Stækkar herinn í þriðja sinn Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2024 13:07 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Kazakov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. Síðasta skipun af þessu tagi leit dagsins ljós í desember, þegar Pútín sagði að fjölga ætti atvinnuhermönnum í 1,32 milljónir. Með kvaðmönnum og öðrum á heildarmannafli í herjum Rússlands að vera tæplega 2,4 milljónir, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Pútín sagði í júní að um sjö hundruð þúsund hermenn tækju þátt í innrásinni í Úkraínu. Frá því innrásin hófst hafa Rússar framkvæmt eina herkvaðningu en það var um haustið 2022. Þá voru 300 þúsund menn kvaddir í herinn en síðan þá hafa Rússar fyllt upp í raðir sínar með því að laða að sjálfboðaliða með mun hærri launum og bónusgreiðslum en gengur og gerist í Rússlandi. Þessar greiðslur hafa aukist til muna á undanförnum mánuðum, sem sérfræðingar segja til marks um að erfiðara hafi orðið að fá fólk í herinn. TASS fréttaveitan, sem rekin er af rússneska ríkinu, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að hann hafi gefið þessa skipun vegna þeirra fjölmörgu ógna sem steðja að Rússlandi. Vísaði hann til gífurlegra óvinveitts ástands á vesturlandamærum Rússlands og óstöðugleika á landamærunum í austri. Því hefði verið nauðsynlegt að grípa til „viðeigandi ráðstafana“. Sífellt eldri þjóðir Mannfall hefur verið mikið í Úkraínu frá því innrásin hófst. Vestrænar leyniþjónustur áætla að Rússar hafi misst allt að tvö hundruð þúsund menn og um fjögur hundruð þúsund hafi særst, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal. Þá vísar miðillinn í leynilega greiningu yfirvalda í Úkraínu frá því fyrr á þessu ári, þar sem áætlað var að um áttatíu þúsund úkraínskir hermenn hefðu fallið og um fjögur hundruð þúsund hefðu særst. Mannfall þetta hefur valdið vandamálum fyrir Rússa en hver fallinn hermaður veldur meiri vandræðum fyrir Úkraínumenn, sem hafa ekki aðgang að jafn miklum mannaforða eins og Rússar. Þá hafa um tíu milljónir Úkraínumanna flúið land eða búa á svæðum sem hafa verið hernumin frá því innrásin hófst. Þjóðir bæði Rússlands og Úkraínu hafa elst mjög á undanförnum árum og stefnir í fólksfækkun í báðum ríkjum í framtíðinni. Hér að neðan má sjá útskýringarmynd um aldursskiptingu úkraínsku þjóðarinnar. One of the reasons Zelensky has held back from mobilising young men... There's simply not a lot of them and Ukraine's demographic prospects were already very dire. That's one of the most depressing population pyramid I've ever seen https://t.co/UMWaRlDWdL pic.twitter.com/dldKYRnVbJ— François Valentin (@Valen10Francois) September 17, 2024 Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20 Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. 13. september 2024 10:57 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Síðasta skipun af þessu tagi leit dagsins ljós í desember, þegar Pútín sagði að fjölga ætti atvinnuhermönnum í 1,32 milljónir. Með kvaðmönnum og öðrum á heildarmannafli í herjum Rússlands að vera tæplega 2,4 milljónir, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Pútín sagði í júní að um sjö hundruð þúsund hermenn tækju þátt í innrásinni í Úkraínu. Frá því innrásin hófst hafa Rússar framkvæmt eina herkvaðningu en það var um haustið 2022. Þá voru 300 þúsund menn kvaddir í herinn en síðan þá hafa Rússar fyllt upp í raðir sínar með því að laða að sjálfboðaliða með mun hærri launum og bónusgreiðslum en gengur og gerist í Rússlandi. Þessar greiðslur hafa aukist til muna á undanförnum mánuðum, sem sérfræðingar segja til marks um að erfiðara hafi orðið að fá fólk í herinn. TASS fréttaveitan, sem rekin er af rússneska ríkinu, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að hann hafi gefið þessa skipun vegna þeirra fjölmörgu ógna sem steðja að Rússlandi. Vísaði hann til gífurlegra óvinveitts ástands á vesturlandamærum Rússlands og óstöðugleika á landamærunum í austri. Því hefði verið nauðsynlegt að grípa til „viðeigandi ráðstafana“. Sífellt eldri þjóðir Mannfall hefur verið mikið í Úkraínu frá því innrásin hófst. Vestrænar leyniþjónustur áætla að Rússar hafi misst allt að tvö hundruð þúsund menn og um fjögur hundruð þúsund hafi særst, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal. Þá vísar miðillinn í leynilega greiningu yfirvalda í Úkraínu frá því fyrr á þessu ári, þar sem áætlað var að um áttatíu þúsund úkraínskir hermenn hefðu fallið og um fjögur hundruð þúsund hefðu særst. Mannfall þetta hefur valdið vandamálum fyrir Rússa en hver fallinn hermaður veldur meiri vandræðum fyrir Úkraínumenn, sem hafa ekki aðgang að jafn miklum mannaforða eins og Rússar. Þá hafa um tíu milljónir Úkraínumanna flúið land eða búa á svæðum sem hafa verið hernumin frá því innrásin hófst. Þjóðir bæði Rússlands og Úkraínu hafa elst mjög á undanförnum árum og stefnir í fólksfækkun í báðum ríkjum í framtíðinni. Hér að neðan má sjá útskýringarmynd um aldursskiptingu úkraínsku þjóðarinnar. One of the reasons Zelensky has held back from mobilising young men... There's simply not a lot of them and Ukraine's demographic prospects were already very dire. That's one of the most depressing population pyramid I've ever seen https://t.co/UMWaRlDWdL pic.twitter.com/dldKYRnVbJ— François Valentin (@Valen10Francois) September 17, 2024
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20 Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. 13. september 2024 10:57 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20
Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. 13. september 2024 10:57