„Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott“ Hinrik Wöhler skrifar 9. ágúst 2024 20:55 Eftir fjóra ósigra í röð getur Guðni Eiríksson, þjálfari FH, leyft sér að fagna. Vísir/Hulda Margrét Eftir fjóra tapleiki í röð gat Guðni Eiríksson, þjálfari FH, loksins fagnað sigri en Hafnfirðingar sigruðu Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í kvöld. Það var létt yfir þjálfaranum þegar hann var gripinn viðtal skömmu eftir leikinn. „Það var rosalega ljúft að upplifa sigurtilfinningu aftur, langt síðan að maður upplifði þetta. Þungu fargi létt, orð að sönnu,“ sagði Guðni. Guðni viðurkenndi að leikplanið hafi ekki gengið fullkomlega upp en sá þó marga góða kafla í spilamennsku liðsins. „Engan veginn, en margt gekk upp og mörkin okkar þrjú voru góð. Vinnuframlagið heilt yfir var mjög gott og þær sem komu inn skiluðu hlutverki líka þannig þetta var liðssigur,“ sagði Guðni þegar hann spurður út í upplegg dagsins. Breukelen Woodard kom Hafnfirðingum á bragðið á 29. mínútu með laglegu marki og tvöfaldaði síðan forystuna á 70. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Guðni var virkilega sáttur með hennar framlag í kvöld. „Hún er frábær og sannarlega haukur í horni fyrir okkur. Hún skipti okkur miklu máli og gerði þetta virkilega vel, frábært mark hjá henni og gott víti. Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott í kjölfarið.“ Gestirnir úr Árbæ náðu að klóra í bakkann rétt undir lokin en Guðni var þó ekki órólegur á hliðarlínunni. „Fyrst að við náðum þriðja markinu var ég rólegur. Það var stutt eftir þegar þær skora sitt mark en ég hefði ekki verið svona slakur í stöðinni 2-1 en 3-1 og lítið eftir þá leit þetta þægilega út.“ „Auðvitað er aldrei þægilegt og það er langt síðan að maður hefur unnið síðast leik þá er maður aldrei í rónni en þessi þrjú mörk gerði þó helling,“ bætti Guðni við. Valgerður Ósk Valsdóttir rak smiðshöggið á sigur FH með þriðja marki heimaliðsins en markið var einkar laglegt, viðstöðulaust skot með góðum snúning sem markvörður Fylkis réði ekki við. Var þetta beint af æfingasvæðinu? „Klárlega, hún gerði svona í gær og endurtók leikinn í dag. Svo sannarlega beint af æfingasvæðinu,“ sagði Guðni glettinn að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Það var létt yfir þjálfaranum þegar hann var gripinn viðtal skömmu eftir leikinn. „Það var rosalega ljúft að upplifa sigurtilfinningu aftur, langt síðan að maður upplifði þetta. Þungu fargi létt, orð að sönnu,“ sagði Guðni. Guðni viðurkenndi að leikplanið hafi ekki gengið fullkomlega upp en sá þó marga góða kafla í spilamennsku liðsins. „Engan veginn, en margt gekk upp og mörkin okkar þrjú voru góð. Vinnuframlagið heilt yfir var mjög gott og þær sem komu inn skiluðu hlutverki líka þannig þetta var liðssigur,“ sagði Guðni þegar hann spurður út í upplegg dagsins. Breukelen Woodard kom Hafnfirðingum á bragðið á 29. mínútu með laglegu marki og tvöfaldaði síðan forystuna á 70. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Guðni var virkilega sáttur með hennar framlag í kvöld. „Hún er frábær og sannarlega haukur í horni fyrir okkur. Hún skipti okkur miklu máli og gerði þetta virkilega vel, frábært mark hjá henni og gott víti. Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott í kjölfarið.“ Gestirnir úr Árbæ náðu að klóra í bakkann rétt undir lokin en Guðni var þó ekki órólegur á hliðarlínunni. „Fyrst að við náðum þriðja markinu var ég rólegur. Það var stutt eftir þegar þær skora sitt mark en ég hefði ekki verið svona slakur í stöðinni 2-1 en 3-1 og lítið eftir þá leit þetta þægilega út.“ „Auðvitað er aldrei þægilegt og það er langt síðan að maður hefur unnið síðast leik þá er maður aldrei í rónni en þessi þrjú mörk gerði þó helling,“ bætti Guðni við. Valgerður Ósk Valsdóttir rak smiðshöggið á sigur FH með þriðja marki heimaliðsins en markið var einkar laglegt, viðstöðulaust skot með góðum snúning sem markvörður Fylkis réði ekki við. Var þetta beint af æfingasvæðinu? „Klárlega, hún gerði svona í gær og endurtók leikinn í dag. Svo sannarlega beint af æfingasvæðinu,“ sagði Guðni glettinn að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira