Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 16:09 Brak úr rússneskri eldflaug lenti á þessum skóla í Kænugarði í nótt. AP/Vasilisa Stepanenko Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. Brak úr eldflaugum sem hæfðar voru með loftvarnarkerfum féllu á Kænugarð og særðust þrír. Þar á meðal voru tvö leikskólabörn. Árásir voru einnig gerðar á Karkív, þar sem minnst þrettán borgarar eru látnir. Ein eldflauganna sem skotið var á Karkív er sögð hafa hæft munaðarleysingjahæli. Nýtt skólaár hefst í Úkraínu í dag. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í dag að hluti eldflauganna sem skotið hefði verið að Úkraínu í nótt hefði komið frá Norður-Kóreu. Hann sagði alræðisstjórnir Rússlands og Norður-Kóreu ekki setja sér neinar takmarkanir á því hvaða skotmörk þær gætu skotið á en Úkraínumenn þyrftu að berjast með bundnar hendur vegna takmarkana sem bakhjarlar þeirra segja þeim. Kallaði Kúleba eftir því að þessar takmarkanir yrðu felldar úr gildi svo Úkraínumenn gætu beitt vestrænum vopnum gegn hernaðarlegum skotmörkum innan Rússlands. Áður hafa Úkraínumenn kallað eftir því að geta gert árásir á flugvelli þar sem flugvélar sem bera eldflaugar taka á loft og aðra staði þar sem eldflaugum og drónum er skotið að Úkraínu. This night, Ukrainian school-age children and their parents slept peacefully at home before the start of the school year.Russia launched a barrage of 35 missiles and 23 drones into Ukraine early this morning, while people were sleeping. Fortunately, Ukraine's air defense saved…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 2, 2024 Ræddi við skólabörn um stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í morgun að sókn Úkraínumanna inn í Kúrskhérað í Rússlandi myndi ekki stöðva framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu, þar sem hersveitir Rússa hafa sótt hraðar fram á undanförnum vikum. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna myndi misheppnast og að í kjölfarið myndu ráðamenn í Úkraínu falast eftir friðarviðræðum. Þetta sagði Pútín er hann ræddi við ung skólabörn í Kyzyl í Rússlandi í morgun. Vladimír Pútín ræddi við skólabörn í austurhluta Rússlands í morgun.AP/Kristina Kormilitsyna Það á sérstaklega við nærri borginni Pokrovsk í Dónetskhéraði. Rússar hafa um langt skeið sótt að borginni og hefur það gengið hægt. Sóknin hefur þó gengið hraðar á undanförnum vikum og hélt Pútín því fram að rússneskir hermenn væru hættir að sækja fram um tvö til þrjú hundruð metra í einu og væru þess í stað farnir að taka kílómetra á eftir kílómetra. „Við höfum ekki náð svona sóknarhraða í Donbas um langt skeið,“ sagði Pútín við börnin, samkvæmt frétt Reuters. NEW: Ukrainian forces reportedly conducted the largest series of drone strikes against targets within Russia on the night of August 31 to September 1.Ukrainian forces continued to conduct assaults in Kursk Oblast on September 1, but there were no confirmed Ukrainian advances.… pic.twitter.com/aqBzrDkDyv— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 1, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Brak úr eldflaugum sem hæfðar voru með loftvarnarkerfum féllu á Kænugarð og særðust þrír. Þar á meðal voru tvö leikskólabörn. Árásir voru einnig gerðar á Karkív, þar sem minnst þrettán borgarar eru látnir. Ein eldflauganna sem skotið var á Karkív er sögð hafa hæft munaðarleysingjahæli. Nýtt skólaár hefst í Úkraínu í dag. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í dag að hluti eldflauganna sem skotið hefði verið að Úkraínu í nótt hefði komið frá Norður-Kóreu. Hann sagði alræðisstjórnir Rússlands og Norður-Kóreu ekki setja sér neinar takmarkanir á því hvaða skotmörk þær gætu skotið á en Úkraínumenn þyrftu að berjast með bundnar hendur vegna takmarkana sem bakhjarlar þeirra segja þeim. Kallaði Kúleba eftir því að þessar takmarkanir yrðu felldar úr gildi svo Úkraínumenn gætu beitt vestrænum vopnum gegn hernaðarlegum skotmörkum innan Rússlands. Áður hafa Úkraínumenn kallað eftir því að geta gert árásir á flugvelli þar sem flugvélar sem bera eldflaugar taka á loft og aðra staði þar sem eldflaugum og drónum er skotið að Úkraínu. This night, Ukrainian school-age children and their parents slept peacefully at home before the start of the school year.Russia launched a barrage of 35 missiles and 23 drones into Ukraine early this morning, while people were sleeping. Fortunately, Ukraine's air defense saved…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 2, 2024 Ræddi við skólabörn um stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í morgun að sókn Úkraínumanna inn í Kúrskhérað í Rússlandi myndi ekki stöðva framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu, þar sem hersveitir Rússa hafa sótt hraðar fram á undanförnum vikum. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna myndi misheppnast og að í kjölfarið myndu ráðamenn í Úkraínu falast eftir friðarviðræðum. Þetta sagði Pútín er hann ræddi við ung skólabörn í Kyzyl í Rússlandi í morgun. Vladimír Pútín ræddi við skólabörn í austurhluta Rússlands í morgun.AP/Kristina Kormilitsyna Það á sérstaklega við nærri borginni Pokrovsk í Dónetskhéraði. Rússar hafa um langt skeið sótt að borginni og hefur það gengið hægt. Sóknin hefur þó gengið hraðar á undanförnum vikum og hélt Pútín því fram að rússneskir hermenn væru hættir að sækja fram um tvö til þrjú hundruð metra í einu og væru þess í stað farnir að taka kílómetra á eftir kílómetra. „Við höfum ekki náð svona sóknarhraða í Donbas um langt skeið,“ sagði Pútín við börnin, samkvæmt frétt Reuters. NEW: Ukrainian forces reportedly conducted the largest series of drone strikes against targets within Russia on the night of August 31 to September 1.Ukrainian forces continued to conduct assaults in Kursk Oblast on September 1, but there were no confirmed Ukrainian advances.… pic.twitter.com/aqBzrDkDyv— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 1, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira