„Þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur“ Atli Arason skrifar 11. ágúst 2024 22:42 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliks Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var verulega svekktur með 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld en Halldór var allt annað en sáttur við dómgæsluna í kvöld. „Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Vill vinna titilinn á eigin forsendum Formúla 1 Viðurkennir mistök en segir lögregluna hafa „lamið hundinn úr sér“ Sport Haukur gekk frá lærisveinum Guðmundar Handbolti Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich Enski boltinn HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti Handbolti „Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” Handbolti Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Fram upp í Bestu deild kvenna Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Úr krílaleikfimi á KR völlinn Kári bauð Kára velkominn í Víking Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals „Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara Sjá meira
„Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Vill vinna titilinn á eigin forsendum Formúla 1 Viðurkennir mistök en segir lögregluna hafa „lamið hundinn úr sér“ Sport Haukur gekk frá lærisveinum Guðmundar Handbolti Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich Enski boltinn HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti Handbolti „Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” Handbolti Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Fram upp í Bestu deild kvenna Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Úr krílaleikfimi á KR völlinn Kári bauð Kára velkominn í Víking Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals „Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara Sjá meira