Markvarslan Alisson í blóð borin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 07:00 Alisson er án efa einn besti markvörður heims. EPA-EFE/PETER POWELL Alisson Becker, markvörður Liverpool og Brasilíu, segir titla ekki vera sína helstu hvatningu en segja má að markvarsla sé honum í blóð borin. Segja má að markvarsla sé fjölskylduáhugamál en eldri bróðirinn Muriel hóf feril sinn sem markvörður hjá Internacional. Átti það eftir að hafa mikil áhrif á Alisson. Móðir þeirra, Magali Lino de Souza Becker, lék lengi vel sem handboltamarkvörður. Faðir þeirra bræðra heitinn, Jose Agostinho Becker, var markvörður fyrir vinnustað sinn og langafi þeirra var markvörður fyrir áhugamannalið á árum áður. Alisson "will always be thankful" for the love and support he was shown when he lost his dad."I miss him every day" ❤#BBCFootball pic.twitter.com/z1Jo5r8meG— Match of the Day (@BBCMOTD) September 27, 2024 Þrátt fyrir allt þetta reyndi Muriel að tala Alisson til og koma í veg fyrir að yngri bróðirinn yrði markvörður. Alisson lét ekki til segjast og sér ekki eftir því í dag. Hann var til viðtals í þættinum Football Focus. Ræddi hann þar við Joe Hart, fyrrverandi markvörð Manchester City, Celtic og enska landsliðsins. „Bróðir minn vissi hversu erfitt það er að vera markvörður og hann sagði mér að spila sem framherji eða annars staðar á vellinum því það væri of mikil þjáning fólgin í því að vera markvörður.“ Alisson sagðist hafa reynt fyrir sér á miðri miðjunni en það hafi aðeins tekið eina æfingu að sjá að það væri ekki fyrir hann. „Ég naut þess að horfa á Muriel milli stanganna. Sjá hann skutla sér og verja boltann. Ég valdi að gera það sama og ég elska að vera markvörður.“ Hvað fyrirmyndir varða sem eru ekki bundnar honum fjölskylduböndum þá sagðist Alisson horfa upp til samlanda síns Claudio Taffarel, ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon sem og þýska risans Manuel Neuer sem er enn að spila með Bayern München. Alisson til mikillar gleði hóf Taffarel störf hjá Liverpool árið 2021. „Ég vill æfa vel og mikið ,hann veit það. Við eigum í góðu vinasambandi og það lætur okkur leggja enn harðar að okkur. Hann hjálpar mér mikið og við skiljum hvorn annan. hann er fyrirmynd sem persónu og ég tel mig heppinn að hafa hann í mínu horni.“ Titlar ekki helsta hvatningin Hinn 31 árs gamli Alisson hóf ferilinn hjá Internacional, fór þaðan til Roma á Ítalíu og svo til Liverpool árið 2018. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina, HM félagsliða og enska deildarbikarinn. Hann er trúaður og þakkar trúarlegu uppeldi sínu sem og vinnusiðfræði árangur sinn á vellinum. „Mín helsta hvatning eru ekki titlarnir, hvatning mín kemur að innan. Trú mín lætur mig leggja hart að mér. Ég vil vera sá besti í því sem ég geri því ég trúi að allt sem trúi sé hrós til Guðs. Að vinna titla og verðlaun gerir mig glaðan en hvatning mín kemur að innan og frá fjölskyldu minni.“ 🗣️ "We think he is [back]. He trained yesterday as part of our session with the group"Liverpool boss Arne Slot says Alisson should be available for their clash with Wolves 🔴 pic.twitter.com/jRNigVzdTC— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 27, 2024 Í lokin á viðtalinu kemur fram að Arne Slot vilji hafa Alisson meira í æfingum með liðinu svo hann sé betri í að spila út. Það er eitthvað sem Brasilíumaðurinn er ánægður með. „Hann er klár þjálfari og hefur hjálpað okkur mikið. Þú sérð hvernig við erum að spila nú. Við erum með gott leikplan og erum að fara í rétta átt.“ Að endingu sagðist Alisson vera 100 prósent skuldbundinn Liverpool en hann var orðaður við Sádi-Arabíu í sumar og þá keypti Liverpool nýjan markvörð. Ef til vill þarf sá að bíða lengur eftir að taka við sem aðalmarkvörður þar sem Alisson virðist ekki vera að fara neitt. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Segja má að markvarsla sé fjölskylduáhugamál en eldri bróðirinn Muriel hóf feril sinn sem markvörður hjá Internacional. Átti það eftir að hafa mikil áhrif á Alisson. Móðir þeirra, Magali Lino de Souza Becker, lék lengi vel sem handboltamarkvörður. Faðir þeirra bræðra heitinn, Jose Agostinho Becker, var markvörður fyrir vinnustað sinn og langafi þeirra var markvörður fyrir áhugamannalið á árum áður. Alisson "will always be thankful" for the love and support he was shown when he lost his dad."I miss him every day" ❤#BBCFootball pic.twitter.com/z1Jo5r8meG— Match of the Day (@BBCMOTD) September 27, 2024 Þrátt fyrir allt þetta reyndi Muriel að tala Alisson til og koma í veg fyrir að yngri bróðirinn yrði markvörður. Alisson lét ekki til segjast og sér ekki eftir því í dag. Hann var til viðtals í þættinum Football Focus. Ræddi hann þar við Joe Hart, fyrrverandi markvörð Manchester City, Celtic og enska landsliðsins. „Bróðir minn vissi hversu erfitt það er að vera markvörður og hann sagði mér að spila sem framherji eða annars staðar á vellinum því það væri of mikil þjáning fólgin í því að vera markvörður.“ Alisson sagðist hafa reynt fyrir sér á miðri miðjunni en það hafi aðeins tekið eina æfingu að sjá að það væri ekki fyrir hann. „Ég naut þess að horfa á Muriel milli stanganna. Sjá hann skutla sér og verja boltann. Ég valdi að gera það sama og ég elska að vera markvörður.“ Hvað fyrirmyndir varða sem eru ekki bundnar honum fjölskylduböndum þá sagðist Alisson horfa upp til samlanda síns Claudio Taffarel, ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon sem og þýska risans Manuel Neuer sem er enn að spila með Bayern München. Alisson til mikillar gleði hóf Taffarel störf hjá Liverpool árið 2021. „Ég vill æfa vel og mikið ,hann veit það. Við eigum í góðu vinasambandi og það lætur okkur leggja enn harðar að okkur. Hann hjálpar mér mikið og við skiljum hvorn annan. hann er fyrirmynd sem persónu og ég tel mig heppinn að hafa hann í mínu horni.“ Titlar ekki helsta hvatningin Hinn 31 árs gamli Alisson hóf ferilinn hjá Internacional, fór þaðan til Roma á Ítalíu og svo til Liverpool árið 2018. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina, HM félagsliða og enska deildarbikarinn. Hann er trúaður og þakkar trúarlegu uppeldi sínu sem og vinnusiðfræði árangur sinn á vellinum. „Mín helsta hvatning eru ekki titlarnir, hvatning mín kemur að innan. Trú mín lætur mig leggja hart að mér. Ég vil vera sá besti í því sem ég geri því ég trúi að allt sem trúi sé hrós til Guðs. Að vinna titla og verðlaun gerir mig glaðan en hvatning mín kemur að innan og frá fjölskyldu minni.“ 🗣️ "We think he is [back]. He trained yesterday as part of our session with the group"Liverpool boss Arne Slot says Alisson should be available for their clash with Wolves 🔴 pic.twitter.com/jRNigVzdTC— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 27, 2024 Í lokin á viðtalinu kemur fram að Arne Slot vilji hafa Alisson meira í æfingum með liðinu svo hann sé betri í að spila út. Það er eitthvað sem Brasilíumaðurinn er ánægður með. „Hann er klár þjálfari og hefur hjálpað okkur mikið. Þú sérð hvernig við erum að spila nú. Við erum með gott leikplan og erum að fara í rétta átt.“ Að endingu sagðist Alisson vera 100 prósent skuldbundinn Liverpool en hann var orðaður við Sádi-Arabíu í sumar og þá keypti Liverpool nýjan markvörð. Ef til vill þarf sá að bíða lengur eftir að taka við sem aðalmarkvörður þar sem Alisson virðist ekki vera að fara neitt.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn