Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2024 09:19 Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði, var stungin ítrekað af nemanda í Oslóarháskóla í fyrra. Hún sagði ótrúlegt að hún hefði lifað árásina af. Vísir/Steingrímur Dúi Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram. Maðurinn, sem þá var 23 ára gamall lyfjafræðinemi, stakk Ingunni ítrekað og særði samstarfskonu hennar við háskólann 24. ágúst í fyrra. Ingunn er dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla. Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás. Fyrir dómi lýsti maðurinn sig saklausan af tilraun til manndráps en sekan um líkamsárás. Fullyrti hann að hann hefði ekki ætlað sér að ráða Ingunni bana. Réttarsálfræðingar telja að maðurinn hafi ekki verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn. Hann hefur síðan verið greindur með Aspergerheilkenni. Upplifði mikla gremju í garð Ingunnar Nemandinn lýsti aðdraganda árásarinnar. Hann hefði fallið á prófi öðru sinni og fengið fund með Ingunni og kennaranum sem lagði prófið fyrir til þess að fá skýringar á því. Hann hefði fundað með Ingunni áður, eftir að hann féll á prófinu í fyrra skiptið, og að mikil kergja hefði byggst upp innra með honum gegn henni. Hann hefði verið ósáttur við svör hennar og fundist að hann fengi ekki þá hjálp sem hann þyrfti til þess að komast í gegnum prófið, að því er kemur fram í frétt norska vefmiðilsins Khrono. Ingunn lýsti sjálf fyrir dómi á mánudag að sér hefði fundist fyrri fundurinn með nemandanum óþægilegur. Hann hefði ekki skilið hvers vegna hann féll á prófinu og krafist skýringa. Tók hnífa með til þess að stjórna aðstæðum Maðurinn tók tvo hnífa með sér á fundinn. Bar hann því við að þeir ættu að veita honum einhvers konar stjórn á aðstæðum þrátt fyrir að hann ætlaði sér ekki að nota þá. Þetta hefði hann séð í teiknimyndasögum og öðrum sögum. Þrátt hefði það hefði gremja hans aðeins aukist á fundinum. Honum hefði ekki fundist hann fá fullnægjandi skýringar eða aðstoð. Hann hafi verið ósammála Ingunni um hvar hann þyrfti að bæta sig. „Hún talaði við mig eins og barn. Með hana, það er eins og hún segi eitthvað sem ég veit að er rangt en hún talar við mig eins og ég sé óæðri.“ Ingunn sagði á mánudag að maðurinn hefði verið ósammála þeim og að hann hefði talið að hann hefði verið felldur ranglega á prófinu. Hann hefði ekki skilið skýringar þeirra. Vildi taka Ingunni úr leik til að geta endurtekið prófið Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum og neitaði að funda með nemandanum aftur sagðist hann hafa kennt henni um stöðu sína. Hún hafi þá svarað að hún yrði áfram á næstu önn. Það hafi verið síðasta hálmstráið fyrir nemandann. „Þá kemst ég í aðstæður þar sem ég nota hnífinn. Ég hugsaði að ég gæti ekki haft hana í aðra önn,“ sagði hann. Ætlun hans hafi verið að taka Ingunni úr leik í átta til tíu mánuði til þess að hann gæti tekið prófið aftur. Fyrst skar maðurinn á háls Ingunnar. Hann sagðist hafa hætt því þar sem hann hefði talið það of langt gengið. Þá hefði hann ákveðið að stinga hana í kviðinn. Fram hefur komið að maðurinn stakk Ingunni fimmtán til tuttugu sinnum. Ingunn sagði að maðurinn hefði haldið áfram að stinga sig þar sem hún lá á gólfinu eftir að hann lagði fyrst til hennar. Starfsmenn skólans náðu á endanum að yfirbuga nemandann. Taldi áfallið ekki meira fyrir þær en hann sjálfan Enga iðrun var að finna hjá manninum nú ári seinna. Þegar saksóknari spurði hann um hvað hann hefði hugsað eftir það sem hann gerði Ingunni talaði hann um hvað það hefði verið mikið áfall fyrir hann sjálfan. Hann teldi ekki að árásin hefði verið meira áfall fyrir Ingunni og kennarann en hann. Sagðist hann ekki iðrast neinst gagnvart Ingunni. Hann hafi í fyrstu harmað að hafa sært kennarann sem kom henni til varnar en þegar hann frétti að áverkar kennarans væru ekki jafn alvarlegir og hann hélt hafi þær tilfinningar horfið sem dögg fyrir sólu. Ingunn sagði dómnum á mánudag að hún hefði þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir eftir árásina. Hún hafi átt erfitt andlega og átt erfitt með svefn og einbeitingu. Þá hefði hún fyrst á eftir ekki getað borðað kjöt því það minnti hana á árásina og henni fyndust hnífar óþægilegir. Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Maðurinn, sem þá var 23 ára gamall lyfjafræðinemi, stakk Ingunni ítrekað og særði samstarfskonu hennar við háskólann 24. ágúst í fyrra. Ingunn er dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla. Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás. Fyrir dómi lýsti maðurinn sig saklausan af tilraun til manndráps en sekan um líkamsárás. Fullyrti hann að hann hefði ekki ætlað sér að ráða Ingunni bana. Réttarsálfræðingar telja að maðurinn hafi ekki verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn. Hann hefur síðan verið greindur með Aspergerheilkenni. Upplifði mikla gremju í garð Ingunnar Nemandinn lýsti aðdraganda árásarinnar. Hann hefði fallið á prófi öðru sinni og fengið fund með Ingunni og kennaranum sem lagði prófið fyrir til þess að fá skýringar á því. Hann hefði fundað með Ingunni áður, eftir að hann féll á prófinu í fyrra skiptið, og að mikil kergja hefði byggst upp innra með honum gegn henni. Hann hefði verið ósáttur við svör hennar og fundist að hann fengi ekki þá hjálp sem hann þyrfti til þess að komast í gegnum prófið, að því er kemur fram í frétt norska vefmiðilsins Khrono. Ingunn lýsti sjálf fyrir dómi á mánudag að sér hefði fundist fyrri fundurinn með nemandanum óþægilegur. Hann hefði ekki skilið hvers vegna hann féll á prófinu og krafist skýringa. Tók hnífa með til þess að stjórna aðstæðum Maðurinn tók tvo hnífa með sér á fundinn. Bar hann því við að þeir ættu að veita honum einhvers konar stjórn á aðstæðum þrátt fyrir að hann ætlaði sér ekki að nota þá. Þetta hefði hann séð í teiknimyndasögum og öðrum sögum. Þrátt hefði það hefði gremja hans aðeins aukist á fundinum. Honum hefði ekki fundist hann fá fullnægjandi skýringar eða aðstoð. Hann hafi verið ósammála Ingunni um hvar hann þyrfti að bæta sig. „Hún talaði við mig eins og barn. Með hana, það er eins og hún segi eitthvað sem ég veit að er rangt en hún talar við mig eins og ég sé óæðri.“ Ingunn sagði á mánudag að maðurinn hefði verið ósammála þeim og að hann hefði talið að hann hefði verið felldur ranglega á prófinu. Hann hefði ekki skilið skýringar þeirra. Vildi taka Ingunni úr leik til að geta endurtekið prófið Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum og neitaði að funda með nemandanum aftur sagðist hann hafa kennt henni um stöðu sína. Hún hafi þá svarað að hún yrði áfram á næstu önn. Það hafi verið síðasta hálmstráið fyrir nemandann. „Þá kemst ég í aðstæður þar sem ég nota hnífinn. Ég hugsaði að ég gæti ekki haft hana í aðra önn,“ sagði hann. Ætlun hans hafi verið að taka Ingunni úr leik í átta til tíu mánuði til þess að hann gæti tekið prófið aftur. Fyrst skar maðurinn á háls Ingunnar. Hann sagðist hafa hætt því þar sem hann hefði talið það of langt gengið. Þá hefði hann ákveðið að stinga hana í kviðinn. Fram hefur komið að maðurinn stakk Ingunni fimmtán til tuttugu sinnum. Ingunn sagði að maðurinn hefði haldið áfram að stinga sig þar sem hún lá á gólfinu eftir að hann lagði fyrst til hennar. Starfsmenn skólans náðu á endanum að yfirbuga nemandann. Taldi áfallið ekki meira fyrir þær en hann sjálfan Enga iðrun var að finna hjá manninum nú ári seinna. Þegar saksóknari spurði hann um hvað hann hefði hugsað eftir það sem hann gerði Ingunni talaði hann um hvað það hefði verið mikið áfall fyrir hann sjálfan. Hann teldi ekki að árásin hefði verið meira áfall fyrir Ingunni og kennarann en hann. Sagðist hann ekki iðrast neinst gagnvart Ingunni. Hann hafi í fyrstu harmað að hafa sært kennarann sem kom henni til varnar en þegar hann frétti að áverkar kennarans væru ekki jafn alvarlegir og hann hélt hafi þær tilfinningar horfið sem dögg fyrir sólu. Ingunn sagði dómnum á mánudag að hún hefði þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir eftir árásina. Hún hafi átt erfitt andlega og átt erfitt með svefn og einbeitingu. Þá hefði hún fyrst á eftir ekki getað borðað kjöt því það minnti hana á árásina og henni fyndust hnífar óþægilegir.
Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira