Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 23:18 Svartur reykur yfir úthverfi í sunnanverðri Beirút í kvöld. Ísraelar héldu loftárásum sínum þar áfram. AP/Hassan Ammar Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Reuters-fréttastofan segir að þetta sé fyrsta tilkynning sinnar tegundar á þessu svæði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ísraelsher að Hezbollah-samtökin geymi vopn undir íbúðarbyggingunum sem hann gerði loftárásir á í kvöld. Hætta væri á því að hús hryndu í sprengingum af völdum flugskeyta. Fréttaritari BBC í Beirút segir að þykkur reykur stígi nú upp frá Dahieh-hverfi borgarinnar. Það er höfuðvígi Hezbollah í borginni. Íbúar þar búi sig undir langa nótt. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að í það minnsta sex hafi fallið í loftárásum Ísraeal á sunnanverða Beirút í dag. Að minnsta kosti 91 hafi særst. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Árásir dagsins beindust að forystu Hezbollah, þar á meðal Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtoga samtakanna. Engar staðfestar fréttir hafa borist af örlögum hans. Heimildarmaður Reuters með tengsl við Hezbollah fullyrðir að Nasrallah sé á lífi og írönsk ríkisfréttastofa sömuleiðis. Miðlar Hezbollah hafa ekkert gefið uppi um hvort Nasrallah sé lífs eða liðinn. Fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Líbanon Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Reuters-fréttastofan segir að þetta sé fyrsta tilkynning sinnar tegundar á þessu svæði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ísraelsher að Hezbollah-samtökin geymi vopn undir íbúðarbyggingunum sem hann gerði loftárásir á í kvöld. Hætta væri á því að hús hryndu í sprengingum af völdum flugskeyta. Fréttaritari BBC í Beirút segir að þykkur reykur stígi nú upp frá Dahieh-hverfi borgarinnar. Það er höfuðvígi Hezbollah í borginni. Íbúar þar búi sig undir langa nótt. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að í það minnsta sex hafi fallið í loftárásum Ísraeal á sunnanverða Beirút í dag. Að minnsta kosti 91 hafi særst. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Árásir dagsins beindust að forystu Hezbollah, þar á meðal Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtoga samtakanna. Engar staðfestar fréttir hafa borist af örlögum hans. Heimildarmaður Reuters með tengsl við Hezbollah fullyrðir að Nasrallah sé á lífi og írönsk ríkisfréttastofa sömuleiðis. Miðlar Hezbollah hafa ekkert gefið uppi um hvort Nasrallah sé lífs eða liðinn. Fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Líbanon Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02