„Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott“ Hinrik Wöhler skrifar 9. ágúst 2024 20:55 Eftir fjóra ósigra í röð getur Guðni Eiríksson, þjálfari FH, leyft sér að fagna. Vísir/Hulda Margrét Eftir fjóra tapleiki í röð gat Guðni Eiríksson, þjálfari FH, loksins fagnað sigri en Hafnfirðingar sigruðu Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í kvöld. Það var létt yfir þjálfaranum þegar hann var gripinn viðtal skömmu eftir leikinn. „Það var rosalega ljúft að upplifa sigurtilfinningu aftur, langt síðan að maður upplifði þetta. Þungu fargi létt, orð að sönnu,“ sagði Guðni. Guðni viðurkenndi að leikplanið hafi ekki gengið fullkomlega upp en sá þó marga góða kafla í spilamennsku liðsins. „Engan veginn, en margt gekk upp og mörkin okkar þrjú voru góð. Vinnuframlagið heilt yfir var mjög gott og þær sem komu inn skiluðu hlutverki líka þannig þetta var liðssigur,“ sagði Guðni þegar hann spurður út í upplegg dagsins. Breukelen Woodard kom Hafnfirðingum á bragðið á 29. mínútu með laglegu marki og tvöfaldaði síðan forystuna á 70. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Guðni var virkilega sáttur með hennar framlag í kvöld. „Hún er frábær og sannarlega haukur í horni fyrir okkur. Hún skipti okkur miklu máli og gerði þetta virkilega vel, frábært mark hjá henni og gott víti. Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott í kjölfarið.“ Gestirnir úr Árbæ náðu að klóra í bakkann rétt undir lokin en Guðni var þó ekki órólegur á hliðarlínunni. „Fyrst að við náðum þriðja markinu var ég rólegur. Það var stutt eftir þegar þær skora sitt mark en ég hefði ekki verið svona slakur í stöðinni 2-1 en 3-1 og lítið eftir þá leit þetta þægilega út.“ „Auðvitað er aldrei þægilegt og það er langt síðan að maður hefur unnið síðast leik þá er maður aldrei í rónni en þessi þrjú mörk gerði þó helling,“ bætti Guðni við. Valgerður Ósk Valsdóttir rak smiðshöggið á sigur FH með þriðja marki heimaliðsins en markið var einkar laglegt, viðstöðulaust skot með góðum snúning sem markvörður Fylkis réði ekki við. Var þetta beint af æfingasvæðinu? „Klárlega, hún gerði svona í gær og endurtók leikinn í dag. Svo sannarlega beint af æfingasvæðinu,“ sagði Guðni glettinn að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Það var létt yfir þjálfaranum þegar hann var gripinn viðtal skömmu eftir leikinn. „Það var rosalega ljúft að upplifa sigurtilfinningu aftur, langt síðan að maður upplifði þetta. Þungu fargi létt, orð að sönnu,“ sagði Guðni. Guðni viðurkenndi að leikplanið hafi ekki gengið fullkomlega upp en sá þó marga góða kafla í spilamennsku liðsins. „Engan veginn, en margt gekk upp og mörkin okkar þrjú voru góð. Vinnuframlagið heilt yfir var mjög gott og þær sem komu inn skiluðu hlutverki líka þannig þetta var liðssigur,“ sagði Guðni þegar hann spurður út í upplegg dagsins. Breukelen Woodard kom Hafnfirðingum á bragðið á 29. mínútu með laglegu marki og tvöfaldaði síðan forystuna á 70. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Guðni var virkilega sáttur með hennar framlag í kvöld. „Hún er frábær og sannarlega haukur í horni fyrir okkur. Hún skipti okkur miklu máli og gerði þetta virkilega vel, frábært mark hjá henni og gott víti. Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott í kjölfarið.“ Gestirnir úr Árbæ náðu að klóra í bakkann rétt undir lokin en Guðni var þó ekki órólegur á hliðarlínunni. „Fyrst að við náðum þriðja markinu var ég rólegur. Það var stutt eftir þegar þær skora sitt mark en ég hefði ekki verið svona slakur í stöðinni 2-1 en 3-1 og lítið eftir þá leit þetta þægilega út.“ „Auðvitað er aldrei þægilegt og það er langt síðan að maður hefur unnið síðast leik þá er maður aldrei í rónni en þessi þrjú mörk gerði þó helling,“ bætti Guðni við. Valgerður Ósk Valsdóttir rak smiðshöggið á sigur FH með þriðja marki heimaliðsins en markið var einkar laglegt, viðstöðulaust skot með góðum snúning sem markvörður Fylkis réði ekki við. Var þetta beint af æfingasvæðinu? „Klárlega, hún gerði svona í gær og endurtók leikinn í dag. Svo sannarlega beint af æfingasvæðinu,“ sagði Guðni glettinn að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira