Fordæmalaust mál á borði KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2024 10:04 Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Vísir/Ívar Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli. Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi þar sem leikurinn átti að fara fram. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikur í Kórnum og kom í ljós skömmu fyrir leik að annað markið reyndist brotið. Ekki gekk að koma nýju upp og leiknum því aflýst. Mótastjóri KSÍ segir þetta einsdæmi. „Ég er búinn að starfa hérna í þónokkur ár en man ekki eftir að svona atvik hafi komið upp. Við höfum oft þurft að fresta leikjum vegna veðurs eða samgöngutruflana. Ég man ekki svona atviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri sambandsins. Málið tæklað eftir helgi Líkt og Birkir nefnir hafa náttúruöflin oft haft með frestun leikja að gera og þá er fundinn nýr leiktími. Í þessu tilviki tekst framkvæmdaraðila leiksins, HK, hins vegar ekki að tryggja það að völlurinn sé leikfær. Samkvæmt reglugerð er heimalið ábyrgt fyrir því að völlurinn sé í lagi. Þar á meðal eiga varamörk sem uppfylla kröfur að vera til staðar. Því þykir líklegt að HK hljóti einhverskonar refsingu og verði í versta falli dæmdur ósigur. Ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Birkir segir málið í ferli og það verði tekið upp á fundi aga- og úrskurðarnefndar eftir helgi. „Við erum að afla gagna, bæði frá félögunum og svo höfum við fengið skýrslu eftirlitsmanns og dómara um þetta atvik. Það fer sína leið inn í mótanefndina og væntanlega inn í aga- og úrskurðarnefnd líka sem hefur sinn reglulega fund á þriðjudeginum. Að öðru leyti get ég ekki talað mikið um þetta akkúrat núna,“ segir Birkir. Það er sem sagt ekkert svart á hvítu um svona atvik í reglugerðinni? „Þú getur rétt ímyndað þér þegar að fordæmin eru með þessum hætti, þá hafa menn ekki séð fyrir öll atvik. Þetta er mjög sérstakt atvik. Það verður að segjast eins og er,“ segir Birkir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KSÍ HK Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira
Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi þar sem leikurinn átti að fara fram. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikur í Kórnum og kom í ljós skömmu fyrir leik að annað markið reyndist brotið. Ekki gekk að koma nýju upp og leiknum því aflýst. Mótastjóri KSÍ segir þetta einsdæmi. „Ég er búinn að starfa hérna í þónokkur ár en man ekki eftir að svona atvik hafi komið upp. Við höfum oft þurft að fresta leikjum vegna veðurs eða samgöngutruflana. Ég man ekki svona atviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri sambandsins. Málið tæklað eftir helgi Líkt og Birkir nefnir hafa náttúruöflin oft haft með frestun leikja að gera og þá er fundinn nýr leiktími. Í þessu tilviki tekst framkvæmdaraðila leiksins, HK, hins vegar ekki að tryggja það að völlurinn sé leikfær. Samkvæmt reglugerð er heimalið ábyrgt fyrir því að völlurinn sé í lagi. Þar á meðal eiga varamörk sem uppfylla kröfur að vera til staðar. Því þykir líklegt að HK hljóti einhverskonar refsingu og verði í versta falli dæmdur ósigur. Ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Birkir segir málið í ferli og það verði tekið upp á fundi aga- og úrskurðarnefndar eftir helgi. „Við erum að afla gagna, bæði frá félögunum og svo höfum við fengið skýrslu eftirlitsmanns og dómara um þetta atvik. Það fer sína leið inn í mótanefndina og væntanlega inn í aga- og úrskurðarnefnd líka sem hefur sinn reglulega fund á þriðjudeginum. Að öðru leyti get ég ekki talað mikið um þetta akkúrat núna,“ segir Birkir. Það er sem sagt ekkert svart á hvítu um svona atvik í reglugerðinni? „Þú getur rétt ímyndað þér þegar að fordæmin eru með þessum hætti, þá hafa menn ekki séð fyrir öll atvik. Þetta er mjög sérstakt atvik. Það verður að segjast eins og er,“ segir Birkir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
KSÍ HK Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira
KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50
Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11
Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34