Innlent

Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum

Árni Sæberg skrifar
Ingunn liggur þungt haldin á spítala.
Ingunn liggur þungt haldin á spítala. Ingunn Björnsdóttir

Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn.

Greint var frá því í gær að nemandi í Háskólanum í Osló sé grunaður um að hafa stungið tvo kennara sína með hníf í húsakynnum skólans síðdegis í gær. Annar kennaranna hafi verið fluttur alvarlega særður á sjúkrahús.

Ingunn deildi í morgun mynd af sér í sjúkrarúmi undir yfirskriftinni „Heyri að íslensku fjölmiðlarnir séu að skrifa um þetta.“ Hún baðst undan viðtali vegna árásarinnar.

Í frétt NRK um málið segir að nemandinn, sem er á þrítugsaldri, hafi verið handtekinn vegna málsins. Haft er eftir verjanda hans að hann neiti alfarið sök í málinu.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu hlutu bæði Ingunn og samkennarinn stungusár í árásinni en tveir hnífar fundust á vettvangi.

Tor Gulbrandsen hjá lögreglunni í Osló segir í samtali við NRK að ljóst sé að nemandinn hafi þekkt kennarana tvo. Hann hafi verið yfirbugaður af fólki sem varð vitni að árásinni inni í skólanum.

„Hnífi var beitt. Maðurinn var rólegur þegar lögreglu bar að garði,“ er haft eftir Gulbrandsen.

Rektor háskólans segir árásina sorglega og alvarlega. Nemendum og starfsfólki skólans hafi þegar verið boðin áfallahjálp.


Tengdar fréttir

Stakk tvo kennara sína og særði annan alvarlega

Nemandi í Háskólanum í Osló er grunaður um að hafa stungið tvo kennara sína í húsakynnum skólans síðdegis í dag. Annar kennaranna hefur verið fluttur alvarlega særður á sjúkrahús.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×