Hóta að breyta kjarnorkuvopnastefnu vegna stuðnings við Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2024 23:20 Vladímír Pútín Rússlandsforseti á fundi um öryggismál. Rjabkov aðstoðarutanríkisráðherra er fremst vinstra megin á myndinni. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hóta því nú að breyta stefnu sinni um hvenær þau eru tilbúin að beita kjarnavopnum vegna stuðnings vestrænna ríkja við Úkraínu. Þau saka Vesturlönd um að „ganga of langt“ í stríði sem Rússland hóf. Rússar eiga stærsta kjarnorkuvopnabúr í heimi og þeir hafa ítrekað ýjað að því að þeir gætu beitt þeim til þess að fæla vestræn lýðræðisríki frá því að aðstoða Úkraínumenn í að verjast innrás þeirra. Daginn sem innrásin hófst hótaði Vladímír Pútín forseti því að þeir sem reyndu að stöðva Rússa fengju að kenna á því á „hátt sem þeir hefðu aldrei upplifað áður“. Nú hafa rússneskir fjölmiðlar eftir Sergei Rjakbov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, að stjórnvöld séu langt komin með breytingar á kjarnorkuvopnastefnu sinni og að þau hafi kláran ásetning um „leiðréttingar“. Breytingarnar rakti Rjabkov til „stigmögnunar“ vestrænna andstæðinga Rússlands í tengslum við stríðið í Úkraínu. Dmitríj Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sakaði vestræn ríki um að ganga of langt í viðtali sem birtist í dag. Hann fullyrti að Rússar gerðu hvað sem þurfa þyrfti til þess að verja hagsmuni sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn hafa undanfarnar vikur notað vestræn vopn til þess að hernema landsvæði í Kúrsk-héraði í Rússlandi sem Rússar hafa átt erfitt með að svara. Sú gagninnrás virtist gera lítið úr yfirlýsingum Pútíns sem virtist ætlað að láta vestræn ríki óttast að hann gæti beitt kjarnavopnum ef þau taka of virkan þátt í vörnum Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill að vestrænir bandamenn leyfi Úkraínumönnum að nota vopn til þess að gera gagnárásir lengra inn í Rússland, þaðan sem árásir eru gerðar yfir landamærin. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Rússar eiga stærsta kjarnorkuvopnabúr í heimi og þeir hafa ítrekað ýjað að því að þeir gætu beitt þeim til þess að fæla vestræn lýðræðisríki frá því að aðstoða Úkraínumenn í að verjast innrás þeirra. Daginn sem innrásin hófst hótaði Vladímír Pútín forseti því að þeir sem reyndu að stöðva Rússa fengju að kenna á því á „hátt sem þeir hefðu aldrei upplifað áður“. Nú hafa rússneskir fjölmiðlar eftir Sergei Rjakbov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, að stjórnvöld séu langt komin með breytingar á kjarnorkuvopnastefnu sinni og að þau hafi kláran ásetning um „leiðréttingar“. Breytingarnar rakti Rjabkov til „stigmögnunar“ vestrænna andstæðinga Rússlands í tengslum við stríðið í Úkraínu. Dmitríj Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sakaði vestræn ríki um að ganga of langt í viðtali sem birtist í dag. Hann fullyrti að Rússar gerðu hvað sem þurfa þyrfti til þess að verja hagsmuni sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn hafa undanfarnar vikur notað vestræn vopn til þess að hernema landsvæði í Kúrsk-héraði í Rússlandi sem Rússar hafa átt erfitt með að svara. Sú gagninnrás virtist gera lítið úr yfirlýsingum Pútíns sem virtist ætlað að láta vestræn ríki óttast að hann gæti beitt kjarnavopnum ef þau taka of virkan þátt í vörnum Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill að vestrænir bandamenn leyfi Úkraínumönnum að nota vopn til þess að gera gagnárásir lengra inn í Rússland, þaðan sem árásir eru gerðar yfir landamærin.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11
Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11