Innflytjendamál

Fréttamynd

Sakar Maríu um trumpisma

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 

Innlent
Fréttamynd

„Hún er bara heiðar­legur ras­isti“

Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur fer hörðum orðum um fyrirkomulag Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálpar við matargjöf. Ásgerður gefur Íslendingum forgang í matargjöf fram yfir fólk af erlendum uppruna. Bragi segir það að vissu leyti gott að Ásgerður sé „heiðarleg í sínum rasisma“. 

Innlent
Fréttamynd

Femín­istar botna ekkert í Diljá

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi.

Innlent
Fréttamynd

„Það er svo al­rangt að ég sé ein­hver ras­isti“

Breyta á matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands þannig að Íslendingar verða boðaðir á sérstökum dögum og útlendingar á öðrum, eftir ítrekuð tilvik þar sem útlendingar höfðu uppi ógnandi hegðun, að sögn formanns Fjölskylduhjálpar. Hún hafnar ásökunum um rasisma og segir ráðstöfunina það eina í stöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Sérdagar fyrir Ís­lendinga vegna hótana og yfir­gangs

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga.

Innlent
Fréttamynd

Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur mark­mið næsta árs

„Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Diljá Mist segir hræsni ein­kenna ís­lenska femín­ista

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara.

Innlent
Fréttamynd

Mega bara ís­lenskir karl­menn nauðga konum á Ís­landi?

Þann 16. febrúar síðastliðinn lét aktívistinn Ólöf Tara þau orð falla á X (áður Twitter) að mönnum sé upp til hópa alveg sama um þolendur kynferðisofbeldis ef það er Íslendingur eða hvítur maður sem nauðgar. Í færslunni kjarnaði hún þá umræðu sem þolendur líða fyrir í ummælakerfum Internetsins þar sem viðbrögð við ásökunum um kynferðisofbeldi eru misjöfn eftir því hvort gerendurnir eru íslenskir eða erlendir.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég fer ekki í búr eins og dýr“

Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl Abu-Samrah hefur skorað á fjölmiðlamanninn Stefán Einar Stefánsson í glímu vegna ummæla sem hann lét falla í hlaðvarpsþætti fyrr í vikunni. Hann birti færslu á samfélagsmiðla þar sem hann biður fólk um að læka færsluna ef það vill sjá þá tvo takast á í „búrinu.“ Stefán segir að ef menn vilji koma honum í búr þá sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma.

Lífið
Fréttamynd

Um­ræða um út­lendinga oft harka­leg og ekki upp­byggi­leg

Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir umræðu um útlendinga hafa verið harkalega og ekki uppbyggilega. Hann kynnti nýlega fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Markmiðið með stefnunni er að búa til samfélag sem er jafnara og býður upp á sömu tækifæri fyrir alla, óháð uppruna. Í haust mun hann leggja fram tillögu til þingsályktunarum stefnuna til fimmtán ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára.

Innlent
Fréttamynd

Til stuðnings Krist­rúnu Frostadóttur

Nú býðst sósíaldemókrötum og vinstri mönnum að sameinast um ábyrga stefnu í útlendingamálum – og fleiri málum. Ekki er óhugsandi að einhverjum hafi þótt mál til komið.

Skoðun
Fréttamynd

Uppreisnarhaf ís­lenskunnar

Dagurinn var kaldur; eins og allir dagar á Íslandi. Ég man hvað ég var spennt. Ég var búin að læra ómissandi orð. Ég var búin að læra að segja góðan daginn „gondain“ og tölurnar upp í tíu: „ein, tueir, trir, fiorir, fim, secs, shiu, auta, niu, tiu.“ Svo var ég með aðra setningu upp í erminni: „eki ropa nuna,“ endurminning úr kvöldmatarboði með krökkum, en ég átti ekki von á því að þurfa að nota hana; ekki heldur „tac firir matin“ eða „lugreglan“ – nauðsynlegt orð fyrir konu sem er ein í nýju landi.

Skoðun
Fréttamynd

Egill syrgir brott­vísun vina sinna

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segist hryggja það að vinum hans, þau Tomasso og Analis, verði vísað brott og þau send aftur til Venesúela. Það sé sárt og óréttlátt að svo góðu fólki sé hrakið af landinu en hann fái, með sitt íslenska vegabréf, að ferðast um heiminn án vandræða.

Innlent
Fréttamynd

Öldrun heimilis­lækna og fólks­fjölgun valda læknaskorti

Skort á heimilislæknum má meðal annars rekja til þess hversu margir þeirra eru að láta af störfum vegna aldurs og örar fjölgunar landsmanna, að sögn formanns Félags íslenskra heimilislækna. Af þessum sökum hafi ekki tekist að fullmanna heilsugæslustöðvar sem eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Yazan vísað úr landi eftir Verslunar­manna­helgi

Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 

Innlent
Fréttamynd

Met­að­sókn er­lendra ríkis­borgara í fram­halds- og há­skólanám

Nemendur á skólastigum fyrir ofan grunnskóla á Íslandi voru 43.446 haustið 2023 og hafði fækkað um 618 frá fyrra ári, eða um 1,4 prósent. Ekki hafa verið færri 16 ára nemendur síðan 2018. Mikil fjölgun er meðal erlendra ríkisborgara og hafa þeir aldrei verið fleiri í námi eftir grunnskóla. Flestir þeirra eru Pólverjar. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hvað getum við tekið á móti mörgum?

Óttinn við ófyrirsjáanlegan fjölda umsókna dúkkar upp í hvert skipti sem ræða á stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þessi ótti er ekki nýr af nálinni og á sér ekki rætur í fjölgun umsókna síðustu ár, heldur hefur hann alla tíð fylgt umræðum um mögulega fólksflutninga til landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­rún boðar lokuð bú­setu­úr­ræði strax í haust

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gefur ekki þumlung eftir í útlendingamálunum en hún boðaðar breytingar: Fingrafaraskannar á landamærum, lokuð búsetuúrræði og að umsóknum um hæli á Íslandi verði komið niður í tvö til þrjú hundruð.

Innlent
Fréttamynd

Reyk­víkingur ársins fann fyrir pressu á ár­bakkanum

Grunnskólakennari í Breiðholti, sem valinn var Reykvíkingur ársins, segist hissa yfir tilnefningunni. Það sé þó mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir störf sín, og gaman að hafa veitt maríulax í Elliðaánum í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Kennari í Breið­holti er Reyk­víkingur ársins

Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Henni er lýst sem fagmanneskju fram í fingurgóma. Hún segir útnefninguna hafa komið mjög á óvart og þakkar skilningsríkri fjölskyldu stuðninginn.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin ætli ekki að „bara vera með upp­hrópanir“

Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“.

Innlent
Fréttamynd

Leita að nýju hús­næði fyrir kaffi­stofu Sam­hjálpar

Samhjálp leitar nú að nýju húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring.

Innlent
Fréttamynd

Þegar forréttindafólk í valda­stöðu skerðir mann­réttindi jaðarsettra hópa

Dagurinn í dag fer í sögubækurnar sem mikill sorgardagur. Alþingi hefur enn einu sinni samþykkt breytingar á útlendingalögum sem fela í sér frekari skerðingar á grundvallarréttindum fólks á flótta, sem þrengja að möguleikum fólks sem neyðst hefur til þess að flýja stríð, átök, ofsóknir eða aðrar hörmungar til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi, og auka misrétti í garð flóttafólks og hreinlega valda þeim skaða. 

Skoðun