„Held það vilji það allir sem fylgjast með boltanum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2024 19:13 Aron Bjarnason skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Vísir/ Pawel „Bara mjög góður sigur. Erfitt HK-lið og mjög erfiðir við að eiga. Þeir komust yfir og við komum þeim inn í þetta. Þetta er mjög sterkt,“ sagði Aron Bjarnason eftir 5-3 sigur Breiðabliks á nágrönnum sínum í HK í dag. Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var frekar skrýtinn. Blikar byrjuðu miklu betur, komust í 1-0 og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Þá skoraði HK skyndilega tvö mörk og komst í forystu. „Við gefum þeim bara tvö mörk. Fast leikatriði og svo bara gjöf. Mér fannst við spila vel eiginlega allan leikinn og í hálfleik töluðum við um að halda rónni og halda áfram að spila. Við sköpuðum fullt af færum. Mjög góður leikur,“ bætti Aron við en fyrir utan kafla í fyrri hálfleiknum voru Blikar mun betra liðið í leiknum. Aron sagði að það hefði verið mikilvægt að byrja síðari hálfleikinn af krafti. „Klárlega. Kristó [Kristófer Ingi Kristinsson] gerir mjög vel í þessu marki og það var gott að ná inn marki svona snemma, kannski smá sjokk fyrir þá. Mér fannst við spila vel bæði í byrjun fyrri og seinni hálfleiks og það skilaði sér.“ Þriðja mark Blika kom aðeins tuttugu sekúndum eftir að Viktor Örn Margeirsson bjargaði á línu hinu megin og kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2. „Stutt á milli í þessu. Oft þannig að þú átt eitthvað stórt atvik hjá þínu marki og svo skorar þú hinu megin. Það er oft þannig og sætt að það var okkar megin,“ en Aron var fyrstur fram í skyndisókn Blika og kom Blikum í forystu. „Halda áfram eins og í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir“ Aron tók undir með Gunnlaugi um að þetta væri mögulega hans besti leikur í sumar. „Já, sennilega. Ég hef alveg átt fína leiki en þetta hefur ekki dottið fyrir mig alveg. Tvö mörk og ég bjó til færi, ég myndi segja það.“ Hann sagði Blika lítið hafa rætt framhaldið. Breiðablik er nú í efsta sæti Bestu deildarinnar og með þriggja stiga forskot á Víkinga sem geta þó jafnað Blika að stigum með sigri gegn Fylki á morgun. „Höfum ekki rætt það mikið, ætluðum bara að klára þennan leik og sjá svo hvað kemur í framhaldinu. Við gátum ekkert verið að hugsa þangað fyrir þennan leik. Það er bara að halda áfram eins og við höfum verið að spila í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir.“ Það er margt sem bendir til þess að úrslitakeppnin verði spennandi og gæti farið svo að leikur Breiðabliks og Víkinga í síðustu umferðinni verði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Vonandi, ég held að það allir vilji það sem fylgjast með boltanum. Allavega viljum við vera í séns þá, það er klárt,“ sagði Aron Bjarnason að lokum. Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var frekar skrýtinn. Blikar byrjuðu miklu betur, komust í 1-0 og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Þá skoraði HK skyndilega tvö mörk og komst í forystu. „Við gefum þeim bara tvö mörk. Fast leikatriði og svo bara gjöf. Mér fannst við spila vel eiginlega allan leikinn og í hálfleik töluðum við um að halda rónni og halda áfram að spila. Við sköpuðum fullt af færum. Mjög góður leikur,“ bætti Aron við en fyrir utan kafla í fyrri hálfleiknum voru Blikar mun betra liðið í leiknum. Aron sagði að það hefði verið mikilvægt að byrja síðari hálfleikinn af krafti. „Klárlega. Kristó [Kristófer Ingi Kristinsson] gerir mjög vel í þessu marki og það var gott að ná inn marki svona snemma, kannski smá sjokk fyrir þá. Mér fannst við spila vel bæði í byrjun fyrri og seinni hálfleiks og það skilaði sér.“ Þriðja mark Blika kom aðeins tuttugu sekúndum eftir að Viktor Örn Margeirsson bjargaði á línu hinu megin og kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2. „Stutt á milli í þessu. Oft þannig að þú átt eitthvað stórt atvik hjá þínu marki og svo skorar þú hinu megin. Það er oft þannig og sætt að það var okkar megin,“ en Aron var fyrstur fram í skyndisókn Blika og kom Blikum í forystu. „Halda áfram eins og í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir“ Aron tók undir með Gunnlaugi um að þetta væri mögulega hans besti leikur í sumar. „Já, sennilega. Ég hef alveg átt fína leiki en þetta hefur ekki dottið fyrir mig alveg. Tvö mörk og ég bjó til færi, ég myndi segja það.“ Hann sagði Blika lítið hafa rætt framhaldið. Breiðablik er nú í efsta sæti Bestu deildarinnar og með þriggja stiga forskot á Víkinga sem geta þó jafnað Blika að stigum með sigri gegn Fylki á morgun. „Höfum ekki rætt það mikið, ætluðum bara að klára þennan leik og sjá svo hvað kemur í framhaldinu. Við gátum ekkert verið að hugsa þangað fyrir þennan leik. Það er bara að halda áfram eins og við höfum verið að spila í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir.“ Það er margt sem bendir til þess að úrslitakeppnin verði spennandi og gæti farið svo að leikur Breiðabliks og Víkinga í síðustu umferðinni verði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Vonandi, ég held að það allir vilji það sem fylgjast með boltanum. Allavega viljum við vera í séns þá, það er klárt,“ sagði Aron Bjarnason að lokum.
Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira