Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 22:37 Trump ræddi við blaðamenn í golfklúbbi sínum í Rancho Palos Verdes utan við Los Angeles í dag. AP/Jae C. Hong Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. Haítískir innflytjendur í borginni Springfield í Ohio hafa verið mikið til umfjöllunar vestanhafs eftir að Trump og J.D. Vance, varaforsetaefni hans, tóku upp lygar fjarhægrimanna um að ólöglegir innflytjendur þar stælu og ætu gæludýr annarra borgarbúa. „Þeir eru að borða gæludýr þeirra sem búa þarna!“ sagði Trump í sjónvarskappræðum við Kamölu Harris á aðfararnótt miðvikudags. Enginn fótur er fyrir ásökununum og meirihluti þeirra Haítíbúa sem hafa sest að í Springfield eru þar löglega. Þrátt fyrir það hótaði Trump því að vísa haítískum íbúum borgarinnar úr landi og senda þá til lands sem þeir hafa engin tengsl við þegar hann ræddi við blaðamenn í Los Angeles í dag. „Við munum standa fyrir miklum brottvísunum frá Springfield í Ohio. Miklar brottvísanir. Við ætlum að koma þessu fólki burt. Við ætlum að senda það aftur til Venesúela,“ sagði fyrrverandi forsetinn sem virtist hafa gleymt því hvaðan fólkið var. Trump: We will do large deportations from Springfield, Ohio. Large deportations. We're going to get these people out. We’re bringing them back to Venezuela pic.twitter.com/41CdKtcmwq— Acyn (@Acyn) September 13, 2024 Hugsanlegt er að tveimur lygasögum hafi þar slegið saman í höfði Trump en hann hefur ítrekað logið því að venesúelanskt glæpagengi hafi „tekið yfir“ heila íbúðarblokk í Colorado og þvingað íbúa þar til þess að greiða því leigu. Yfirvöld þar hafa ítrekað að þrátt fyrir að glæpagengi hafi vissulega skotið upp kollinum þar eigi fullyrðingar um að það hafi tekið yfir blokk ekki við rök að styðjast. „Það verður að hætta“ Borgaryfirvöld og lögreglan í Springfield hefur margítrekað að ekkert sé hæft í fullyrðingum Trump og bandamanna hans um meint gæludýraát haítískra innflytjenda í borginni í vikunni. Þau hafa nú einnig þurft að glíma við röð hótanna sem leiddu meðal annars til þes að þrír skólar voru annað hvort rýmdir eða lokað tímabundið. Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi árásir Trump og félaga á hatítíska innflytjendasamfélagið í dag. Leiðtogar þess hafa sagt ummæli Trump geta stefnt lífi fólks í hættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta verður að hætta, það sem hann er að gera. Það verður að hætta,“ sagði Biden. Trump hefur boðað stórfelldar brottvísanir fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum nái hann kjöri, jafnvel tugi milljóna manna. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Haítí Venesúela Innflytjendamál Gæludýr Tengdar fréttir Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Haítískir innflytjendur í borginni Springfield í Ohio hafa verið mikið til umfjöllunar vestanhafs eftir að Trump og J.D. Vance, varaforsetaefni hans, tóku upp lygar fjarhægrimanna um að ólöglegir innflytjendur þar stælu og ætu gæludýr annarra borgarbúa. „Þeir eru að borða gæludýr þeirra sem búa þarna!“ sagði Trump í sjónvarskappræðum við Kamölu Harris á aðfararnótt miðvikudags. Enginn fótur er fyrir ásökununum og meirihluti þeirra Haítíbúa sem hafa sest að í Springfield eru þar löglega. Þrátt fyrir það hótaði Trump því að vísa haítískum íbúum borgarinnar úr landi og senda þá til lands sem þeir hafa engin tengsl við þegar hann ræddi við blaðamenn í Los Angeles í dag. „Við munum standa fyrir miklum brottvísunum frá Springfield í Ohio. Miklar brottvísanir. Við ætlum að koma þessu fólki burt. Við ætlum að senda það aftur til Venesúela,“ sagði fyrrverandi forsetinn sem virtist hafa gleymt því hvaðan fólkið var. Trump: We will do large deportations from Springfield, Ohio. Large deportations. We're going to get these people out. We’re bringing them back to Venezuela pic.twitter.com/41CdKtcmwq— Acyn (@Acyn) September 13, 2024 Hugsanlegt er að tveimur lygasögum hafi þar slegið saman í höfði Trump en hann hefur ítrekað logið því að venesúelanskt glæpagengi hafi „tekið yfir“ heila íbúðarblokk í Colorado og þvingað íbúa þar til þess að greiða því leigu. Yfirvöld þar hafa ítrekað að þrátt fyrir að glæpagengi hafi vissulega skotið upp kollinum þar eigi fullyrðingar um að það hafi tekið yfir blokk ekki við rök að styðjast. „Það verður að hætta“ Borgaryfirvöld og lögreglan í Springfield hefur margítrekað að ekkert sé hæft í fullyrðingum Trump og bandamanna hans um meint gæludýraát haítískra innflytjenda í borginni í vikunni. Þau hafa nú einnig þurft að glíma við röð hótanna sem leiddu meðal annars til þes að þrír skólar voru annað hvort rýmdir eða lokað tímabundið. Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi árásir Trump og félaga á hatítíska innflytjendasamfélagið í dag. Leiðtogar þess hafa sagt ummæli Trump geta stefnt lífi fólks í hættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta verður að hætta, það sem hann er að gera. Það verður að hætta,“ sagði Biden. Trump hefur boðað stórfelldar brottvísanir fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum nái hann kjöri, jafnvel tugi milljóna manna.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Haítí Venesúela Innflytjendamál Gæludýr Tengdar fréttir Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44