Nýjasti kafbátur Kínverja sökk við bryggju Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 11:07 Þessi gervihnattarmynd var tekin þann 15. júní, við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Hún sýnir þegar verið var að koma umræddum kafbáti upp af botni hafnarinnar. AP/Planet Labs PBC Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kína sökk við bryggju í vor. Um er að ræða nýja gerð kafbáta og er þetta fyrsti báturinn af þeirri gerð. Hann sökk við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Ráðamenn í Kína hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu kínverska kafbátaflotans og var reynt að hylma yfir atvikið. Í frétt Wall Street Journal segir að kafbáturinn hafi sokkið í lok maí eða snemma í júní. Á þeim tíma var verið að útbúa kafbátinn fyrir fyrstu siglinguna. Gerð þessara kafbáta ber nafnið Zhou og er um að ræða nýja gerð árásarkafbáta sem eiga að geta beygt betur en aðrir kafbátar. Gervihnattamynd sem tekin var þann 15. júní sýndi kafbátinn sokkinn við bryggju og að verið var að reyna að ná honum af botni hafnarinnar. Aðrar myndir sem teknar voru í ágúst sýndu kafbát við bryggju á sama stað en ekki liggur fyrir hvort um sama bátinn sé að ræða. Sjá einnig: Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Ekki liggur heldur fyrir hvort búið var að koma fyrir kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátnum þegar hann sökk en sérfræðingar segja WSJ að líklegt sé að það hafi verið búið. Þá er ekki vitað hvort búið var að kveikja á kjarnakljúfi hans. Engar fregnir hafa borist af geislavirkni á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegt er að skipta þurfi um allan rafmagnsbúnað um borð í bátnum og þar á meðal mótora hans. Sérfræðingar telja að atvikið muni leiða til umtalsverðra tafa á framleiðslu þessara nýju kafbáta. Uppbygging til að einangra Taívan Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlaði í fyrra að Kínverjar ættu sex kjarnorkuknúna kafbáta sem hannaðir eru til að bera kjarnorkuvopn, sex kjarnorkuknúna árásarkafbáta og 48 dísilknúna kafbáta. Í skýrslu ráðuneytisins segir að uppbygging Kínverja á kafbátaflota þeirra sé ætlað að hjálpa Kínverjum að koma í veg fyrir að Bandaríkin og aðrir geti komið Taívan til aðstoðar, ákveði ráðamenn í Peking að gera innrás í eyríkið á komandi árum. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kína Hernaður Taívan Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal segir að kafbáturinn hafi sokkið í lok maí eða snemma í júní. Á þeim tíma var verið að útbúa kafbátinn fyrir fyrstu siglinguna. Gerð þessara kafbáta ber nafnið Zhou og er um að ræða nýja gerð árásarkafbáta sem eiga að geta beygt betur en aðrir kafbátar. Gervihnattamynd sem tekin var þann 15. júní sýndi kafbátinn sokkinn við bryggju og að verið var að reyna að ná honum af botni hafnarinnar. Aðrar myndir sem teknar voru í ágúst sýndu kafbát við bryggju á sama stað en ekki liggur fyrir hvort um sama bátinn sé að ræða. Sjá einnig: Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Ekki liggur heldur fyrir hvort búið var að koma fyrir kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátnum þegar hann sökk en sérfræðingar segja WSJ að líklegt sé að það hafi verið búið. Þá er ekki vitað hvort búið var að kveikja á kjarnakljúfi hans. Engar fregnir hafa borist af geislavirkni á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegt er að skipta þurfi um allan rafmagnsbúnað um borð í bátnum og þar á meðal mótora hans. Sérfræðingar telja að atvikið muni leiða til umtalsverðra tafa á framleiðslu þessara nýju kafbáta. Uppbygging til að einangra Taívan Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlaði í fyrra að Kínverjar ættu sex kjarnorkuknúna kafbáta sem hannaðir eru til að bera kjarnorkuvopn, sex kjarnorkuknúna árásarkafbáta og 48 dísilknúna kafbáta. Í skýrslu ráðuneytisins segir að uppbygging Kínverja á kafbátaflota þeirra sé ætlað að hjálpa Kínverjum að koma í veg fyrir að Bandaríkin og aðrir geti komið Taívan til aðstoðar, ákveði ráðamenn í Peking að gera innrás í eyríkið á komandi árum. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Kína Hernaður Taívan Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent