Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Þorsteinn Hjálmsson skrifar 8. ágúst 2024 21:11 Markið er ekki komið upp og má sjá markstangirnar liggja í vítateignum. Vísir/VPE Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. Síðastliðnar tvær vikur hefur farið fram vinna við að skipta um gervigras á Kórnum og ljóst að í þeim framkvæmdum var ekki gengið frá undirstöðum marksins á viðeigandi hátt. Ómar Stefánsson, vallarstjóri Kópavogsbæjar, harmar það að ekki hafi verið búið að kippa þessu í liðinN fyrir leik kvöldsins. Ástæðan að baki þess er sú að hólkarnir sem markið gengur ofan í þegar það er fest ofan í völlinn voru í ólagi, sem var vitað fyrir leikinn. „Markið sem við ætluðum að nota var gamla markið. Það kemur svo í ljós að það er sprunga í því, eða brotið, og þegar við ætlum að setja ný mörk ofan í, varamörkin okkar, þá eru hólkarnir ekki í lagi sem við vissum síðan fyrir sex árum.“ „En staðan hjá verktakanum var sú að byrginn hans úti, að hans sögn, eigi ekki hólka né mörk. Ef hann hefði látið okkur vita að markið sé brotið þegar það fer ofan í þá hefðum við náð að laga það í dag. En þarna eru samskiptaörðugleikar á milli sem gerir það að verkum að við vitum ekki af markinu og frágangurinn er þar af leiðandi ekki eins og við hefðum viljað hafa það. En við komumst ekki að því fyrr en dómarinn sér að það er skakkt mark.“ „Reyndum okkar besta“ Þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og tilraunir til þess að koma löglegu marki í gagnið endaði það með því að dómarar leiksins töldu það ekki standast þær kröfur sem til þess væru gerðar. Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.vísir/daníel „Gamli hólkurinn stendur upp úr jörðinni og þeir vildu ekki leyfa mér að taka þá áhættu að skera hólkinn í burtu og mixa það, því markið er alltaf færanlegt. Þeir vilja auðvitað hafa þau mjög föst sem er skiljanlegt, en við reyndum okkar besta það er bara þannig og það verða allir að sýna því skilning. Það er ekki Kópavogur sem er að klikka í þessu tilviki,“ segir Ómar. Menn reyndu sitt besta í KórnumVísir/VPE Aðspurður hvenær hægt væri að leika aftur inn í Kórnum svaraði Ómar því um hæl. „Kórinn er spilfær, ég laga markið á morgun. Við höfum gert þetta áður, þegar við vitum að markið sé bilað þá lögum við það. Þannig að markið verður soðið á morgun og lagað þannig að það verður komið hérna inn ef að verktakinn sem sér um viðgerðina kemur og bjargar okkur, sem ég geri bara fastlega ráð fyrir.“ Stefnt er að því að spila leikinn 22. ágúst, en KSÍ á þó eftir að staðfesta nýjan leiktíma. Besta deild karla HK KR Kópavogur Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Síðastliðnar tvær vikur hefur farið fram vinna við að skipta um gervigras á Kórnum og ljóst að í þeim framkvæmdum var ekki gengið frá undirstöðum marksins á viðeigandi hátt. Ómar Stefánsson, vallarstjóri Kópavogsbæjar, harmar það að ekki hafi verið búið að kippa þessu í liðinN fyrir leik kvöldsins. Ástæðan að baki þess er sú að hólkarnir sem markið gengur ofan í þegar það er fest ofan í völlinn voru í ólagi, sem var vitað fyrir leikinn. „Markið sem við ætluðum að nota var gamla markið. Það kemur svo í ljós að það er sprunga í því, eða brotið, og þegar við ætlum að setja ný mörk ofan í, varamörkin okkar, þá eru hólkarnir ekki í lagi sem við vissum síðan fyrir sex árum.“ „En staðan hjá verktakanum var sú að byrginn hans úti, að hans sögn, eigi ekki hólka né mörk. Ef hann hefði látið okkur vita að markið sé brotið þegar það fer ofan í þá hefðum við náð að laga það í dag. En þarna eru samskiptaörðugleikar á milli sem gerir það að verkum að við vitum ekki af markinu og frágangurinn er þar af leiðandi ekki eins og við hefðum viljað hafa það. En við komumst ekki að því fyrr en dómarinn sér að það er skakkt mark.“ „Reyndum okkar besta“ Þrátt fyrir ýmsar hugmyndir og tilraunir til þess að koma löglegu marki í gagnið endaði það með því að dómarar leiksins töldu það ekki standast þær kröfur sem til þess væru gerðar. Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.vísir/daníel „Gamli hólkurinn stendur upp úr jörðinni og þeir vildu ekki leyfa mér að taka þá áhættu að skera hólkinn í burtu og mixa það, því markið er alltaf færanlegt. Þeir vilja auðvitað hafa þau mjög föst sem er skiljanlegt, en við reyndum okkar besta það er bara þannig og það verða allir að sýna því skilning. Það er ekki Kópavogur sem er að klikka í þessu tilviki,“ segir Ómar. Menn reyndu sitt besta í KórnumVísir/VPE Aðspurður hvenær hægt væri að leika aftur inn í Kórnum svaraði Ómar því um hæl. „Kórinn er spilfær, ég laga markið á morgun. Við höfum gert þetta áður, þegar við vitum að markið sé bilað þá lögum við það. Þannig að markið verður soðið á morgun og lagað þannig að það verður komið hérna inn ef að verktakinn sem sér um viðgerðina kemur og bjargar okkur, sem ég geri bara fastlega ráð fyrir.“ Stefnt er að því að spila leikinn 22. ágúst, en KSÍ á þó eftir að staðfesta nýjan leiktíma.
Besta deild karla HK KR Kópavogur Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira