„Gífurlega svekkjandi augnablik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2024 19:29 Ómar Ingi fylgist með leik kvöldsins af hlíðarlínunni. vísir / viktor freyr Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK sagðist heilt yfir vera sáttur með frammistöðu HK í 5-3 tapinu gegn Blikum í dag. Hann sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Bara svekktur, svekktur hvernig þessar mínútur voru í kringum mark tvö og þrjú hjá Blikunum,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Blikar skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik eftir að HK hafði haft 2-1 forystu í hálfleik. „Svekktur að við höfum ekki gert betur komandi inn í seinni hálfleik með 2-1 forystu. Ákvarðanataka og grunnhlutir í kringum þau tvö mörk sem er bara ekki nógu gott.“ Blikar byrjuðu leikinn mun betur en Ómar Ingi sagði að HK-ingar höfðu búist við að leikurinn myndi þróast á svipaðan hátt og hann gerði. „Við vorum ekkert að pressa þá vel en ekki heldur að gefa mikil færi á okkur. Þeir fengu ekkert mikið af opnum færum fyrir utan þetta mark sem þeir skora í fyrri hálfleik þó svo að þeir hafi verið meira með boltann. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir að það yrði líklega staðan, að við þyrftum að sætta okkur við það að verjast til lengri tíma.“ „Þau særa okkur dálítið“ HK skoraði tvö mörk með skömmu millibili í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum. Eftir rúmlega stundarfjórðung í seinni hálfleik voru Blikar hins vegar komnir í 4-2. „Frábært í fyrri hálfleiknum að koma til baka eftir að hafa lent undir. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki nógu góð.“ Skömmu áður en Blikar komust í 3-2 voru HK-ingar gríðarlega nálægt því að komast sjálfir í 3-2 forystu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði þá glæsilega á marklínu þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson var grátlega nálægt því að skora. „Auðvitað var það gríðarlega svekkjandi, þetta hefur verið millimetra eða sentimetra spursmál um það hvort við komumst yfir. Svo í næstu sókn eru þeir komnir yfir og þetta var gífurlega svekkjandi augnablik.“ Heil yfir sagðist Ómar sáttur með frammistöðu HK og sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Heilt yfir klárlega en mér finnst samt augnablik í mörkunum, í mörkum tvö og þrjú, þar sem við eigum að gera töluvert betur. Þau særa okkur dálítið.“ „Nú erum við að fara í fimm leiki sem verður hver öðrum mikilvægari fyrir mörg lið. Þetta verða erfiðir leikir og við þurfum að undirbúa okkur vel. Mæta klárir í allt það sem þessir síðustu leikir geta boðið upp á,“ en HK gætu hafið keppnina í neðri hlutanum í fallsæti ef Fylkismenn sækja sigur gegn Víkingum á morgun. Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Fótbolti Maradona verður grafinn upp Fótbolti „Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“ Handbolti Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Fótbolti Frumsýna nýja Evróputreyju Fótbolti Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Formúla 1 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Körfubolti Henry hélt að Saka yrði ekki það góður Enski boltinn Salah setti met í sigri Liverpool Fótbolti Hætti við að hætta og samdi við Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Kynningarfundur fyrir úrslitaleikinn Snýr aftur heim í KR Tarik í bann eftir fræknu frammistöðuna Sjáðu slysalegt sjálfsmark og Emil skora í tólfta sinn Hilmar Árni: Þurftum að vinna, gerðum það og svo bara næsti leikur Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - ÍA 3-0 | Stjarnan gerir atlögu að Evrópusætinu Oliver við æfingar á Englandi eftir frábært tímabil með ÍBV Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Fær Njarðvík frekar stimpilinn? „Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fylkir - KA 1-3 | KA kom Fylki í vonlitla stöðu Uppgjörið: Valur - Víkingur 2-3 | Draumamark Tariks kom Víkingi á toppinn „Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 0-0 | Markalaust í Laugardalnum Uppgjörið og viðtöl: FH - Breiðablik 0-1 | Kristinn kom Blikum á toppinn með marki úr hornspyrnu Uppgjörið: KR - Fram 7-1 | Benóný Breki og KR með sýningu Uppgjörið: Vestri - HK 2-1 | Vestri úr fallsæti og með örlögin í eigin höndum „Sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina“ Vonbrigða tímabil Vals getur skorið úr um hvar titillinn endar Hveragerði fær stimpilinn frá Mosó KR upp um deild og Haukar tóku við bikarnum „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn „Ég bara hágrét í leikslok“ „Þetta endar eins og þetta á að enda“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Íslandsmeistararnir fá úrslitaleik á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-2 | Breiðablik vann í markaleik og mætir Val í hreinum úrslitaleik Utan vallar: Ungt og leikur sér Selfoss fór með sigur af hólmi á Laugardalsvelli Sjá meira
„Bara svekktur, svekktur hvernig þessar mínútur voru í kringum mark tvö og þrjú hjá Blikunum,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Blikar skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik eftir að HK hafði haft 2-1 forystu í hálfleik. „Svekktur að við höfum ekki gert betur komandi inn í seinni hálfleik með 2-1 forystu. Ákvarðanataka og grunnhlutir í kringum þau tvö mörk sem er bara ekki nógu gott.“ Blikar byrjuðu leikinn mun betur en Ómar Ingi sagði að HK-ingar höfðu búist við að leikurinn myndi þróast á svipaðan hátt og hann gerði. „Við vorum ekkert að pressa þá vel en ekki heldur að gefa mikil færi á okkur. Þeir fengu ekkert mikið af opnum færum fyrir utan þetta mark sem þeir skora í fyrri hálfleik þó svo að þeir hafi verið meira með boltann. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir að það yrði líklega staðan, að við þyrftum að sætta okkur við það að verjast til lengri tíma.“ „Þau særa okkur dálítið“ HK skoraði tvö mörk með skömmu millibili í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum. Eftir rúmlega stundarfjórðung í seinni hálfleik voru Blikar hins vegar komnir í 4-2. „Frábært í fyrri hálfleiknum að koma til baka eftir að hafa lent undir. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki nógu góð.“ Skömmu áður en Blikar komust í 3-2 voru HK-ingar gríðarlega nálægt því að komast sjálfir í 3-2 forystu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði þá glæsilega á marklínu þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson var grátlega nálægt því að skora. „Auðvitað var það gríðarlega svekkjandi, þetta hefur verið millimetra eða sentimetra spursmál um það hvort við komumst yfir. Svo í næstu sókn eru þeir komnir yfir og þetta var gífurlega svekkjandi augnablik.“ Heil yfir sagðist Ómar sáttur með frammistöðu HK og sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Heilt yfir klárlega en mér finnst samt augnablik í mörkunum, í mörkum tvö og þrjú, þar sem við eigum að gera töluvert betur. Þau særa okkur dálítið.“ „Nú erum við að fara í fimm leiki sem verður hver öðrum mikilvægari fyrir mörg lið. Þetta verða erfiðir leikir og við þurfum að undirbúa okkur vel. Mæta klárir í allt það sem þessir síðustu leikir geta boðið upp á,“ en HK gætu hafið keppnina í neðri hlutanum í fallsæti ef Fylkismenn sækja sigur gegn Víkingum á morgun.
Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Fótbolti Maradona verður grafinn upp Fótbolti „Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“ Handbolti Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Fótbolti Frumsýna nýja Evróputreyju Fótbolti Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Formúla 1 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Körfubolti Henry hélt að Saka yrði ekki það góður Enski boltinn Salah setti met í sigri Liverpool Fótbolti Hætti við að hætta og samdi við Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Kynningarfundur fyrir úrslitaleikinn Snýr aftur heim í KR Tarik í bann eftir fræknu frammistöðuna Sjáðu slysalegt sjálfsmark og Emil skora í tólfta sinn Hilmar Árni: Þurftum að vinna, gerðum það og svo bara næsti leikur Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - ÍA 3-0 | Stjarnan gerir atlögu að Evrópusætinu Oliver við æfingar á Englandi eftir frábært tímabil með ÍBV Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Fær Njarðvík frekar stimpilinn? „Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fylkir - KA 1-3 | KA kom Fylki í vonlitla stöðu Uppgjörið: Valur - Víkingur 2-3 | Draumamark Tariks kom Víkingi á toppinn „Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 0-0 | Markalaust í Laugardalnum Uppgjörið og viðtöl: FH - Breiðablik 0-1 | Kristinn kom Blikum á toppinn með marki úr hornspyrnu Uppgjörið: KR - Fram 7-1 | Benóný Breki og KR með sýningu Uppgjörið: Vestri - HK 2-1 | Vestri úr fallsæti og með örlögin í eigin höndum „Sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina“ Vonbrigða tímabil Vals getur skorið úr um hvar titillinn endar Hveragerði fær stimpilinn frá Mosó KR upp um deild og Haukar tóku við bikarnum „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn „Ég bara hágrét í leikslok“ „Þetta endar eins og þetta á að enda“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Íslandsmeistararnir fá úrslitaleik á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-2 | Breiðablik vann í markaleik og mætir Val í hreinum úrslitaleik Utan vallar: Ungt og leikur sér Selfoss fór með sigur af hólmi á Laugardalsvelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn