góða fyrir C-deildina og að eftir hálft ár verði liðið komið upp í B-deildina á nýjan leik. Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted gengu í raðir Birmingham City í sumar eftir að liðið féll niður úr ensku B-deildinni. Liðið hefur farið vel af stað og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Um helgina lenti liðið 2-0 undir gegn Peterborough United en sneri dæminu við og vann dramatískan 3-2 sigur. Willum Þór hóf endurkomuna. Bielik var til viðtals eftir leik þar sem hann fullyrti að þegar tímabilið 2025-26 færi af stað væri Birmingham deild ofar en nú. „Við finnum alltaf leið til að koma til baka. Við fengum tvö högg í andlitið gegn Peterborough en komum til baka,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði sigurmark leiksins. „Hrós á leikmennina, þjálfarann og þjálfarateymið. Við leggjum hart að okkur til að vinna þessa leiki. Meira að segja þegar hlutirnir falla ekki með okkur þá finnum við leið til að vinna,“ bætti hann við. „Við erum í C-deildinni en ég tel ekki að neinn leikmaður hér sé í C-deildar gæðaflokki, allir eru á hærra getustigi. Eftir sex mánuði verðum við B-deildarlið og allt annað dýr. Við erum auðmjúkir og með fæturna á jörðinni. Við viljum ekki misstíga okkur en í sannleika sagt erum við alltof góðir fyrir ensku C-deildina.“ Willum Þór hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk til liðs við félagið. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö til viðbótar í sjö leikjum. Bakvörðurinn Alfons hefur komið við söguí fimm leikjum og á enn eftir að leggja upp eða skora. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted gengu í raðir Birmingham City í sumar eftir að liðið féll niður úr ensku B-deildinni. Liðið hefur farið vel af stað og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Um helgina lenti liðið 2-0 undir gegn Peterborough United en sneri dæminu við og vann dramatískan 3-2 sigur. Willum Þór hóf endurkomuna. Bielik var til viðtals eftir leik þar sem hann fullyrti að þegar tímabilið 2025-26 færi af stað væri Birmingham deild ofar en nú. „Við finnum alltaf leið til að koma til baka. Við fengum tvö högg í andlitið gegn Peterborough en komum til baka,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði sigurmark leiksins. „Hrós á leikmennina, þjálfarann og þjálfarateymið. Við leggjum hart að okkur til að vinna þessa leiki. Meira að segja þegar hlutirnir falla ekki með okkur þá finnum við leið til að vinna,“ bætti hann við. „Við erum í C-deildinni en ég tel ekki að neinn leikmaður hér sé í C-deildar gæðaflokki, allir eru á hærra getustigi. Eftir sex mánuði verðum við B-deildarlið og allt annað dýr. Við erum auðmjúkir og með fæturna á jörðinni. Við viljum ekki misstíga okkur en í sannleika sagt erum við alltof góðir fyrir ensku C-deildina.“ Willum Þór hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk til liðs við félagið. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö til viðbótar í sjö leikjum. Bakvörðurinn Alfons hefur komið við söguí fimm leikjum og á enn eftir að leggja upp eða skora.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira