Fjörutíu og sjö fallnir og rúmlega tvö hundruð særðir í skotflaugaárás Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2024 11:54 Ekki var mikill fyrirvari að árásinni og voru margir enn á leið í neðanjarðarbyrgi þegar skotflaugarnar lentu. Að minnsta kosti 47 féllu og 206 eru særðir eftir að tvær skotflaugar hæfðu skóla, þar sem nýir hermenn fá þjálfun, og sjúkrahús í Poltava í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir marga hafa lent undir braki húsa sem skemmdust í árásinni. Svo virðist sem stofnun þar sem hermenn fá þjálfun í fjarskiptum hafi verið eitt skotmarka Rússa í borginni og sjúkrahús þar nærri hafi orðið fyrir hinni skotflauginni. Ekki hefur verið gefið út hve stór hluti hinna látnu og særðu eru hermenn. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir nokkur lík klædd í herbúninga. Í yfirlýsingu sem Selenskí birti í dag sagðist hann hafa gefið þá skipun að tildrög árásarinnar yrðu rannsökuð í þaula og að Rússar myndu gjalda fyrir þessa árás. Þá kallaði Selenskí eftir því að Úkraínumenn fengu fleiri loftvarnarkerfi og önnur vopn sem þeir gætu notað til að stöðva þessar árásir Rússa. I received preliminary reports on the Russian strike in Poltava. According to available information, two ballistic missiles hit the area. They targeted an educational institution and a nearby hospital, partially destroying one of the telecommunications institute's buildings.… pic.twitter.com/TNppPr1OwF— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 3, 2024 Ráðamenn í Poltava hafa kallað eftir því að íbúar gefi blóð. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missile“ en varnarmálaráðuneyti Úkraínu segir að lítill fyrirvari hafi verið að árásinni og margir hafi enn verið á leið í sprengjubyrgi. Enn er unnið að því að bjarga fólki úr rústunum. Uppfært: Fjöldi fallinna og særðra hefur verið hækkaður úr 41 og 180. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33 Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Hóta að breyta kjarnorkuvopnastefnu vegna stuðnings við Úkraínu Stjórnvöld í Kreml hóta því nú að breyta stefnu sinni um hvenær þau eru tilbúin að beita kjarnavopnum vegna stuðnings vestrænna ríkja við Úkraínu. Þau saka Vesturlönd um að „ganga of langt“ í stríði sem Rússland hóf. 1. september 2024 23:20 Slysið hörmulega muni ekki hafa áhrif á vopnasendingar Flugsérfræðingur segist fullviss um að harmræn örlög flugmanns F-16 herþotu, sem Úkraínumenn fengu nýverið afhenta, muni ekki hafa áhrif á frekari vopnasendingar vesturvelda til Úkraínu. Enn er á huldu hvað nákvæmlega olli slysinu, sem fengið hefur mjög á úkraínsku þjóðina. 31. ágúst 2024 22:01 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Svo virðist sem stofnun þar sem hermenn fá þjálfun í fjarskiptum hafi verið eitt skotmarka Rússa í borginni og sjúkrahús þar nærri hafi orðið fyrir hinni skotflauginni. Ekki hefur verið gefið út hve stór hluti hinna látnu og særðu eru hermenn. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir nokkur lík klædd í herbúninga. Í yfirlýsingu sem Selenskí birti í dag sagðist hann hafa gefið þá skipun að tildrög árásarinnar yrðu rannsökuð í þaula og að Rússar myndu gjalda fyrir þessa árás. Þá kallaði Selenskí eftir því að Úkraínumenn fengu fleiri loftvarnarkerfi og önnur vopn sem þeir gætu notað til að stöðva þessar árásir Rússa. I received preliminary reports on the Russian strike in Poltava. According to available information, two ballistic missiles hit the area. They targeted an educational institution and a nearby hospital, partially destroying one of the telecommunications institute's buildings.… pic.twitter.com/TNppPr1OwF— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 3, 2024 Ráðamenn í Poltava hafa kallað eftir því að íbúar gefi blóð. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missile“ en varnarmálaráðuneyti Úkraínu segir að lítill fyrirvari hafi verið að árásinni og margir hafi enn verið á leið í sprengjubyrgi. Enn er unnið að því að bjarga fólki úr rústunum. Uppfært: Fjöldi fallinna og særðra hefur verið hækkaður úr 41 og 180.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33 Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Hóta að breyta kjarnorkuvopnastefnu vegna stuðnings við Úkraínu Stjórnvöld í Kreml hóta því nú að breyta stefnu sinni um hvenær þau eru tilbúin að beita kjarnavopnum vegna stuðnings vestrænna ríkja við Úkraínu. Þau saka Vesturlönd um að „ganga of langt“ í stríði sem Rússland hóf. 1. september 2024 23:20 Slysið hörmulega muni ekki hafa áhrif á vopnasendingar Flugsérfræðingur segist fullviss um að harmræn örlög flugmanns F-16 herþotu, sem Úkraínumenn fengu nýverið afhenta, muni ekki hafa áhrif á frekari vopnasendingar vesturvelda til Úkraínu. Enn er á huldu hvað nákvæmlega olli slysinu, sem fengið hefur mjög á úkraínsku þjóðina. 31. ágúst 2024 22:01 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33
Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09
Hóta að breyta kjarnorkuvopnastefnu vegna stuðnings við Úkraínu Stjórnvöld í Kreml hóta því nú að breyta stefnu sinni um hvenær þau eru tilbúin að beita kjarnavopnum vegna stuðnings vestrænna ríkja við Úkraínu. Þau saka Vesturlönd um að „ganga of langt“ í stríði sem Rússland hóf. 1. september 2024 23:20
Slysið hörmulega muni ekki hafa áhrif á vopnasendingar Flugsérfræðingur segist fullviss um að harmræn örlög flugmanns F-16 herþotu, sem Úkraínumenn fengu nýverið afhenta, muni ekki hafa áhrif á frekari vopnasendingar vesturvelda til Úkraínu. Enn er á huldu hvað nákvæmlega olli slysinu, sem fengið hefur mjög á úkraínsku þjóðina. 31. ágúst 2024 22:01