Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 16:02 Reykur frá árásinni séður frá öðru hverfi Beirút. AP Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. Svo virðist sem að um stærstu árás Ísraela á Beirút frá því þeir fóru að skiptast á skotum við Hezbollah í október í fyrra sé að ræða. Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum að nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah hafi verið þar sem loftárásirnar voru gerðar. Heimildarmenn fréttaveitunnar í Líbanon segja að háttsettir leiðtogar Hezbollah séu tíðir gestir á svæðinu þar sem árásin var gerð. Ekki liggur fyrir hvort Nasrallah, eða aðrir leiðtogar voru felldir í árásinni. Ísraelskir fjölmiðlar segja að verið sé að kanna hvort Nasrallah hafi verið í höfuðstöðvunum þegar árásin var gerð. Miðlar sem tengjast Hezbollah segja Nasrallah á lífi og í öruggu skjóli. AFP hefur það sama eftir heimildarmanni sínum en samtökin hafa enn ekkert gefið út. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að Hashem Sadieddine, næstráðandi Nasrallah, hafi fallið í árásinni. Þá er ekki ljóst hvort óbreyttir borgarar féllu en líkur eru á því að þeir hafi verið margir, miðað við umfang árásanna og að enginn var varaður við þeim, eins og Ísraelar hafa oft gert áður. Nokkrar byggingar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu í árásunum í Dahiyeh, úthverfi Beirút. AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni sem tengist Hezbollah að sex byggingar hafi verið jafnaðar við jörðu en aðrir fjölmiðlar hafa talað um fjögur fjölbýlishús. Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að árásir hafi verið gerðar á höfuðstöðvar Hezbollah. Leiðtogar samtakanna hafi vísvitandi byggt þær höfuðstöðvar undir íbúðarhúsum svo óbreyttir borgarar hafi getað verið notaðir til að skýla þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING: Massive strike by #Israel on #Hezbollah’s Central Headquarters in Beirut. pic.twitter.com/ntHFXJSAvu— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 27, 2024 Carnage on the ground. pic.twitter.com/pGY4OuyYYe— doge (@IntelDoge) September 27, 2024 The massive Israeli strikes on Beirut have levelled at least 4 residential buildings. IDF says they targeted a Hezbullah HQ. pic.twitter.com/GDYcbGQfLQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) September 27, 2024 Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Svo virðist sem að um stærstu árás Ísraela á Beirút frá því þeir fóru að skiptast á skotum við Hezbollah í október í fyrra sé að ræða. Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum að nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah hafi verið þar sem loftárásirnar voru gerðar. Heimildarmenn fréttaveitunnar í Líbanon segja að háttsettir leiðtogar Hezbollah séu tíðir gestir á svæðinu þar sem árásin var gerð. Ekki liggur fyrir hvort Nasrallah, eða aðrir leiðtogar voru felldir í árásinni. Ísraelskir fjölmiðlar segja að verið sé að kanna hvort Nasrallah hafi verið í höfuðstöðvunum þegar árásin var gerð. Miðlar sem tengjast Hezbollah segja Nasrallah á lífi og í öruggu skjóli. AFP hefur það sama eftir heimildarmanni sínum en samtökin hafa enn ekkert gefið út. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að Hashem Sadieddine, næstráðandi Nasrallah, hafi fallið í árásinni. Þá er ekki ljóst hvort óbreyttir borgarar féllu en líkur eru á því að þeir hafi verið margir, miðað við umfang árásanna og að enginn var varaður við þeim, eins og Ísraelar hafa oft gert áður. Nokkrar byggingar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu í árásunum í Dahiyeh, úthverfi Beirút. AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni sem tengist Hezbollah að sex byggingar hafi verið jafnaðar við jörðu en aðrir fjölmiðlar hafa talað um fjögur fjölbýlishús. Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að árásir hafi verið gerðar á höfuðstöðvar Hezbollah. Leiðtogar samtakanna hafi vísvitandi byggt þær höfuðstöðvar undir íbúðarhúsum svo óbreyttir borgarar hafi getað verið notaðir til að skýla þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING: Massive strike by #Israel on #Hezbollah’s Central Headquarters in Beirut. pic.twitter.com/ntHFXJSAvu— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 27, 2024 Carnage on the ground. pic.twitter.com/pGY4OuyYYe— doge (@IntelDoge) September 27, 2024 The massive Israeli strikes on Beirut have levelled at least 4 residential buildings. IDF says they targeted a Hezbullah HQ. pic.twitter.com/GDYcbGQfLQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) September 27, 2024
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira