Lifa enn í vellystingum á rívíerunni þrátt fyrir refsiaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 12:07 Lúxussnekkja rússnesks ólígarka í höfn í Antibes á Bláströndinni árið 2016. Þrátt fyrir refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa rússneskir auðkýfingar getað haldið áfram að lifa áhyggjulausu lífi þar. Vísir/EPA Rússneskir auðkýfingar njóta enn ljúfa lífsins á Frönsku rívíerunni þrátt fyrir að refsiaðgerðir gegn þeim vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Fyrrverandi saksóknari segir heimamenn spillta af fégræðgi. Meirihluti þeirra um fimmtíu eigna sem frönsk stjórnvöld hafa fryst á grundvelli refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússum vegna stríðsins eru á Bláströndinni í Suðaustur-Frakklandi. Með refsiaðgerðunum hafa lúxussetur og snekkjur verið haldlagðar og bankareikningar frystir. Þrátt fyrir það halda velmegandi Rússar áfram að streyma til Blástrandarinnar, að sögn evrópsku útgáfu dagblaðsins Politico. Hótelstjórnendur, vertar og eigendur snekkjuleiga staðfesti að Rússarnir eigi auðvelt með að viðhalda íburðarmiklum lífsstíl sínum og forðast afleiðingar stríðsreksturs eigin stjórnvalda. Éric de Montgolfier, fyrrverandi saksóknari í Nice, segir heimamenn taka peningum Rússanna fagnandi og látist ekki vita hvaðan þeir komi. Hann telur svæðið mengað af spillingu á öllum stigum. „Allir vita að það er engin lykt af peningum þannig að svo lengi sem Rússarnir hafa vit á að láta lítið fyrir sér fara þá hafa þeir ekkert að óttast á rívíerunni,“ segir de Montgolfier. Sem dæmi um þetta leiddi úttekt franskra yfirvalda í ljós í fyrra að sextíu prósent fasteignasala á Bláströndinni færu ekki að tilmælum þeirra um að kanna hvort að viðskiptavinir þeirra væru á refsilista Evrópusambandsins. Erfitt að framfylgja refsiaðgerðum Það sem flækir málið er að fjöldi auðugra Rússa er með vegabréf frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Kýpur og Möltu sem hafa tekið þeim fagnandi í gegnum tíðina. Þannig eiga þeir auðveldara með að ferðast í gegnum álfuna. Þá eiga yfirvöld oft erfitt með að staðfesta hver stendur í raun að baki félögum og sjóðum sem eiga fasteignir á svæðinu. Rannsóknardómari sem Politico ræddi við sagði að oft væri eina leiðin til að komast að því að gera húsleit. Jafnvel þó að yfirvöld hafi lagt hald á lúxusvillur bannar það eigendum þeirra ekki að viðhalda þeim eða bjóða þangað gestum, aðeins að selja eignirnar. Niðurstaða almenna dómstóls Evrópusambandsins í vor um að rangt hefði verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásarinnar hefur einnig torveldað yfirvöldum að framfylgja þeim. Áætlað er að um þrjátíu þúsund rússneskumælandi einstaklingar búi í Villefranche, Antibes, Cannes, St. Trópez og Mónakó. Þeir eru svo fjölmennir að verslunin Moskvumarkaðurinn, sem selur vodka, rússneskar vörur og jafnvel ísskápssegla með myndum af Vladímír Pútín í Antibes, hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verslun í Cannes. Moskvumarkaðurinn virðist þó gera meira en að selja varning sem minnir Rússa á heimahagana. Hann auglýsir meðal annars þjónustu við fasteignakaup í Frakklandi og skipulagningu á leigu á íbúðum og sveitasetrum í Frakklandi og Mónakó. Eigandi hans vildi ekki ræða við blaðamenn Politico. Evrópusambandið Frakkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Meirihluti þeirra um fimmtíu eigna sem frönsk stjórnvöld hafa fryst á grundvelli refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússum vegna stríðsins eru á Bláströndinni í Suðaustur-Frakklandi. Með refsiaðgerðunum hafa lúxussetur og snekkjur verið haldlagðar og bankareikningar frystir. Þrátt fyrir það halda velmegandi Rússar áfram að streyma til Blástrandarinnar, að sögn evrópsku útgáfu dagblaðsins Politico. Hótelstjórnendur, vertar og eigendur snekkjuleiga staðfesti að Rússarnir eigi auðvelt með að viðhalda íburðarmiklum lífsstíl sínum og forðast afleiðingar stríðsreksturs eigin stjórnvalda. Éric de Montgolfier, fyrrverandi saksóknari í Nice, segir heimamenn taka peningum Rússanna fagnandi og látist ekki vita hvaðan þeir komi. Hann telur svæðið mengað af spillingu á öllum stigum. „Allir vita að það er engin lykt af peningum þannig að svo lengi sem Rússarnir hafa vit á að láta lítið fyrir sér fara þá hafa þeir ekkert að óttast á rívíerunni,“ segir de Montgolfier. Sem dæmi um þetta leiddi úttekt franskra yfirvalda í ljós í fyrra að sextíu prósent fasteignasala á Bláströndinni færu ekki að tilmælum þeirra um að kanna hvort að viðskiptavinir þeirra væru á refsilista Evrópusambandsins. Erfitt að framfylgja refsiaðgerðum Það sem flækir málið er að fjöldi auðugra Rússa er með vegabréf frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Kýpur og Möltu sem hafa tekið þeim fagnandi í gegnum tíðina. Þannig eiga þeir auðveldara með að ferðast í gegnum álfuna. Þá eiga yfirvöld oft erfitt með að staðfesta hver stendur í raun að baki félögum og sjóðum sem eiga fasteignir á svæðinu. Rannsóknardómari sem Politico ræddi við sagði að oft væri eina leiðin til að komast að því að gera húsleit. Jafnvel þó að yfirvöld hafi lagt hald á lúxusvillur bannar það eigendum þeirra ekki að viðhalda þeim eða bjóða þangað gestum, aðeins að selja eignirnar. Niðurstaða almenna dómstóls Evrópusambandsins í vor um að rangt hefði verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásarinnar hefur einnig torveldað yfirvöldum að framfylgja þeim. Áætlað er að um þrjátíu þúsund rússneskumælandi einstaklingar búi í Villefranche, Antibes, Cannes, St. Trópez og Mónakó. Þeir eru svo fjölmennir að verslunin Moskvumarkaðurinn, sem selur vodka, rússneskar vörur og jafnvel ísskápssegla með myndum af Vladímír Pútín í Antibes, hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verslun í Cannes. Moskvumarkaðurinn virðist þó gera meira en að selja varning sem minnir Rússa á heimahagana. Hann auglýsir meðal annars þjónustu við fasteignakaup í Frakklandi og skipulagningu á leigu á íbúðum og sveitasetrum í Frakklandi og Mónakó. Eigandi hans vildi ekki ræða við blaðamenn Politico.
Evrópusambandið Frakkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent