„Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2024 08:02 Alexander pakkaði Pálma pabba sínum saman: „það verður bara að viðurkennast“. vísir / ívar Einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason, kom inn á í sinum fyrsta leik í Bestu deildinni á dögunum. Hann hefur verið á reynslu í Danmörku og stefnir þangað aftur. Metið setti Alexander, sem er fæddur árið 2010, þegar hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 4-2 sigri KR gegn ÍA. Þá aðeins 14 ára og 147 daga gamall. FH-ingurinn Gils Gíslason átti fyrra metið en hann var 14 ára og 318 daga þegar hann kom inn á í leik með FH undir lok tímabilsins sumarið 2022. „[Tilfinningin] var mjög góð [að ganga inn á völl]. Ég var búinn að bíða eftir þessu í smá tíma en fékk loksins sénsinn. Ég var ekki jafn stressaður og ég hélt ég myndi vera,“ sagði Alexander í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Lykilmaður langt upp fyrir sig Alexander hefur verið valinn í landsliðshóp U15-ára liðs Íslands og leikið með 2., 3. og 4. flokki KR-inga í sumar. Á dögunum fór hann úti á reynslu til danska liðsins Nordsjælland og mun síðan fara á reynslu til FCK strax eftir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexander í lykilhlutverkið með 2.flokki KR. „Ég er búinn að vera í fótbolta síðan ég man eftir mér. Þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Alexander sem kemur af góðum genum og fylgdist alla tíð með föður sínum spila, Pálma Rafni Pálmasyni. Föðurbetrungur Pálmi er fyrrum atvinnumaður sem átti farsælan feril í Noregi sem og hér á landi. Hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn 15 ára gamall með Völsungi. „Ég var á sextánda ári, þannig að jú hann er búinn að pakka mér saman, það verður bara að viðurkennast,“ sagði faðirinn stoltur. Alexander þykir heilmikið efni og stefnir alla leið í boltanum, draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann heldur með Arsenal.vísir / ívar Pálmi er framkvæmdastjóri KR en hafði son sinn á varamannabekknum þegar hann stýrði liðinu tímabundið í sumar, Óskar Hrafn Þorvaldsson var tekinn við störfum þegar Alexander kom inn á gegn ÍA. „Nógu stressaður var ég á lokamínútunum, en þegar við komumst í 4-2 þá róaðist ég aðeins niður. Svo kipptist hjartað aftur af stað þegar hann skokkaði inn á.“ Ekkert svindl í gangi Pálmi segir ekkert gruggugt við það að hann sé að fá mínútur með KR þrátt fyrir ungan aldur. „Það eru engar tilviljanir hverjir eru í hóp og ekkert svindl í gangi. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, hann á ekki að græða á því en hann á heldur ekki að líða fyrir það að vera sonur minn.“ Innslagið úr Sportpakkan gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Metið setti Alexander, sem er fæddur árið 2010, þegar hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 4-2 sigri KR gegn ÍA. Þá aðeins 14 ára og 147 daga gamall. FH-ingurinn Gils Gíslason átti fyrra metið en hann var 14 ára og 318 daga þegar hann kom inn á í leik með FH undir lok tímabilsins sumarið 2022. „[Tilfinningin] var mjög góð [að ganga inn á völl]. Ég var búinn að bíða eftir þessu í smá tíma en fékk loksins sénsinn. Ég var ekki jafn stressaður og ég hélt ég myndi vera,“ sagði Alexander í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Lykilmaður langt upp fyrir sig Alexander hefur verið valinn í landsliðshóp U15-ára liðs Íslands og leikið með 2., 3. og 4. flokki KR-inga í sumar. Á dögunum fór hann úti á reynslu til danska liðsins Nordsjælland og mun síðan fara á reynslu til FCK strax eftir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexander í lykilhlutverkið með 2.flokki KR. „Ég er búinn að vera í fótbolta síðan ég man eftir mér. Þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Alexander sem kemur af góðum genum og fylgdist alla tíð með föður sínum spila, Pálma Rafni Pálmasyni. Föðurbetrungur Pálmi er fyrrum atvinnumaður sem átti farsælan feril í Noregi sem og hér á landi. Hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn 15 ára gamall með Völsungi. „Ég var á sextánda ári, þannig að jú hann er búinn að pakka mér saman, það verður bara að viðurkennast,“ sagði faðirinn stoltur. Alexander þykir heilmikið efni og stefnir alla leið í boltanum, draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann heldur með Arsenal.vísir / ívar Pálmi er framkvæmdastjóri KR en hafði son sinn á varamannabekknum þegar hann stýrði liðinu tímabundið í sumar, Óskar Hrafn Þorvaldsson var tekinn við störfum þegar Alexander kom inn á gegn ÍA. „Nógu stressaður var ég á lokamínútunum, en þegar við komumst í 4-2 þá róaðist ég aðeins niður. Svo kipptist hjartað aftur af stað þegar hann skokkaði inn á.“ Ekkert svindl í gangi Pálmi segir ekkert gruggugt við það að hann sé að fá mínútur með KR þrátt fyrir ungan aldur. „Það eru engar tilviljanir hverjir eru í hóp og ekkert svindl í gangi. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, hann á ekki að græða á því en hann á heldur ekki að líða fyrir það að vera sonur minn.“ Innslagið úr Sportpakkan gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira