„Þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur“ Atli Arason skrifar 11. ágúst 2024 22:42 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliks Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var verulega svekktur með 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld en Halldór var allt annað en sáttur við dómgæsluna í kvöld. „Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
„Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira