Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2024 07:12 Reyk leggur frá þorpinu Kfar Rouman í Líbanon eftir loftárás Ísraelshers. AP/Hussein Malla Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. Herinn hóf umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon í nótt, sökum vísbendinga um að Hezbollah væri að undirbúa árásir á skotmörk í Ísrael. Hezbollah-samtökin skutu yfir 100 eldflaugum á skotmörk í norðurhluta Ísrael í gærmorgun og lentu sumar nærri borginni Haifa. Þær aðgerðir komu í kjölfar árása Ísraelsmanna á Beirut á föstudag, þar sem 45 létust, þeirra á meðal nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael segja hernaðaraðgerðir munu standa yfir þar til íbúum í norðurhluta landsins er óhætt að snúa heim en talsmenn Hezbollah hafa sagt á móti að þeir muni aldrei eiga afturkvæmt. IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari exposing Hezbollah’s way of firing missiles from civilian homes, and how the IDF plans on dismantling it: pic.twitter.com/smkfjv6VDh— Israel Defense Forces (@IDF) September 23, 2024 Ísraelar hafa ekki útilokað að ráðast inn í Líbanon til að ná fram markmiðum sínum en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant greindi frá því í morgun að hann hefði rætt við Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í nótt. Gallant sagðist hafa veitt kollega sínum upplýsingar um mat Ísraelsmanna á þeirri hættu sem stafaði af Hezbollah og greint honum frá aðgerðum til að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn almenningi í Ísrael. Þá eru Gallant og Austin sagðir hafa rætt ástandið á svæðinu almennt og Íran og bandamenn Írana. Bandaríkjamenn segjast ekki hafa verið upplýstir um árásir síðustu viku, þar sem símboðar og talstöðvar sprungu. Ísraelar eru almennt taldir hafa staðið fyrir árásunum en hafa ekki lýst þeim á hendur sér. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Herinn hóf umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon í nótt, sökum vísbendinga um að Hezbollah væri að undirbúa árásir á skotmörk í Ísrael. Hezbollah-samtökin skutu yfir 100 eldflaugum á skotmörk í norðurhluta Ísrael í gærmorgun og lentu sumar nærri borginni Haifa. Þær aðgerðir komu í kjölfar árása Ísraelsmanna á Beirut á föstudag, þar sem 45 létust, þeirra á meðal nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael segja hernaðaraðgerðir munu standa yfir þar til íbúum í norðurhluta landsins er óhætt að snúa heim en talsmenn Hezbollah hafa sagt á móti að þeir muni aldrei eiga afturkvæmt. IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari exposing Hezbollah’s way of firing missiles from civilian homes, and how the IDF plans on dismantling it: pic.twitter.com/smkfjv6VDh— Israel Defense Forces (@IDF) September 23, 2024 Ísraelar hafa ekki útilokað að ráðast inn í Líbanon til að ná fram markmiðum sínum en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant greindi frá því í morgun að hann hefði rætt við Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í nótt. Gallant sagðist hafa veitt kollega sínum upplýsingar um mat Ísraelsmanna á þeirri hættu sem stafaði af Hezbollah og greint honum frá aðgerðum til að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn almenningi í Ísrael. Þá eru Gallant og Austin sagðir hafa rætt ástandið á svæðinu almennt og Íran og bandamenn Írana. Bandaríkjamenn segjast ekki hafa verið upplýstir um árásir síðustu viku, þar sem símboðar og talstöðvar sprungu. Ísraelar eru almennt taldir hafa staðið fyrir árásunum en hafa ekki lýst þeim á hendur sér.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira