Aron: Að það þurfi tæklingu til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2024 22:45 Aron Sigurðarson, leikmaður KR, gegn Birki Má Sævarssyni, leikmanni Vals, Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR tapaði fimmta leiknum á útivelli í röð í kvöld. Valur vann 4-1 sigur og Aroni Sigurðarsyni, leikmanni KR, fannst úrslitin gefa nokkuð rétta mynd af leiknum. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þeir komust verðskuldað tveimur mörkum yfir. Við komum til baka í síðari hálfleik og sýndum karkater og komum með ákefð og orkustig fjandinn hafi það. Þetta er nágrannaslagur og við eigum ekki að þurfa 45 mínútur til að byrja þennan leik en miðað við það þá voru þetta sennilega verðskulduð úrslit, sagði Aron í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst þeir mæta tilbúnir og með miklu meira orkustig. Við áttum erfitt með að halda í bolta og það var erfitt að ná boltanum af þeim. Kannski gerðu þeir það bara vel en orkustigið hjá okkur var ekkert og ákefðin var engin.“ Á 60. mínútu minnkaði Aron muninn í 2-1 og KR-ingar fengu færi til þess að jafna en gerðu síðan klaufaleg mistök sem varð til þess að Valur bætti við marki og þá var þetta endanlega farið fyrir gestina. „Eins lélegur og fyrri hálfleikurinn var þá fannst mér seinni hálfleikurinn betri. Mín tilfinning er að eftir að við minnkuðum muninn vorum við að fara að jafna og það benti allt til þess. Það var síðan saga sumarsins að við hleypum inn allt of auðveldum mörkum og þeir kláruðu leikinn með þessu þriðja marki og bættu síðan við fjórða markinu í uppbótartíma.“ Aron tók undir það að tækling Ástbjörns Þórðarsonar, leikmanns KR, á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Vals, hafi kveikt neista í liðinu en KR skoraði skömmu síðar. „Stundum þarf ekki meira en eina tæklingu til þess að kveikja á liðinu en að það þurfi eitthvað svona til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt. Við hefðum mátt gera þetta á fyrstu mínútu en vel gert þetta er nágrannaslagur og það á að vera harka í þessu en það kom aðeins of seint hjá okkur. Næst á dagskrá er að deildinni verður skipt upp og KR verður í neðri hlutanum og að mati Arons eru fimm úrslitaleikir eftir. „Við erum í fallbaráttu og erum einum leik frá því að vera í fallsæti. Síðan verður fínt fyrir þetta lið að fá úrslitaleiki og þurfa að spila upp á eitthvað. Ekki fara í eitthvað heilalaust heldur erum við að fara í alvöru leiki og núna verðum við að sýna úr hverju menn eru gerðir og það verður spennandi að sjá,“ sagði Aron að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þeir komust verðskuldað tveimur mörkum yfir. Við komum til baka í síðari hálfleik og sýndum karkater og komum með ákefð og orkustig fjandinn hafi það. Þetta er nágrannaslagur og við eigum ekki að þurfa 45 mínútur til að byrja þennan leik en miðað við það þá voru þetta sennilega verðskulduð úrslit, sagði Aron í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst þeir mæta tilbúnir og með miklu meira orkustig. Við áttum erfitt með að halda í bolta og það var erfitt að ná boltanum af þeim. Kannski gerðu þeir það bara vel en orkustigið hjá okkur var ekkert og ákefðin var engin.“ Á 60. mínútu minnkaði Aron muninn í 2-1 og KR-ingar fengu færi til þess að jafna en gerðu síðan klaufaleg mistök sem varð til þess að Valur bætti við marki og þá var þetta endanlega farið fyrir gestina. „Eins lélegur og fyrri hálfleikurinn var þá fannst mér seinni hálfleikurinn betri. Mín tilfinning er að eftir að við minnkuðum muninn vorum við að fara að jafna og það benti allt til þess. Það var síðan saga sumarsins að við hleypum inn allt of auðveldum mörkum og þeir kláruðu leikinn með þessu þriðja marki og bættu síðan við fjórða markinu í uppbótartíma.“ Aron tók undir það að tækling Ástbjörns Þórðarsonar, leikmanns KR, á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Vals, hafi kveikt neista í liðinu en KR skoraði skömmu síðar. „Stundum þarf ekki meira en eina tæklingu til þess að kveikja á liðinu en að það þurfi eitthvað svona til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt. Við hefðum mátt gera þetta á fyrstu mínútu en vel gert þetta er nágrannaslagur og það á að vera harka í þessu en það kom aðeins of seint hjá okkur. Næst á dagskrá er að deildinni verður skipt upp og KR verður í neðri hlutanum og að mati Arons eru fimm úrslitaleikir eftir. „Við erum í fallbaráttu og erum einum leik frá því að vera í fallsæti. Síðan verður fínt fyrir þetta lið að fá úrslitaleiki og þurfa að spila upp á eitthvað. Ekki fara í eitthvað heilalaust heldur erum við að fara í alvöru leiki og núna verðum við að sýna úr hverju menn eru gerðir og það verður spennandi að sjá,“ sagði Aron að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira